flugfréttir

MH370: Starfsmaður á olíuborpalli sem sá flugvél í ljósum logum segir að verið er að leita á vitlausum stað

- Stendur enn fast á sínu varðandi það sem hann sá

18. febrúar 2015

|

Frétt skrifuð kl. 23:09

Tölvugerð mynd af því hvernig vélin gæti hafa litið út á næturhimni í ljósum logum

Starfsmaðurinn á olíuborpallinum í Suður-Kínahafi, sem komst í fréttirnar sl. vor eftir að hann taldi sig hafa séð farþegaþotu í ljósum logum, nóttina sem malasíska farþegaþotan, flug MH370, segist vera sannfærður um að verið sé að leita að flugi MH370 á kolvitlausum stað í þúsundir kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem vélin fórst.

Aðeins voru 4 dagar liðnir frá því að vélin hvarf þar til hinn nýsjálenski Mike McKay kom í fréttum en hann starfaði á olíuborpallinum Songa Mercur, skammt undan ströndum Víetnam, en hann sagðist hafa séð þotu á himni í ljósum logum á sama tíma og vélin hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.

McKay kom fram í fyrsta sinn í dag í viðtali frá því hann sendi víetnömskum yfirvöldum tölvupóst varðandi það sem hann sá en sá tölvupóstur kostaði hann starfið og var hann rekinn fyrir að hafa sent póstinn úr tölvu fyrirtækisins.

Songa Mercur-olíuborpallurinn er staðsettur á Suður-Kínahafi um 300 kílómetrum suðaustur af strönd Víetnam

"Ég stend enn fastur á því sem ég sá", segir McKay. - "Ég hef hugsað og hugsað um þetta aftur og aftur og hef gert mér betur grein fyrir því að það sem ég sá passar nákvæmlega við tímasetninguna þegar vélin hvarf af ratsjá".

"Ef þetta var malasíska farþegaþotan sem ég sá, sem hefur verið týnd allan þennan tíma, þá er fer þessi leit fram, í Suður-Indlandshafi, á kolvitlausum stað", segir McKay sem segir að vélin hlýtur að hafa farist ofan í Suður-Kínahaf og segist hann ekki skilja hvernig hún ætti að geta hafið snúið við og flogið suður á bóginn í margar klukkustundir.

McKay fór á fætur á miðnætti á olíuborpallinum að víetnömskum tíma sem er einum tíma á undan Malasíu-tíma og fór út að venju til að fá sér sígarettu og kaffipolla áður en vaktin hófst.

"Þetta var fallegt kvöld, stillt og mjög gott skyggni en það hafði verið rigning áður. Skyndilega sé ég á himni bjarma frá eldi yfir sjóndeildarhringnum sem náð athygli minni".

Tölvupósturinn sem Mike McKay sendi yfirvöldum

McKay aðhafðist ekkert daginn eftir en þegar hann heyrði að malasískri farþegaþotu væri saknað, sem hafði horfið á ratsjá á leið sinni yfir hafið til Víetnam, reyndi hann í örvæntingu að hafa samband við yfirvöld í Malasíu og í Víetnam.

Eftir að tölvupósturinn var birtur í öllum helstum fjölmiðlum heims, var McKay rekinn en eftir það hefur hann eytt miklum tíma í að átta sig á því hvað það var sem hann sá og haft mikinn tíma til að púsla atburðinum saman í hausnum.

McKay segir að honum hafi þótt undarlegt að aðeins var send ein flugvél sem fór í leitarflug á þeim slóðum þar sem hann sá vélina en fljótt eftir það færðist leitin hinumegin við Malasíuskagann og því næst lengst suður í Suður-Indlandshaf.

Forðaðist athygli frá blaðamönnum og hefur látið lítið fyrir sér fara

McKay hefur ekki unnið síðan að honum var sagt upp en hríðfallandi verð á olíu hefur fækkað atvinnutækifærum í olíuiðnaðinum. Hann segist ekki hafa viljað hljóta óþarfa athygli í þeim fréttaflutningi sem hófst eftir að vélin hvarf og hefur hann forðast sviðsljósið þótt að pósthólfið hans hafi fyllst af skeytum.

Margir fréttamenn og greinahöfundar hafa spurt hann m.a. hversvegna hann hafi verið í felum og margir töldu m.a. að vitnisburður hans hafi verið þá gabb eftir allt saman.

Í stað þess að blanda sér í alþjóðaumfjöllunina varðandi flug MH370 ákvað McKay þess í stað að gefa skýrslu varðandi það sem hann sá á lögreglustöð í Auckland og félst lögreglan á að skrá hann sem mögulegt vitni.

Margir ættingjar og fjölskyldumeðlimir hafa safnast saman fyrir framan höfuðstöðvar Malaysia Airlines og krafist þess að fá svör varðandi hver staðan á leitinni sé og hvar ástvinir þeirra eru niðurkomnir.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga