flugfréttir

Fjármagnssöfnun á Kickstarter fyrir hybrid rafmagns-þríþekju

- FaradAir þróar nýja flugvél sem mun ganga fyrir rafmagni og lífrænu eldsneyti

28. nóvember 2014

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

BEHA flugvélin mun ganga fyrir lífrænu eldsneyti og rafmagni

Söfnun er hafin á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.com fyrir þróun á umhverfisvænni rafmagnsflugvél sem mun koma til með að ganga að hluta til fyrir lífrænu eldsneyti.

Vélin verður með þrefaldan væng en þríþekjur voru algeng sjón í fyrri heimstyrjöldinni en nýtt sprotafyrirtæki ætlar sér að koma með þríþekjuna aftur á markaðinn.

Fyrirtækið FaradAir safnar nú fjármagni á síðu sinni á Kickstarter.com til að hægt verði að smíða vélina sem kallast BEHA sem stendur fyrir "Bio Electric Hybrid Aircraft" sem verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en vélin mun þó ekki koma á markaðinn fyrr en árið 2020.

Vélin mun hafa dísel-mótor sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti sem mun sjá um að gefa vélinni viðbótarkný fyrir lengri flugferðir og til að hlaða rafhlöður vélarinnar en að öðru leyti mun vélin fljúga fyrir raforku.

BEHA verður það hljóðlát að varla mun heyrast í henni og mun hún því uppfylla allar kröfur er varðar næturtakmarkanir á flugvöllum vegna hávaðamengunnar og gott betur en það og einnig mun hún slá flestur vélum við er kemur að kolefnaútblæstri.

BEHA mun koma á markaðinn árið 2020

Flestar rafmagnsflugvélar hafa þá ókosti að vængir þeirra eru það langir að þær geta ekki athafnað sig á venjulegum flugvöllum en þar sem BEHA er þríþekja þá getur hún lent og farið í loftið frá hvaða flugvelli sem er og sólarsellur eru ofan á hverjum vængi fyrir sig sem hlaða rafhlöður vélarinnar.

Fyrsta stig söfnunarinnar er að fjármagna þá þróun sem framundan er en hópur færustu flugvélahönnuða Bretlands munu leggja hönd á plóg við að fínstilla öll atriði svo loftaflsfræðilegir eiginleikar vélarinnar verða eins best verður ákosið og þá er stefnt að því að reisa húsnæði svo hægt verði að setja prótótýpuna saman árið 2016.

Eitt eintak af BEHA vélinni mun kosta um eina milljón bandaríkjadala eða sem samsvarar 123 milljónum króna.

Söfnunin er nýfarin í gang og hafa 12 einstaklingar safnað 126.000 krónum en takmarkið er að safna 2,4 milljónum fyrir fyrsta áfangann.

  fréttir af handahófi

LOT Polish Airlines kaupir þýska flugfélagið Condor

27. janúar 2020

|

Pólska flugfélagið LOT Polish Airlines hefur keypt þýska flugfélagið Condor og mun félagið taka yfir allan rekstur þess en kaupsamningur var undirritaður á blaðamannafundi fyrir helgi.

A350 þota British Airways skemmdist í málningu hjá Airbus

23. nóvember 2019

|

Nýjasta Airbus A350-1000 þota British Airways varð fyrir skemmdum í málningarvinnu hjá Airbus í Toulouse en vélin skemmdist þegar verið var að leggja lokahönd á að mála vélina í litum félagsins rétt

Nýtt ILS aðflugskerfi á Akureyri fyrir braut 19 tekið í notkun

31. janúar 2020

|

Nýtt ILS blindaðflugskerfi hefur verið tekið í notkun á flugvellinum á Akureyri en kerfið þjónar braut 19 þegar lent er á Akureyri til suðurs.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00