flugfréttir

Air Asia: Flugstjórinn slökkti á aflrofanum fyrir FAC rétt fyrir slysið

- Flight augmentation computer hafði verið bilað í heila viku

31. janúar 2015

|

Frétt skrifuð kl. 13:22

FAC er hluti af FLT CTL í overhead panel aðrir flugstjórar, sem hafa flogið Airbus A320, segja mjög undarlegt að slökkva á aflrofanum til að endurstilla kerfið

Iriyanto, flugstjóri Air Asia vélarinnar, flug QZ8501, var ekki í sæti sínu er vélin hrapaði í sjóinn yfir Jövuhafi í Indónesíu á leið sinni frá Surabaya til Singapore þann 28. desember sl. en sagt er að hann hefði brugðið sér frá til að gera tilraun til að laga vandamál sem hafði hrjáð vélina í heila viku áður en hún fórst.

Þetta segja tveir aðilar sem eru kunnugir rannsókninni sem fram fer á flugslysinu en talið er að rannsóknin eigi eftir að beinast aðallega að viðhaldi vélarinnar, verklagsreglum og þjálfun flugmanna en stjórnvöld á Indónesíu segja að of snemmt sé að draga neinar ályktanir en fyrir 2 dögum síðan var því lýst yfir að mjög góð mynd væri komin á því hvað olli slysinu.

Fram kemur að eitt af tölvustjórnkerfi vélarinnar, "flight augmentation computer" (FAC), hafði verið bilað í rúma viku áður en vélin fórst en kerfið stjórnar hliðarstýri vélarinnar og er hluti af fly-by-wire kerfinu um borð í Airbus A320.

Aðili, sem kunnugur er málinu, segir að flugstjórinn hefði flogið sömu vélinni, með bilaða FAC, nokkrum dögum áður en vélin hrapaði þremur dögum fyrir áramót en þetta tiltekna mál er til rannsóknar af samgönguöryggisnefnd Indónesíu sem rannsakar slysið en tilkynnt hefur verið að viðhaldsvandamál varðandi FAC sé þungamiðja rannsóknarinnar

Iriyanto flugstjóri vélarinnar hafði yfir 20.000 flugtíma undir belti
og þar af 6.000 flugtíma á Airbus A320

"Airbus hvetur flugmenn til að grípa ekki til þess ráðs undir neinum kringumstæðum að taka strauminn af kerfinu þar sem slíkur búnaður tengist öðrum tölvukerfum og getur haft keðjuverkandi áhrif sem getur sett fluglag vélarinnar úr skorðum", segir John Cox, fyrrverandi flugmaður á Airbus A320.

Eftir að Iriyanto flugstjóra tókst ekki að endurstilla FAC ákvað hann að taka úr sambandi öryggið en á meðan var aðstoðarflugmaðurinn, Remy Plesel, við stjórnvölinn.

Aðili, sem þekkir til rannsóknarinnar, segir að slökkt hafi verið á aflrofanum með þeim afleiðingum að FAC hafi slegið út að þá hafi það ekki eitt og sér ollið slysinu en það gæti hafa hróflað við stöðugleika og fluglagi vélarinnar og geta sett af stað krefandi aðstæður sem aðstoðarflugmaðurinn hafi þá einn átt í útistöðum við.

Undarleg leið að taka strauminn af FAC

Ákvörðun flugmannsins að hafa tekið FAC úr sambandi kemur flugsérfræðingum í opna skjöldu þar sem hefðbundna leiðin til að endurstilla tölvuna er gert með einum takka í overhead panel.

"Það er hægt að endurstilla FAC en að taka strauminn af er mjög undarleg leið - Þú ferð ekki í öryggið eða slekkur á rofanum nema í algjörri neyð og ég vissi ekki einu sinni að það væri sér rofi fyrir FAC", segir einn flugstjóri sem flýgur Airbus A320.

FAC 1 í overhead panel flugstjóramegin um borð í Airbus A320

Aflrofarnir fyrir FAC á Airbus A320 er staðsettir í töflunni fyrir aftan aðstoðarflugmanninn og er ógjörningur að nálgast þá fyrir flugstjórann án þess að standa upp úr sætinu en skömmu eftir að flugstjórinn Iriyanto, rauf strauminn fyrir FAC, byrjaði aðstoðarflugmaðurinn að klifra vélinni óvenju bratt þar til hún ofreis.

Viðvörunarhljóðmerki sem sögðu "stall" má heyra í hljóðupptökunni úr svarta kassanum alveg þar til upptakan er á enda.

Svo virðist sem að flugstjórinn tók aftur við stjórn vélarinnar er hann settist í sætið en hann hafi samt sem áður aldrei náð að rétta vélina aftur við.

"Aðstoðarflugmaðurinn tók vélina upp en á þeim tíma sem flugstjórinn var komin til baka var það orðið of seint", segir aðili sem kunnugur er rannsókninni.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga