flugfréttir

Fjármagnssöfnun á Kickstarter fyrir hybrid rafmagns-þríþekju

- FaradAir þróar nýja flugvél sem mun ganga fyrir rafmagni og lífrænu eldsneyti

28. nóvember 2014

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

BEHA flugvélin mun ganga fyrir lífrænu eldsneyti og rafmagni

Söfnun er hafin á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.com fyrir þróun á umhverfisvænni rafmagnsflugvél sem mun koma til með að ganga að hluta til fyrir lífrænu eldsneyti.

Vélin verður með þrefaldan væng en þríþekjur voru algeng sjón í fyrri heimstyrjöldinni en nýtt sprotafyrirtæki ætlar sér að koma með þríþekjuna aftur á markaðinn.

Fyrirtækið FaradAir safnar nú fjármagni á síðu sinni á Kickstarter.com til að hægt verði að smíða vélina sem kallast BEHA sem stendur fyrir "Bio Electric Hybrid Aircraft" sem verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en vélin mun þó ekki koma á markaðinn fyrr en árið 2020.

Vélin mun hafa dísel-mótor sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti sem mun sjá um að gefa vélinni viðbótarkný fyrir lengri flugferðir og til að hlaða rafhlöður vélarinnar en að öðru leyti mun vélin fljúga fyrir raforku.

BEHA verður það hljóðlát að varla mun heyrast í henni og mun hún því uppfylla allar kröfur er varðar næturtakmarkanir á flugvöllum vegna hávaðamengunnar og gott betur en það og einnig mun hún slá flestur vélum við er kemur að kolefnaútblæstri.

BEHA mun koma á markaðinn árið 2020

Flestar rafmagnsflugvélar hafa þá ókosti að vængir þeirra eru það langir að þær geta ekki athafnað sig á venjulegum flugvöllum en þar sem BEHA er þríþekja þá getur hún lent og farið í loftið frá hvaða flugvelli sem er og sólarsellur eru ofan á hverjum vængi fyrir sig sem hlaða rafhlöður vélarinnar.

Fyrsta stig söfnunarinnar er að fjármagna þá þróun sem framundan er en hópur færustu flugvélahönnuða Bretlands munu leggja hönd á plóg við að fínstilla öll atriði svo loftaflsfræðilegir eiginleikar vélarinnar verða eins best verður ákosið og þá er stefnt að því að reisa húsnæði svo hægt verði að setja prótótýpuna saman árið 2016.

Eitt eintak af BEHA vélinni mun kosta um eina milljón bandaríkjadala eða sem samsvarar 123 milljónum króna.

Söfnunin er nýfarin í gang og hafa 12 einstaklingar safnað 126.000 krónum en takmarkið er að safna 2,4 milljónum fyrir fyrsta áfangann.

  fréttir af handahófi

4.3 milljarðar ferðuðust með flugi árið 2018

2. janúar 2019

|

Um 4.3 milljarður flugfarþegar ferðuðust um háloftin með áætlunarflugi í heiminum árið 2018 samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaflugmálastofnunninni (ICAO) sem er auknin upp á 6.1 prósent samanborið við

Heathrow og Gatwick ætla að fjárfesta í drónavörnum

4. janúar 2019

|

Bæði Heathrow-flugvöllur og Gatwick-flugvöllur hafa ákveðið að fjárfesta í drónavörnum og innleiða búnað sem ætlað er að koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig líkt og gerðist rétt fyrir jól er drón

Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi komin út

19. nóvember 2018

|

Isavia hefur gefið út bókina Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi en bókin er gefin út í rafbókarformi í opnum aðgangi á vef Landsbókasafnsins og Isavia og einnig í bókarformi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

Flybe mun heyra sögunni til

12. janúar 2019

|

Tilkynnt var í gær að breska lágfargjaldafélagið Flybe mun heyra sögunni til undir núverandi merki þar sem að Virgin Atlantic og Stobart Aviation hafa stofnað saman flugfélagið Connect Airways sem mu

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

11. janúar 2019

|

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við ré

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00