flugfréttir

Álbúturinn talinn vera úr vélinni hennar Amelia Earhart sem hvarf árið 1937

- Rennir stoðum undir þá kenningu að Earhart hafi búið á kóraleyjunni

30. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 23:46

Amelia Earhart gerði tilraun til að fljúga kringum hnöttinn fyrst allra kvenna árið 1937

Möguleiki er að rannsóknarhópur sé einu skrefi nær því að finna flak flugvélarinnar hennar Amelia Earhart sem sem fórst árið 1937 er Earhart var í þann mund ljúka hnattflugi sínu kringum hnöttinn fyrst allra kvenna fyrir 77 árum síðan.

Leitarflokkurinn International Group for Historic Aircraft Recovery (TIGHAR) hélt fyrst til Nikumaroro-eyjunnar í Kiribati í Kyrrahafi árið 2012 í von um að finna flak vélarinnar en hvarf vélarinnar er á lista yfir dularfyllstu hvörf flugsögunnar.

Talið er að búturinn sem fannst árið 1991 sé einingin sem sett
var fyrir einn gluggann.

Nú er búið að vera kennsl á álstykki sem vísindamenn fundu árið 1991 á Nikumaroro-eyjunni og hefur komið í ljós að búturinn er úr glugga á Lockheed Electra vélinni sem sett var fyir gluggann eftir viðgerð sem fram fór á vélinni en sérfræðingur, sem hefur verið fenginn til, segir að enginn vafi er á því að stykkið er úr vél Earhart og sé þarna búið að finna "fingrafarið" sem tekur af allan vafa.

Þetta rennir stoðum undir þá kenningu að vélin hafi ekki hrapað í Kyrrahafinu en talið er að Earhart og Fred Noonan, siglingafræðingur hennar sem var með henni um borð, hafi náð að nauðlenda á eyjunni eftir að vélin varð uppiskroppa með eldsneyti en margir efuðumst um þá kenningu á sínum tíma.

Sönnunargöng frá 10 rannsóknarferðum sem TIGHAR-hópurinn hefur farið til Kiribati leiða í ljós að mjög sennilegt er að Earhart hafi haldist við á Nikumaroro-eyjunni en látist sökum skorts á vistum og fæði.

Þá eru heimildir fyrir því að beinagrindur af fuglum sem hafa verið grillaðir yfir varðeldi hafi fundist á eyjunni sem þykir renna stoðum að þar hafi Earhart verið á ferð á eyjunni.

TIGHAR-hópurinn hefur tekið sónarmyndir sem sýna torkennilegan hlut á hafsbotni á 200 metra dýpi undan ströndum eyjunnar sem gæti verið leifar af flaki vélarinnar.

Neðansjávarmyndir sem teknar hafa verið sýna hluti á hafsbotni sem talið er vera leifar af braki vélarinnar

TIGHAR-hópurinn mun fara aftur á Nikumaroro-eyjuna á næstunni og verður þá með í för fjarstýrt farartæki sem verður notað til að rannsaka hafsbotninn við eyjuna en í augnablikinu er verið að fjármagna næsta leiðangur

Ætlaði að taka eldsneyti á Howland-eyju

Vél Earhart hvarf þann 2. júlí 1937 þegar hún var að fljúga síðasta hluta flugsins kringum jörðina yfir Kyrrahafið, frá Papúa Nýju-Gíneu til Kaliforníu í Bandaríkjunum en hún ætlaði að taka eldsneyti á Howland-eyju sem er í miðju Kyrrahafinu, um 1.300 kílómetra suður af Hawaii.

Amelia Earhart var einnig fyrsta konan til að fljúga eins síns liðs yfir Atlantshafið

Vél Earhart hvarf þann 2. júlí 1937 þegar hún var að fljúga síðasta hluta flugsins kringum jörðina yfir Kyrrahafið, frá Papúa Nýju-Gíneu til Kaliforníu í Bandaríkjunum en hún ætlaði að taka eldsneyti á Howland-eyju sem er í miðju Kyrrahafinu, um 1.300 kílómetra suður af Hawaii.

Earhart sagðist ekki finna eyjuna og sagði hún að eldsneyti hennar væri orðið af skornum skammti. Það var það síðasta sem heyrðist frá flugkonunni miklu.

Franklin Roosevelt, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði nokkrar leitir af Earhart en engin af þeim bar árangur og var því talið að hún hefði brotlent í sjónum og var talin af.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga