flugfréttir

Fjármagnssöfnun á Kickstarter fyrir hybrid rafmagns-þríþekju

- FaradAir þróar nýja flugvél sem mun ganga fyrir rafmagni og lífrænu eldsneyti

28. nóvember 2014

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

BEHA flugvélin mun ganga fyrir lífrænu eldsneyti og rafmagni

Söfnun er hafin á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.com fyrir þróun á umhverfisvænni rafmagnsflugvél sem mun koma til með að ganga að hluta til fyrir lífrænu eldsneyti.

Vélin verður með þrefaldan væng en þríþekjur voru algeng sjón í fyrri heimstyrjöldinni en nýtt sprotafyrirtæki ætlar sér að koma með þríþekjuna aftur á markaðinn.

Fyrirtækið FaradAir safnar nú fjármagni á síðu sinni á Kickstarter.com til að hægt verði að smíða vélina sem kallast BEHA sem stendur fyrir "Bio Electric Hybrid Aircraft" sem verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en vélin mun þó ekki koma á markaðinn fyrr en árið 2020.

Vélin mun hafa dísel-mótor sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti sem mun sjá um að gefa vélinni viðbótarkný fyrir lengri flugferðir og til að hlaða rafhlöður vélarinnar en að öðru leyti mun vélin fljúga fyrir raforku.

BEHA verður það hljóðlát að varla mun heyrast í henni og mun hún því uppfylla allar kröfur er varðar næturtakmarkanir á flugvöllum vegna hávaðamengunnar og gott betur en það og einnig mun hún slá flestur vélum við er kemur að kolefnaútblæstri.

BEHA mun koma á markaðinn árið 2020

Flestar rafmagnsflugvélar hafa þá ókosti að vængir þeirra eru það langir að þær geta ekki athafnað sig á venjulegum flugvöllum en þar sem BEHA er þríþekja þá getur hún lent og farið í loftið frá hvaða flugvelli sem er og sólarsellur eru ofan á hverjum vængi fyrir sig sem hlaða rafhlöður vélarinnar.

Fyrsta stig söfnunarinnar er að fjármagna þá þróun sem framundan er en hópur færustu flugvélahönnuða Bretlands munu leggja hönd á plóg við að fínstilla öll atriði svo loftaflsfræðilegir eiginleikar vélarinnar verða eins best verður ákosið og þá er stefnt að því að reisa húsnæði svo hægt verði að setja prótótýpuna saman árið 2016.

Eitt eintak af BEHA vélinni mun kosta um eina milljón bandaríkjadala eða sem samsvarar 123 milljónum króna.

Söfnunin er nýfarin í gang og hafa 12 einstaklingar safnað 126.000 krónum en takmarkið er að safna 2,4 milljónum fyrir fyrsta áfangann.

  fréttir af handahófi

Air Canada kaupir Air Transat

27. júní 2019

|

Tilkynnt hefur verið að Air Canada muni festa kaup á kanadíska flugfélaginu Air Transat en félögin hafa átt í viðræður um kaupin frá því í maí.

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

  Nýjustu flugfréttirnar

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta