flugfréttir

Flugstjóri hjá US Airways hefur hugmyndir um Airbus A322

- Vill sjá Airbus smíða alvöru arftaka af Boeing 757 vélinni

31. janúar 2015

|

Frétt skrifuð kl. 07:49

Bob Colvin segir að vel væri hægt að smíða nýja farþegaþotu sem myndi fylla upp í skarðið á Boeing 757 sem gæti léttilega flogið frá helstu borgum Bandaríkjanna til Evrópu

Umræður hafa verið í gangi í fluginu varðandi þörf fyrir nýja meðalstóra farþegaþota sem myndi brúa það bil sem Boeing skildi eftir er framleiðslu á Boeing 757 var hætt árið 2004.

Ýmsir sérfræðingar eru sammála um að enn sé gat í framleiðslu á farþegaþotum frá Boeing 737-900 vélinni upp í minni breiðþotur á borð við Dreamliner en Boeing hefur ekki tilkynnt um hvort að ný Boeing 757 muni fara á teikniborðið og segir flugvélaframleiðandinn bandaríski að verið sé að einblína á Boeing 737 MAX vélarnar.

Airbus kynnti formlega á dögunum nýja langdræga útgáfu af A321 vélinni sem á að fara með tærnar aðeins lengra en Boeing 757 hefur hælana en sú vél heitir Airbus A321neoLR.

Flugstjóri einn í Bandaríkjunum, sem flýgur fyrir US Airways, telur að mikil þörf sé á minni farþegaþotu sem getur auðveldlega flogið yfir Atlantshafið án þess að vera á síðasta dropanum er hún fer yfir hafið.

Boeing 757 rétt svo drífa yfir Atlantshafið

"Ég hef oft flogið frá Brussel til Philadelphia á Boeing 757 með fulla vél af eldsneyti, farþegum og frakt en vélin varla drífur yfir hafið. Þrátt fyrir að flugþol vélarinnar sé um 4.100 mílur með vænglingum þá er raunverulegt flugdrægi um 20 prósent minna því taka þarf með inn í reikninginn sterka háloftavinda þegar flogið er vestur á bóginn", segir Bob Colvin, flugstjóri.

Alltumflug.is greindi frá því í janúar árið 2012 að vélar frá United sem flugu yfir Atlantshafið voru farnar að nauðlenda óvenjumikið vegna sterkra mótvinda á fluginu vestur á bóginn milli Evrópu og Norður-Ameríku. Í desember 2011 en þá þurftu um 43 af þeim 1.100 flugferðum félagsins með Boeing 757 yfir Atlantshafið að lenda óvænt til að taka eldsneyti þar sem áætlað eldsneytismagn dugði ekki til á lengstu leiðunum vegna sterkra mótvinda.

Að sögn talsmanns United átti Boeing 757-200 í hlut í öllum nauðlendingunum og voru algengustu flugleiðirnar sem lentu í vandræðum leiðin milli Newark í Bandaríkjunum (EWR) og Stuttgart í Þýskalandi (STR) en sú flugleið er um 7.306 kílómetrar en samkvæmt vefsíðu Boeing er 757-200 listuð með flugdrægni upp á 7.161 kílómetra en á móti segir hún að allar 757-vélar United hafi vængjaenda sem dregur eitthvað úr eldsneytiseyðslu vélarinnar.

Ný meðalstór farþegaþota væri hentugasta lausnin

Colvin segir að hentugasta lausnin væri ef Airbus myndi smíða nýja þotu í A320 fjölskylduna með alvöru flugþol sem væri sambærileg vél og Boeing 757 og gæti flogið að minnsta kosti 5.000 mílna vegalengd.

"Slík vél myndi opna marga möguleika þar sem hægt væri að fljúga "léttari" flugleiðir til helstu áfangastaða í Evrópu frá flugvöllunum í Atlanta, Boston, Chicago, Charlotte, Washington, New York og Philadelpia.", segir Colvin sem kýs að kalla þessa hugmyndaflugvél "Airbus A322".

Colvin bendir á að í dag einkennist áætlunarflug milli minni borga beggja vegna Atlantshafsins af vélum á borð við Boeing 757 sem takmarkast við áfangastaði vestast í Evrópu og austast á austurströnd Bandaríkjanna þar sem þær hafa ekki flugþol til að fljúga lengra inn í heimsálfurnar.

Colvin segir að það sem gerir Boeing 757 sérstaka er það hversu mikla þyngd hún getur lyft vegna þess hversu stórir vængir hennar eru og nefndir hann að vængir á Airbus A321 séu of litlir til að ná þeim eiginleikum sem Boeing 757 hefur í langflugi og því hefur Airbus ekkert olnbogarými lengur til að auka flugþol A321 vélarinnar nema að mjög takmörkuðu leyti.

Mögulegt að smíða A322 með nýjustu tækninni í dag

Það sem Colvin gerði fyrir nokkrum árum var að spá og spekúlera möguleika á hagkvæmri meðalstórri vél en hann hefur borið saman hámarksflugtaksþunga Boeing 757 vélarinnar og Airbus A321 og segir að hægt sé að sameina kosti Boeing 757 vélarinnar og A321 í enn öflugri vél sem brúar bilið.

Colvin bendir á að með öflugri hreyflum sé hægt að koma fyrir viðbótar eldsneytistönkum, fleiri sætum, sem býður upp á lengri skrokk sem kallar á stærri vængi sem kallar á meiri hámarksflugtaksþunga sem beinir spjótunum aftur að hreyflunum.

"PurePower PW1140G hreyfillinn frá Pratt & Whitney væri lausnin fyrir Airbus "A322" vélina sem myndi gefa henni afl upp á 80.000 lbs en með því væri hægt að stækka miðjuvængjarboxið sem býður upp á stærri eldsneytistank og pláss fyrir fleiri sæti um borð í miðjunni og pláss fyrir 10 LD3-46 fraktgáma í stað átta".

"Þá væri einnig hægt væri að hafa aukaeldsneytistank í stélinu sem myndi gera vélina stöðugri á flugi og með því væri hægt að fljúga slíkri vél frá Seattle, Salt Lake City, Memphis og Dallas til allra áfangastaða í Evrópu", segir Colvin sem bendir á að hægt væri að lengja vélina sem gæti þá heitið Airbus A322-300 sem væri sambærileg og Boeing 757-300.

Colvin er sannfærður um að Airbus "A322" hugmyndin hans sé það sem myndi svínvirka fyrir fjölda flugfélaga bæði í Evrópu og einnig í Asíu og fylla vel í það skarð sem hefur myndast á milli minni farþegaþotum og breiðþotum.

"Þetta er sú langdræga Boeing 757 vél sem mörg flugfélög hafa verið að bíða eftir - Spurningin er "Hver mynd smíða hana - Airbus eða Boeing?", segir Colvin.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga