flugfréttir

Stratocrusier-vél Pan Am nauðlenti á þessum degi í Kyrrahafi

- Öllum var bjargað um borð í bandaríska strandgæsluskipið Pontchartrain

16. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 14:22

58 ára eru síðan að Boeing 377 Stratocruiser vél Pan Am nauðlenti í Kyrrahafinu á leið sinni frá Honolulu til San Francisco

Á þessum degi árið 1956 nauðlenti fjögurra hreyfla flugvél frá Pan American World Airways (Pan Am) á Kyrrahafinu þegar vélin var að klára síðasta legginn í hnattflugi sínu kringum jörðina.

Vélin, sem var af gerðinni Boeing 377 Stratocruiser, hét „Clipper Sovereign Of The Skies“ og var hún komin í 21.000 feta hæð eftir flugtak frá Honolulu á Hawaii-eyjum á leið til San Francisco sem flug "Pan Am Flight 6" en flugið átti að taka 8 klukkustundir og 54 mínútur.

Fjórum tímum eftir flugtak kom upp bilun í hreyfli nr. 1 með þeim afleiðingum að spaðinn fór á yfirhraða og fór að snúast of hratt sem skapaði mikla hættu þar sem spaðinn hefði geta losnað af hreyflinum.

„Clipper Sovereign Of The Skies“ á flugi yfir San Francisco árið 1947

Flugstjórinn, Richard N. Ogg, flaug vélinni ásamt aðstoðarflugmanninum George L. Haaker sem dró strax úr aflinu til hreyfilsins og hægði á vélinni með því að setja niður flapsana en það dugði þó ekki til.

Ogg flugstjóri gerði tilraun til að nauðbeita skrúfunni en það virkaði ekki en eftir að flugmennirnir lokuðu fyrir olíuflæðið til hreyfilsins þá hætti mótorinn en spaðinn hélt þó áfram að snúast sem jók drag vélarinnar með þeim afleiðingum að meira afl var sett á hina hreyflana þrjá til að viðhalda réttum farflugshraða svo vélin myndi ekki missa hæð.

Þetta varð til þess að verulega gekk á eldsneytisforðann en eftir að aukið afl var sett á hina þrjá hreyflanna kom upp í hreyfli nr. 4 og skömmu síðar varð að slökkva á honum líka.

Vélin var það mitt á milli Honolulu og San Francisco að hvorki var styttra að snúa við eða halda áfram og lækkaði vélin jafnt og þétt flug sitt á tveimur hreyflum.

Öllum var bjargað upp í USCGC Pontchartrain skipið

Á sjötta áratugnum hafði bandaríska strandgæslan yfirleitt eitt skip staðsett á Kyrrahafi mitt á milli Hawaii og Kaliforníu en þennan daginn var það strandgæsluskipið USCGC Pontchartrain sem var á vaktinni og ákváðu flugmennirnir að taka stefnuna í áttina að skipinu.

Ogg flugstjóri ákvað að bíða eftir sólarupprás og náði hann að sveima vélinni frá 2.000 fetum upp í 5.000 fet á meðan hann brenndi upp eldsneyti og æfði lendingu á sjó á eins lágum hraða og mögulegt var en Ogg ákvað að hafa vélina eins létta og hægt var til að hún myndi fljóta eins lengi á sjónum eftir nauðlendinguna.

Vélin magalenti kl. 6:15 á Kyrrahafinu eftir að hafa brennt upp allt eldsneytið um borð



Flugstjórinn ákvað að lenda vélinni nálægt skipinu og náði Ogg að nauðlenda vélinni að lokum á sjónum kl. 6:15 að morgni til á 90 hnúta hraða (170 km á klst) en annar vængurinn rakst í yfirborð sjávar með þeim afleiðingum að hún snérist og brotnaði stélið af.

Mynd sem tekin var úr USCGC Pontchartrain þegar vélin fór í lágflug yfir skipið

Um borð var sjö manna áhöfn og 24 farþegar og komust allir lífs af en þrir björgunarbátar voru settir út en 20 mínútum síðar sökk vélin.

Allir komustu um borð í strandgæsluskipið sem sigldi með fólkið til San Francisco en siglingin tók nokkra daga.

Flugstjórinn, Richard N. Ogg og flugfreyjan Purser Pat Reynolds voru síðust til að yfirgefa vélina og fara um borð í björgunarbátana.

Flugvélin sökk 20 mínútum síðar en flugstjórinn Ogg var síðastur til að fara frá borði



Aðflugið sem vélin tók fyrir nauðlendinguna á sjónum





Vélin eftir að hún staðnæmdist á sjónum















  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga