flugfréttir

Fjármagnssöfnun á Kickstarter fyrir hybrid rafmagns-þríþekju

- FaradAir þróar nýja flugvél sem mun ganga fyrir rafmagni og lífrænu eldsneyti

28. nóvember 2014

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

BEHA flugvélin mun ganga fyrir lífrænu eldsneyti og rafmagni

Söfnun er hafin á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.com fyrir þróun á umhverfisvænni rafmagnsflugvél sem mun koma til með að ganga að hluta til fyrir lífrænu eldsneyti.

Vélin verður með þrefaldan væng en þríþekjur voru algeng sjón í fyrri heimstyrjöldinni en nýtt sprotafyrirtæki ætlar sér að koma með þríþekjuna aftur á markaðinn.

Fyrirtækið FaradAir safnar nú fjármagni á síðu sinni á Kickstarter.com til að hægt verði að smíða vélina sem kallast BEHA sem stendur fyrir "Bio Electric Hybrid Aircraft" sem verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en vélin mun þó ekki koma á markaðinn fyrr en árið 2020.

Vélin mun hafa dísel-mótor sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti sem mun sjá um að gefa vélinni viðbótarkný fyrir lengri flugferðir og til að hlaða rafhlöður vélarinnar en að öðru leyti mun vélin fljúga fyrir raforku.

BEHA verður það hljóðlát að varla mun heyrast í henni og mun hún því uppfylla allar kröfur er varðar næturtakmarkanir á flugvöllum vegna hávaðamengunnar og gott betur en það og einnig mun hún slá flestur vélum við er kemur að kolefnaútblæstri.

BEHA mun koma á markaðinn árið 2020

Flestar rafmagnsflugvélar hafa þá ókosti að vængir þeirra eru það langir að þær geta ekki athafnað sig á venjulegum flugvöllum en þar sem BEHA er þríþekja þá getur hún lent og farið í loftið frá hvaða flugvelli sem er og sólarsellur eru ofan á hverjum vængi fyrir sig sem hlaða rafhlöður vélarinnar.

Fyrsta stig söfnunarinnar er að fjármagna þá þróun sem framundan er en hópur færustu flugvélahönnuða Bretlands munu leggja hönd á plóg við að fínstilla öll atriði svo loftaflsfræðilegir eiginleikar vélarinnar verða eins best verður ákosið og þá er stefnt að því að reisa húsnæði svo hægt verði að setja prótótýpuna saman árið 2016.

Eitt eintak af BEHA vélinni mun kosta um eina milljón bandaríkjadala eða sem samsvarar 123 milljónum króna.

Söfnunin er nýfarin í gang og hafa 12 einstaklingar safnað 126.000 krónum en takmarkið er að safna 2,4 milljónum fyrir fyrsta áfangann.

  fréttir af handahófi

Aeroflot pantar 35 Irkut MC-21 þotur til viðbótar

22. apríl 2019

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut hefur fengið pöntun frá Aeroflot í 35 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni MC-21.

British Airways pantar yfir fjörtíu Boeing 777-9 þotur

27. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að panta allt að 42 breiðþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 777X sem er arftaki Boeing 777 sem kom á markaðinn árið 1995.

EasyJet hefur ekki lengur áhuga á Alitalia

18. mars 2019

|

EasyJet hefur sagt að flugfélagið breska sé ekki lengur með áhuga fyrir yfirtöku á ítalska flugfélaginu Alitalia og hefur félagið dregið tilboð sitt til baka.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00