flugfréttir

Telur að hægt sé að finna MH370 með því að rekja flugslóðann frá vélinni

- Vísindamaðurinn Aron Gingis segir að svarið sé að finna í skýjunum

18. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 14:21

Svarið við dularfyllsta hvarfi flugsögunnar gæti verið að finna í flugslóðanum sem vélin skildi eftir sig

Vísindamaður einn í Ástralíu hefur komið fram með tillögu um hvernig mætti leysa ráðgátuna um hvarf malasísku farþegaþotunnar og segir hann að svarið gæti verið að finna í flugslóðanum sem vélin skildi eftir sig.

Á fréttamiðlinum news.com.au segir að vetnisveðurfræðingurinn Aron Gingis, sem sérhæfir sig í skýjaöreindafræði við umhverfsisstofnun í Ástralíu, segir að það sé mögulega hægt að rekja för vélarinnar með því að rannsaka ummerki í skýjunum eftir flugslóðann sem kom frá hreyflum vélarinnar eftir að hún hvarf.

Gingis, sem hefur 27 ára reynslu í rannsóknum í öreindafræði, segir að hann hafi notað sambærilega aðferð við að staðsetja skipsflak í Norður-Kyrrahafi sem fannst með þessari aðferð.

Aron Gingis hefur 27 ára starfsreynslu í vetnisöreindafræði
og getið sér gott orð í greininni en yfirvöld hafa ekki mikinn
áhuga á aðstoð hans

Gingis hefur boðið stjórnvöldum í Kína, Malaysíu og Ástralíu upp á aðstoð sína mánuði eftir að vélin hvarf þann 8. mars en aðstoð hans hafi verið hafnað.

"Ég hef mikla trú á að við eigum gott tækifæri á því rekja slóðina, sjá í hvaða átt hún flaug og mögulega hægt að finna þann stað þar sem hún fórst lenti eða fórst"

Gingis segir að ef hann myndi fá aðgang að öllum mögulegum gervihnattarmyndum sem eru í boði þá væri hægt að greina flugslóðann út frá umbreytingum í skýjunum.

Vildu fá að vita aðferðina en afþökkuðu aðstoðina

Gingis sendi Eldeen Husaini, yfirsýslumanni í Malaysíu, tölvupóst þar sem hann bauð fram aðstoð sína þann 3. apríl og fékk hann svar þar sem sagði að tölvupósturinn hafi verið áframsendur til rannsóknarhópsins. Husaini sendi honum aftur póst þann 24. apríl þar sem stóð "nei takk en takk samt".

Gingis hefur til að mynda náð að finna skipsflök með því að greina slóðann af olíunni með aðferð sinni og segir hann að með sambærilegri aðferð mætti rekja slóð malasísku farþegaþotunnar

Gingis sendi einnig tölvupóst til rannsóknarnefndar flugslysa í Ástralíu (ATSB) sem hafði einnig ekki áhuga en þakkaði honum fyrir og tóku fram að þeir hefðu yfir að ráða öllum mögulegum gervitunglamyndum en ekki væri búið að greina sérstaklega neina skýjamyndun varðandi flugslóða vélarinnar sem flug MH370 gæti hafa skilið eftir sig.

ATSB óskaði eftir ítarlegri lýsingu á þessari aðferð en Gingis neitaði að gefa upp þá aðferð af ótta við að það myndi skaða möguleikann á að aðferðin myndi heppnast ef hann tæki ekki þátt. ATSB svaraði einnig að þeir hefðu mikla trú á því teymi sem þeir hafa nú þegar yfir að ráða sem rannsakar hvarf vélarinnar.

Gingis bauð áströlskum stjórnvöldum upp á að rannsaka flugslóða vélarinnar fyrir 2 milljónir króna sem er brot af þeirri upphæð sem verið er að verja í leitina sem hefur enn engann árangur borið sem hefur nú þegar kostað ástralska ríkið um 11 þúsund milljónir króna.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga