flugfréttir

MH370: Forstjóri Emirates: „Það hefur alltaf fundist eitthvað þar sem flugvél ferst á sjó“

- Tim Clark gagnrýnir rannsóknina og leitina að malasísku farþegaþotunni

9. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 22:40

Tim Clark, forstjóri Emirates, tjáði sig um flug MH370 í viðtali við Der Spiegel

Forstjóri Emirates, Tim Clark, segir að óþarfi sé að betrumbæta þann búnað sem notaður er í dag til að rekja farþegaþotur þrátt fyrir hvarf malasísku farþegaþotunnar.

Í nýlegu viðtali segir Clark m.a. að honum finnist allt dularfullt varðandi hvarf vélarinnar og finnst ótrúlegt að einungis sé verið að einblína á leit á einum stað með engar vísbendingar.

Hið dularfulla hvarf flugs MH370 varð til þess að farið var að ræða um nýja tækni til að rekja för farþegaþotna með því að streyma upplýsingum í beinni frá flugritum í svörtu kössunum og þá sérstaklega á þeim vélum sem fljúga yfir úthöf milli heimsálfa.

"Boeing 777 er nú þegar ein öruggasta og nútímalegasta farþegaþota í heimi með mjög háþróuð fjarskiptakerfi til að rekja flug vélarinnar - Það sem þarf að gera er að koma í veg fyrir að hægt sé að slökkva á þessum búnaði", sagði Clark í viðtali við Der Spiegel í dag.

Clark segir að það sé hægara sagt en gert að slökkva á ACARS búnaði vélarinnar og ættu flugvélaframleiðendur frekar að einblína á að það sé ekki hægt og vill Clark meina að slökkt hafi verið á því kerfi vísvitandi í tilfellinu varðandi flug MH370.

Sérstök nefnd sem skipuð var eftir að malasíska farþegaþotan hvarf til að endurskoða leiðir til að rekja farþegaþotur átti að skila mati núna í september en gert er ráð fyrir að sá hópur muni ekki skila niðurstöðum sínum fyrr en í desember.

"Reynslan hefur sýnt okkur að þegar farþegaþota hrapar í sjó þá hefur alltaf eitthvað fundist. Í þessu tilviki höfum við ekki fundið eina einustu vísbendingu sem sannar að flugvélin sé þarna lengst suður í Indlandshafi - Eina sem þeir hafa undir höndum eru merki sem vélin átti að hafa sent frá sér til gervitungls og ég hef mínar efasemdir varðandi þær upplýsingar", segir Clark.

"MH370 er ein stærsta ráðgátan í sögu flugsins. Við áttum aldrei að láta þetta gerast og þessvegna verðum við að komast að því hvað lét þessa flugvél hverfa".

Der Spiegel spyr: Hvað heldur þú að hafi gerst?

Tim Clark: "Mitt mat er að það var einhver sem tók yfir stjórninni á vélinni og tók kerfið úr sambandi. Sendirinn (transponder) er staðsettur í stjórnklefanum sem gerir vélina sýnilega á ratsjá hjá flugumferðarstjórum. Ef slökkt er á þeim sendi þá hverfur vélin af þeirri ratsjá en þá er hún sýnilega áfram á frumratsjá með ACARS-búnaðinum"

"ACARS kerfið er meira fyrir flugfélögin og önnur fyrirtæki til að fylgjast með ýmsum þáttum varðandi fluglag vélarinnar. Við hjá Emirates notum það til að fylgjast með öllu varðandi vélarnar allt frá þær eru við landganginn og þar til þær lenda og við getum komið auga á bilun áður en flugmennirnir verða varir við þær".

Clark segir ekki enn átta sig á því hversvegna flugmenn eigi að þurfa að stilla transponderinn á "stand by" eða slökkva á honum en hann telur að flug MH370 hafi verið undir stjórn einhvers alveg þar til för vélarinnar endaði.

Der Spiegel: Á hvaða punkti í flugleið vélarinnar byrjar þínar efasemdir?

Tim Clark:"Það hefur ekki verið ein flugvél í sögu flugsins sem horfið sporlaust á flugi sínu yfir stórt úthaf, fyrir utan flugvél Amelie Earhart árið 1939, án þess að neitt hefur fundist. Hvernig flug MH370 hvarf vekur upp miklar grunsemdir og mér lýst ekki á neitt af því sem hefur komið út úr rannsókninni hingað til".

Der Spiegel: Hvað er hægt að gera til að gera rannsóknina skilvirkari?

Tim Clark: "Ég er ekki í stöðu til að svara því - ég rek bara flugfélag. En ég mun halda áfram að spyrja spurninga varðandi þetta allt saman þótt það falli í grýttan jarðveg hjá mörgum og það er skylda okkar í virðingarskyni við ættingja og aðstandendur þeirra sem voru um borð í vélinni að komast til botns í þessu - Það á ekki að sópa þessu undir teppið".







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga