flugfréttir

Flugvélaljósmyndarinn sem hafði aldrei á ævinni flogið í flugvél

- Hefur tekið 20.000 ljósmyndir af flugvélum en flaug á dögunum í fyrsta sinn

21. nóvember 2014

|

Frétt skrifuð kl. 07:04

Andres Bolkenbaas veifar út um gluggann á "Audrey Herburn"

Næstum alla daga hangir hann við einhverja flugbrautina á Schiphol-flugvellinum vopnaður Canon-myndvél en sl. 8 ár hefur hann tekið næstum 20.000 ljósmyndir af flugvélum - en hann hefur aldrei stigið fæti um borð í flugvél á ævinni þrátt fyrir að unnusta hans er flugfreyja hjá KLM - en það breyttist á dögunum.

"Ég er einn af þessum sem getur borið kennsl á Embraer-vél í 10 kílómetra fjarlægð, ég hef tekið mynd af hverri einustu skrúfu og hnoði á flestum flugvélum en þegar ég er spurður hvernig flugvél lítur út að innan þá klóra ég mér í hausnum - ég hef nefnilega aldrei flogið", segir Andres Bolkenbaas.

Andres Bolkenbaas með Canon-vélina í stjórnklefanum



"Kærastan mín, Machteld, er flugfreyja hjá KLM og henni fannst þetta ekki ganga lengur svo hún bauð mér að fljúga til Montréal - Þið getið ímyndað ykkur hversu spenntur ég var - Eftir að hafa gert "ekki gleyma að taka með" gátlista þá var ég tilbúinn að fara", segir Andres.

Andres var frekar taugaóstyrkur og ákvað að leggja af stað snemma til að sækja unnustu sína en um leið og hún kom upp í bílinn var hann rólegri - "Hún er mjög reyndur áhafnarmeðlimur hjá KLM og kann að láta fólki líða vel".

Flugkosturinn var ekki af verri endanum - McDonnell Douglas MD-11

Þetta var fyrsta flugferð Andres en ein af síðustu flugferðunum hjá flugvélinni sem hann fór með sem var "Audrey Hepburn", McDonnell Douglas MD-11 vél félagsins sem var að fljúga síðustu ferðirnar sínar en síðustu MD-11 vélarnar voru teknar úr umferð fyrir nokkrum vikum síðan hjá KLM.

"Ég var á Business Class og flestir farþegarnir sofandi með gluggana lokaða - mig langaði að vekja þá og segja "Horfið út - Þið fáið ekki betra útsýni en þetta", segir Andres.

Vel þekktur meðal flugvélaljósmyndara um allan heim

Andres er velþekktur meðal flugvélaljósmyndara og það vantaði ekki móttökurnar þegar vélin lenti í Montréal því nokkrir flugáhugaljósmyndarar héldu á stórum borða sem á stóð "Velkomin á YUL Andres!".

"Fyrir nokkrum árum síðan stofnaði ég grúppuna "Dutch Airline Photographers Group (DAPG)" á Facebook og vorum við nokkrir ljósmyndarar sem byrjuðum með síðuna en allir okkar hafa gaman að taka góðar ljósmyndir af flugvélum - Í dag eru 6.000 ljósmyndarar sem eru meðlimir á síðunni frá mörgum löndum".

Andres fékk ekki slæmar móttökur frá öðrum flugvélaljósmyndurum er hann kom til Montréal

Machteld, unnusta Andres, hafði skipulagt í leyni dagskrá fyrir Andres og eftir að hann hitti nokkra flugljósmyndara þá var farið strax á bestu staðina til að taka myndir við flugvöllinn í Montréal. "Þú hélst að við værum að fara upp á hótel en svo er ekki - Við erum að fara að taka myndir með þeim og það núna strax", sagði Machteld.

Áður en Andres vissi hvaðan á hann stóð veðrið var hann komin upp í bíl og beint á besta ljósmyndastaðinn við flugbrautina þar sem enn fleira fólk beið hans með mat, drykki og stiga til að ná að taka myndir yfir grindverkið.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga