flugfréttir

Þessi atriði ýta undir kenningar um að hvarf flugs MH370 sé samsæri

- Hafa aldrei viljað birta símtöl úr flugturninum eða fraktlistann í heild sinni

26. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 14:29

Desmond Ross segir að ef einföldum verklagsreglum hefði verið framfylgt þá værum við ekki að leita af MH370 í dag

„Við teljum að það sé engin ástæða fyrir því að halda upplýsingum leyndum áfram ekki nema að það sé í raun og veru verið að hylma yfir samsæri"

Þetta segir í nýlegri tilkynningu frá Voice370, hópi ættingja og aðstandenda þeirra sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, þar sem hópurinn skorar á stjórnvöld að birta allan listann yfir fraktina sem var um borð í vélinni og sundurliða hvern einasta hlut sem verið var að flytja.

Desmond Ross, flugstjóri, öryggissérfræðingur í flugumferðarstjórnun á vegum ICAO og ráðgjafi í flugöryggismálum fyrir stríðshrjáð lönd, hefur varpað fram þeirri spurning hvers vegna malasísk stjórnvöld hafa ekki sett öll spilin á borðið varðandi hvarfið á malasísku farþegþotunni fyrst þau hafa ítrekað sagt að þau hafi ekkert að fela.

Desmond Ross hefur starfað í fluginu i 35 ár, bæði
sem atvinnuflugmaður og einnig sem sérfræðingur

Ross segir að ekki hafi öll kurl komið til grafar og þ.á.m. upplýsingar sem gætu varpað ljósi á hvarfið og sé því margt sem bendir til þess að verið er að fela sannleikann varðandi afdrif flugs MH370.

"Ef einföldum verklagsreglum hefði verið framfylgt þá værum við ekki að leita af MH370 í dag", esgir Ross.

Malasísk stjórnvöld birtu í maí í vor upptöku milli flugmannana og flugumferðarstjórnar og hefur komið fram í fréttum að það síðasta sem heyrðist frá vélinni var "Good night, Malaysian three seven zero"

Ross, sem hefur starfað í fluginu í 35 ár, segir að vélin hafi komið fram á frumratsjá hjá malasíska flughernum og hafi yfirvöld aldrei birt samskiptin milli hersins og flugumferðarstjóranna sem skiptir mun meira máli þar sem það gætii útskýrt hvers vegna heilar fjórar klukkustundir liðu frá því vélin hvarf og þar til flugfélagið frétti af því að Boeing 777 vél félagsins með 239 farþega innanborðs væri horfin.

"Það er til önnur upptaka milli malasíska flughersins og flugumferðarstjórnar og það er örugglega til upptaka er herinn ræddi við flugumferðarstjórana í Kuala Lumpur. Þá eru öll símtöl sem eiga sér stað í KL Control Center hljóðrituð og einnig símtöl frá flugturni til Malaysian Airlines", segir Ross.

Ross segir að ættingjar, aðstandendur og stjórnvöld í Ástralíu, sem leita vélarinnar, eigi það inni að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.

Hvar var vélin frá klukkan 2:15 til 7:24 ?

Eftir að flug MH370 hvarf af radar á leið sinni til Peking aðfaranótt 8. mars yfir Tælands-flóa, var vélinni beygt af leið til vesturs og kom hún fram á frumratsjá malasíska flughersins kl. 2:15 sem brást ekki við með því að senda út orrustuþotu en ekki var tilkynnt um að vélin væri horfin fyrr en klukkan 7:24 um morguninn.

Ross segir að mjög undarlegt sé að listinn yfir fraktina sem var
um borð i MH370 sé leyndarmál

"Okkur var einnig sagt að flugherinn hefði ekki aðhafst neitt í málinu er vélin kom fram á frumratsjá þar sem þeir töldu að þetta væri bara hefðbundin flugvél í farþegaflugi - Það er kjaftæði hvernig sem litið er á það því hver einasti flugmaður og hermaður veit að öll lönd hafa eftirlit með sinni lofthelgi og ræsa út orrustuþotu án tafar til móts við óþekkta vél sem rífur flughelgina".

Desmond Ross segir að einnig sé mjög undarlegt að heilar 17 mínútur liðu þar til flugumferðarstjóri í Ho Chi Minh Center spurði malasíska flugumferðarstjóra hvar flug MH370 væri er flugmenn vélarinnar buðu góða nótt voru þeir á leið inn í víetnamska lofthelgi.

"Það er mjög nauðsynlegt að fá útskýringu á þessu því þarna er um að ræða athæfi sem er refsivert", segir Ross sem bendir á að það hefði ekki átt að líða 2 mínútur þar til þeir eiga að spyrjast fyrir hvers vegna vélin er ekki komin til þeirra.

Þá segir Ross mjög dularfullt hvers vegna malasísk stjórnvöld hafi ekki enn birt tæmandi lista yfir þá frakt sem var um borð í vélinni en 2,2 tonn hafa ekki enn verið skilgreind og veit enginn hvað frakt var um borð sem vó meira en tvö tonn en stjórnvöld hafa ekki viljað gefa upp tæmandi fraktlista.

Ross segist undrast yfir þeim himinháu fjárhæðum sem er verið að eyða í leitina á Suður-Indlandshafi og hefur hann sínar efasemdir á opinberu tilgátunni um að vélin hafi flogið alla þessa leið og farist þar.

Mörg nauðsynleg gögn eru fyrir hendi sem ekki hafa verið gerð opinber

Ross bendir á að til séu nokkrar upptökur sem eiga að vera til á hörðum diski sem eru m.a. samtöl milli flugumferðarstjóranna í Malaysíu og flugumferðarstjóranna í Ho Chi Minh borg í Víetnam - "Þessi samtöl er eitthvað sem flugmennirnir heyra ekki en þau eiga að vera til og vistuð í allt að 30 daga".

Flugturninn í Kuala Lumpur

"Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að öll þessi gögn eru til og eiga flugslysasérfræðingar að fá aðgang að þeim og rannsaka þau vel og einnig á að koma þeim til sjálfstætt starfandi rannsóknaraðila til að fá óháða greiningu á hvað gerðist".

"Það fyrsta sem hefði átt að gera þegar upp komst að heil farþegaþota hefði horfið var að taka saman harða diska með upptöku af símtölum frá flugumferðarstjórum sín á milli auk annarra símtala og halda þeim til haga og skipta þeim út svo ekki væri hætta á að upptökurnar yrðu yfirskrifaðar af nýrri gögnum".

Ross bendir á að vandamálið sé að bæði stjórnvöld í Malaysíu og í Ástralíu hafa engann vilja til að gera þessar upplýsingar opinberar sem kemur af stað samsæriskenningum að verið sé að hylma yfir bráðnauðsynlegum upplýsingum sem skipta miklu máli til að aðstandendur og rannsóknaraðilar geti gert sér grein fyrir hvað varð af flugi MH370.

Um Desmond Ross

Desmond Ross er ástralskur atvinnuflugmaður en í dag starfar hann sem aðjúnkt og kennari á vegum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) við Concordia-háskólann í Montréal í Kanada. Hann hefur unnið að fjölda verkefna á sviði flugöryggis og hefur hann aðstoðað við uppsetningu á flugleiðsögukerfi og veitt ráðgjöf varðandi öryggismál m.a. í Afhganistan, Króatíu og fleiri löndum samkvæmt reglugerðum frá ICAO.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga