flugfréttir

Lufthansa ætlar að vaxa hratt á Íslandi á næstu árum

- Fjögur flug í viku í sumar frá Keflavík til Frankfurt og München

29. janúar 2015

|

Frétt skrifuð kl. 07:27

Martin Riecken, talsmaður Lufthansa í Evrópu og Christian Schindler, svæðisstjóri Lufthansa í Evrópu voru staddir á Íslandi í gær til að kynna áætlanir Lufthansa

Lufthansa kynnti formlega í gær á blaðamannafundi aukna þjónustu sína í farþegaflugi til Íslands en flugfélagið þýska ætlar sér að fljúga til Íslands í sumar frá tveimur áfangastöðum í Þýskalandi, Frankfurt og München, sem mun gefa Íslendingum tækifæri á því að halda áfram til fjarlægra áfangastaða Lufthansa um allan heim.

Lufthansa mun því bjóða upp á 4 flugferðir til og frá landinu í viku í sumar en til og frá Frankfurt verður flogið þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum en Frankfurt-flugið hefst þann 2. maí og mun standa fram til 26. september 2015.

Frankfurt-flugið

Frá Frankfurt er flogið til Íslands sem flug LH856 og er farið í loftið kl. 10:25 og lent í Keflavík klukkan 12:15 á hádegi og brottför frá Keflavík er kl. 13:50 sem flug LH857 og lent í Frankfurt kl. 19:30 og er flugtíminn um 3 klukkustundir og 40 til 50 mínútur

München-flugið

Frá München verður farið í loftið kl. 21:45 að staðartíma á laugardagskvöldum sem flug LH2468 og lent í Keflavík kl. 23:55 og til baka til Þýskalands er brottför frá Keflavík kl. 1:10 sem flug LH2469 og lent klukkan 6:55 á sunnudagsmorgni.

Lufthansa mun fljúga til Íslands bæði frá Frankfurt og München

Til Frankfurt er flogið með Airbus A319 og A320 vélum og til Munchen með Airbus A321 sem taka um 140 til 200 farþega og koma vélarnar með leðursætum og er full þjónusta um borð og heit máltíð og eru flugin bókanleg frá 31.000 krónum.

Frankfurt (FRA) og München (MUC) eru stærstu tengiflugvellir Lufthansa en með því opnast fjölmargir tengimöguleikar fyrir Íslendinga til að komast áfram beint til fjölda spennandi áfangastaða í hinu gríðarlega stóra leiðarkerfi Lufthansa en bara frá Frankfurt-flugvelli flýgur félagið til 190 borga í 75 löndum.



Spennandi áfangastaðir í boði í stóru leiðarkerfi Lufthansa

Tímaáætlunin á Frankfurt- og Munchen-fluginu til og frá Keflavík er sniðin að því að hægt er að ná áframhaldandi tengiflugi til helstu áfangastaða í Evrópu, Miðausturlanda og til Asíu og er farangur innritaður alla leið gegnum Star Alliance flugbandalagið.

Farþegaþotur Lufthansa í Frankfurt

Vinsælustu áfangastaðir Lufthansa til Evrópu eru t.a.m. Vín, Zurich, Róm og Mílanó og verða fargjöldin mjög hagstæð á sanngjörnu verði.

Til að mynda mun Íslendingum standa til boða að fljúga áfram til Peking fram og til baka frá 90.265 krónum með heildarferðatíma frá Íslandi til Kína upp á 20 klukkustundir og til Singapore fyrir 114.505 krónur fram og til baka.

Fjarlægir áfangastaðir Lufthansa frá Frankfurt og Munchen eru t.a.m. Tókýó, Chengdu, Hong Kong, Bangkok, Jakarta, Delhi, Rio de Janeiro, Buenos Aires, Sao Paulo, Bogota, Jóhannesarborg og fleiri.

Um borð á Business Class í vélum Lufthansa

Lufthansa Group er stærsta alþjóðaflugfélagasamsteypa Evrópu sem á m.a. og rekur Lufthansa, sem er stærsta flugfélag álfunnar en félagið flaug 106 milljónum farþegum árið 2014 í einni milljón flugferðum en félagið hefur m.a. varið 450 milljörðum króna í að endurnýja farþegarými í vélunum og þá hafa 4.800 milljarðar farið í kaup á nýjum farþegaþotum.

Martin Riecken og Christian Schindler hjá Lufthansa segja að flugfélagið þýska sjái mikil tækifæri í flugi til Íslands og sjá fram á hraðann vöxt







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga