flugfréttir

Airbus þróar svarta kassa sem skjóta sér sjálfkrafa frá borði og fljóta á sjó

- Boeing ekki sammála um að hugmyndin sé góð

8. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 19:53

Airbus segist vera að þróa búnað sem mun skjóta svörtu kössunum úr farþegaþotum ef þær farast

Airbus segir að verið sé að þróa nýja tegund af svörtum kössum sem munu geta skotið sér sjálfkrafa úr hrapandi flugvél og flotið á sjó í stað þess að sökkva með flakinu niður á hafsbotn.

Þessi hugmynd gæti auðveldað leitarflokkum að finna svörtu kassana sem eru mjög mikilvægir þegar kemur að því að rannsaka flugslys en fleiri mánuði eða ár getur tekið að finna svarta kassann ef þota ferst á hafi úti.

Pascal Andrei, yfirmaður yfir öryggisdeild Airbus, sagði í gær að Airbus væri að ljúka prófunum á búnaði sem getur skotið svörtu kössunum úr flugvélum en samkeppnisrisinn, Boeing, er ekki á sama máli um notagildi slíks búnaðar.

Mark Smith, flugslysasérfræðingur hjá Boeing, segir að slíkur búnaður sé varasamur þar sem bilun gæti skotið svörtu kössunum úr farþegaþotu á flugi fyrir slysni sem skapar mikla hættu.

Pascal Andrei, yfirmaður yfir öryggisdeild Airbus

"Við erum mjög vongóður um að þessi lausn gæti verið það sem koma skal", segir Andrei sem tekur fram að Airbus sé nú að vinna náið með birgjum og framleiðendum en frekari prófanir eiga eftir að fara fram.

Að meðaltali eitt flugslys á hafi úti á 10 ára fresti

Mark Smith hjá Boeing segir að gera megi ráð fyrir einu flugslysi á 10 ára fresti þar sem farþegaþota ferst yfir sjó með þeim afleiðingum að flakið finnst ekki fyrr en eftir heilt ár en á hinn bóginn má gera ráð fyrir að á 10 ára tímabili geti orðið 5 til 6 óhöpp þar sem búnaðurinn skýtur svörtu kössunum úr farþegaþotu vegna bilunar.

Í nýlegri kynningu sem fram fór á vegum Airbus er gert ráð fyrir að sjálfskjótandi svörtum kössum verði komið fyrir í Airbus A350 vélunum og þeim A380 risaþotum sem verða notaðar í flugi yfir úthöf.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga