flugfréttir
MH370: Vilja ákveða lokadag leitarinnar og úrskurða flugvélina „týnda“
- Ættingjar í uppnámi eftir tilkynningu frá rekstarstjóra Malaysia Airlines

Ættingjar og aðstandendur þeirra sem voru um borð í flugi MH370 eru í lausu lofti eftir þessa tilkynningu
Óvissa hefur gripið um sig varðandi framhald leitarinnar að flugi MH370 meðal aðstandenda og ættingja eftir að Malaysian Airlines lýsti því yfir að malasíska farþegaþotan yrði mögulega úrskurðuð endanlega „týnd“.
Voice 370, hópur ættingja og aðstandenda þeirra sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, segja að Hugh Dunleavy, rekstrarstjóri Malaysia Airlines, hafi lýst því yfir að félagið sé í viðræðum við malasísk og áströlsk yfirvöld um að ákveða lokadagsetningu leitarinnar og verði vélin eftir það úrskurðuð „týnd“.
Margir aðstandendur þeirra sem voru um borð í flugi MH370 eru æfir yfir þessum fregnum og segja þetta
bæði "skelfileg og ruglingsleg" ummæli.

Hugh Dunleavy, rekstrarstjóri Malaysia
Airlines
Samhæfingarmiðstöðin í Ástralíu, þaðan sem leitinni er stjórnað, hefur gefið út yfirlýsingu varðandi áhyggjur
hópsins Voice 370 í kjölfar ummæla Malaysia Airlines þar sem kemur fram að hugsanleg ákvörðun flugfélagsins
að stimpla vélina sem týnda sé mjög truflandi fyrir ættingja og aðstandendur.
"Þetta er aðeins persónuleg skoðun Dunleavy sem endurspeglar að flugfélagið er ekki með á nótunum
yfir leitaraðgerðirnar sjálfar. - Ástralía heldur áfram að stjórna leitinni að flugi MH370 fyrir hönd Malaysíu og erum við staðráðin í að halda áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur í leitinni að flugvélinni", segir í tilkynningu.
„Verið að afskrifa leitina með þessu“
Ættingja eru samt ráðvilltir eftir tilkynninguna frá Malaysia Airlines og hafa vaknað upp spurningar
hvort að leitin sé þá á enda eða hvort verið sé að ákveða að úrskurða vélina týnda svo hægt sé að hefja tryggingamál.
Sérfræðingur einn, sem fylgst hefur með leitinni að MH370, segir að að með slíkri yfirlýsingu sé verið að afskrifa leitina.
"Það sem verið er að tala um er að leitin er ekki að skila neinum árangri, og hefur ekki gert hingað til, og er ólíklegt
að hún muni bera neinn árangur".
Voice 370 hópurinn segir að þessi yfirlýsing brjóti niður allar vonir meðal aðstandenda og auki þær þjáningar
sem þeir hafa þurft að ganga í gegnum en sl. laugardag voru 8 mánuðir síðan að malasíska farþegaþotan hvarf og er talið að hún hafi endað för sína lengst suður í Indlandshafi.


12. janúar 2019
|
Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

20. desember 2018
|
Fyrirtækið Air Transport Services Group (ATSG) hefur gert samning um kaup á 20 notuðum breiðþotum af gerðinni Boeing 767-300ER frá American Airlines.

29. janúar 2019
|
Japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) ætlar sér að leggja inn pöntun bæði til Boeing og Airbus í alls 48 farþegaþotur.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

19. febrúar 2019
|
Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

19. febrúar 2019
|
Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.