flugfréttir

Fjármagnssöfnun á Kickstarter fyrir hybrid rafmagns-þríþekju

- FaradAir þróar nýja flugvél sem mun ganga fyrir rafmagni og lífrænu eldsneyti

28. nóvember 2014

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

BEHA flugvélin mun ganga fyrir lífrænu eldsneyti og rafmagni

Söfnun er hafin á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.com fyrir þróun á umhverfisvænni rafmagnsflugvél sem mun koma til með að ganga að hluta til fyrir lífrænu eldsneyti.

Vélin verður með þrefaldan væng en þríþekjur voru algeng sjón í fyrri heimstyrjöldinni en nýtt sprotafyrirtæki ætlar sér að koma með þríþekjuna aftur á markaðinn.

Fyrirtækið FaradAir safnar nú fjármagni á síðu sinni á Kickstarter.com til að hægt verði að smíða vélina sem kallast BEHA sem stendur fyrir "Bio Electric Hybrid Aircraft" sem verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en vélin mun þó ekki koma á markaðinn fyrr en árið 2020.

Vélin mun hafa dísel-mótor sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti sem mun sjá um að gefa vélinni viðbótarkný fyrir lengri flugferðir og til að hlaða rafhlöður vélarinnar en að öðru leyti mun vélin fljúga fyrir raforku.

BEHA verður það hljóðlát að varla mun heyrast í henni og mun hún því uppfylla allar kröfur er varðar næturtakmarkanir á flugvöllum vegna hávaðamengunnar og gott betur en það og einnig mun hún slá flestur vélum við er kemur að kolefnaútblæstri.

BEHA mun koma á markaðinn árið 2020

Flestar rafmagnsflugvélar hafa þá ókosti að vængir þeirra eru það langir að þær geta ekki athafnað sig á venjulegum flugvöllum en þar sem BEHA er þríþekja þá getur hún lent og farið í loftið frá hvaða flugvelli sem er og sólarsellur eru ofan á hverjum vængi fyrir sig sem hlaða rafhlöður vélarinnar.

Fyrsta stig söfnunarinnar er að fjármagna þá þróun sem framundan er en hópur færustu flugvélahönnuða Bretlands munu leggja hönd á plóg við að fínstilla öll atriði svo loftaflsfræðilegir eiginleikar vélarinnar verða eins best verður ákosið og þá er stefnt að því að reisa húsnæði svo hægt verði að setja prótótýpuna saman árið 2016.

Eitt eintak af BEHA vélinni mun kosta um eina milljón bandaríkjadala eða sem samsvarar 123 milljónum króna.

Söfnunin er nýfarin í gang og hafa 12 einstaklingar safnað 126.000 krónum en takmarkið er að safna 2,4 milljónum fyrir fyrsta áfangann.

  fréttir af handahófi

Avianca hættir við pöntun í 17 þotur frá Airbus

16. mars 2019

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur hætt við pöntun í 17 þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni sem var hluti af pöntun í 100 þotur sem flugfélagið lagði inn til Airbus árið 2015.

Stendur ekki til að hætta að framleiða Airbus A319

21. janúar 2019

|

Airbus A319 þotan verður framleidd áfram af Airbus þrátt fyrir að eftirspurn eftir henni hefur ekki verið mikil en aðeins hafa fjögur flugfélög pantað 55 eintök af nýju A319 þotunni samanborið við 4.

Slóu 34 ára gamalt hraðamet yfir Atlantshafið á Socata TBM 930

12. mars 2019

|

Tveir flugmenn settu sl. helgi nýtt heimsmet er kemur að flughraða er þeir flugu yfir Atlantshafið frá New York til Parísar á einshreyfils flugvél af gerðinni Socata TBM 930.

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00