flugfréttir

Áhafnir duglegar að taka „selfie“ í háloftunum

- Ekki öllum flugfélögum sem stendur á sama

29. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 22:01

Áhafnarmeðlimir víðsvegar um heiminn taka "selfie" um borð í flugvélum eins og annað fólk á jörðu niðri

Að taka sjálfsmynd er fyrirbæri sem tröllríður samskiptamiðlum í dag en þessi ljósmyndaaðferð er betur þekkt undir enska heitinu „selfie“.

Bæði flugliðar og flugmenn eru engin undantekning þegar kemur að því að taka "selfie" en skiptar skoðanir eru í gangi varðandi áhafnarmeðlimi sem taka slíkar myndir þegar kemur að orðspori flugfélagsins og vilja sumir meina að slíkt sé oft ekki í samræmi við þá fáguðu ímynd sem viðkomandi flugfélag hefur.

Flugfreyjur Emirates taka "selfie"

Mörg flugfélög fylgja þeim samfélagsstraumum sem eru í gangi og hafa sum hvatt farþega til að nýta sér sjálfsmyndaaðferðina og deila slíkum myndum en margir farþegar setja inn færslu með "selfie"-mynd af sér á Netið hvort sem það er um borð í flugvél eða á flugvelli.

Myndi aldrei þora að setja mynd af sér á Netið í flugfreyjubúningnum

"Flugið er mjög lítið samfélag - Við skiljum hvort annað þar sem við öll lifum sama lífsstílnum", segir Kathleen flugfreyja sem byrjaði að dreifa hashtagginu #crewlife.

Á sama tíma segir Heather Poole, 18 ára flugfreyja frá New York, að hún myndi aldrei þora að setja mynd af sér í flugfreyjubúningnum á Netið vegna strangra reglugerða hjá flugfélaginu sínu.

"Í hvert skipti þegar ég fer á Instragram og sé myndir af flugfreyjum í búningnum þá trúi ég því varla að þær séu virkilega að gera þetta", segir Poole.

"Þetta er stórmál. Flugfélögin passa alltaf upp á ímynd sína og allt er mjög strangt. Þú gæti misst vinnuna þína".

Bæði Poole og Kathleen neita að gefa uoo hjá hvaða flugfélagi þær starfa þar sem þær óttast að þær geti verið að gefa upp of miklar upplýsingar um áhafnarlífið um borð segir í frétt nypost.com

"Þegar áhafnarmeðlimir eru að taka myndir af sér í búningum flugfélaganna þá bera þeir ábyrgð á því að þeir eru ímynd félagsins - Flugfélög taka ímynd sína mjög alvarlega og starfsfólk félagsins er andlit fyrirtækisins þegar kemur að samfélagsmiðlum", segir Skaiste Knyzaite hjá AviationCV.com

"Selfie"-myndir geta haft neikvæð áhrif

"Til að mynda var flugfreyja hjá Aeroflot rekin frá félaginu í fyrra eftir að hún setti "selfie"-mynd af sér á Netið þar sem hún gaf farþegum fingurinn", segir Knyzaite.

Þótt mörgum kunni að líka við slíkar myndir þá eru flugfélögin ekki spennt fyrir slíkum myndum sem netverjar líka við og deila áfram með þeim afleiðingum að myndin nær til fjölda fólks.

Ekki eru þó öll flugfélög sem eru mótfallinn "selfie"-myndum - Delta Air Lines leyfir starfsfólki sínu að taka slíkar myndir af sér og setja á Netið en þeim er þó bannað að taka myndir af sér með frægu fólki.

Orðið "selfie" var valið orð ársins 2013 af Oxford-orðabókinni en yfir 88 milljón myndir voru merktar með hashtaginu #selfie það árið sem er myllu- eða krossamerki sem samfélagsmiðlar styðjast við.

Áhafnarmeðlimir hafa meðal annars notað hashtöggin #crewlife, #airhostage, #flightattendant, #pilotlife, #pilotsview og fleiri.

"Selfie"-myndir frá áhöfnum Etihad Airways, Sri Lankan og Icelandair en sú skemmtilega mynd var tekin á spjaldtölvu sem gleymdist um borð í vél félagsins







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga