flugfréttir

Flugmenn Norwegian skildu fjóra flugliða eftir á JFK eftir rifrildi vegna veðurs

- Voru að drífa sig í loftið áður en veðrið myndi versna

24. febrúar 2015

|

Frétt skrifuð kl. 13:34

Dreamliner-vél Norwegian á JFK-flugvellinum í New York

Fjórum flugliðum hefur verið sagt upp störfum hjá Norwegian eftir að Dreamliner-vél frá Norwegian skildi þá eftir á Kennedy-flugvellinum í New York er vélin fór í loftið til Stokkhólms á dögunum í kjölfar deilna við flugmenn vélarinnar fyrir brottför.

Atvikið orsakaðist vegna deilna milli flugliða og flugmannanna en slæmt veður var að skella á New York þann 26. janúar og vildu flugmennirnir leggja af stað sem fyrst áður en veðrið myndi versna.

Samkvæmt skýrslu sem einn flugliðinn skrifaði um atvikið upphófst heiftarlegt rifrildi milli flugstjórans og flugliða sem leyst ekki á blikuna að fara að fljúga þar sem mikil snjókoma var í kortunum og slæmt skyggni og bentu þeir m.a. á að önnur flugfélög hefðu þegar aflýst flugi.

Eftir miklar deilur við flugstjórann yfirgáfu fjórir flugliðar vélina og fór vélin í loftið frá Kennedy-flugvelli með aðeins 5 flugliða um borð. Flugferðin til Stokkhólms gekk vel en samkvæmt reglugerðum er ekki löglegt að fljúga með færri flugliða um borð á hvern farþega en til er ætlast.

Mynd sem tekin var á JFK sama kvöldið

„Ég á ekki heima hérna og ég ætla ekki að verða fastur hérna“

Það var í flugstöðinni sem að flugliðarnir urðu þess varir að flugmennirnir voru að flýta sér um borð og heyrði einn flugstjórann segja: „Ég á ekki heima hérna og ég ætla ekki að verða fastur hérna“ en deilurnar hófust er flugliðarnir urðu varir við að verið var að reka ræstingafólkið úr vélinni þegar það hafði ekki lokið við að þrífa vélina.

"Nokkrir flugliðar litu út og sáu að það var komin 10 sentimetra nýfallinn snjór á vængina og skyggnið var nánast ekkert", segir í skýrslunni sem var send til stjórn félagsins.

"Flugmennirnir voru dónalegir, með hrokka og mjög heitt í hamsi og voru að ásaka okkur um að hafa látið flugrekstrardeildina vita sem við gerðum ekki", segir ennfremur.

"Farþegar voru einnig hræddir og sögðust ekki vilja fljúga en við sögðum að það væri ekkert að vélinni og þeim væri alveg óhætt að fara með. - "Geturu sagt mér bara beint út hvort þetta snýst um snjóstorminn? - því ef svo er þá ætla ég ekki með", átti einn farþeginn að hafa sagt.

Þótt að þrjár vikur séu frá því að atvikið átti sér stað þá var ekki tilkynnt um það fyrr en í seinustu viku og eru norsk flugmálayfirvöld að rannsaka málið.

Tomas Hesthammer, flugrekstrarstjóri hjá Norwegian Air Shuttle, segir að það sé mjög sjaldgæft að flugliðar hlýði ekki fyrirmælum frá flugstjóra í ljósi þess að það er hann sem sér um stórar ákvarðanatökur.

Flugliði tjáir sig um málið í ummælum á Netinu

Í frétt um Norwegian sem birtist á netmiðlinum The Hill þann 27. janúar eru skrifuð ummæli af aðila sem segist vera einn flugliðinn sem átti að fara með vélinni og segir hann að flugstjórinn, Nicholas John Cunningham, hafi kallað alla flugliða til sín um borð og spurt hver hafi kvartað til flugrekstrardeildarinnar.

Flugfreyjan Melania Kosinovich

Flugfreyja að nafni Melania Kosinovich gerði tilraun til að segja flugstjóranum að málið væri ekki að það væri slæmt veður í aðsigi heldur óðagotið í flugmönnunum væri ávísun á að eitthvað færi úrskeiðis í öryggismálum við undirbúning fyrir brottför.

Flugstjórinn á að hafa gripið framm í fyrir henni en er einn flugliðinn bað flugstjórann um að leyfa henni að klára að tala er sagt að hann og aðstoðarflugmaðurinn, Erik Totaro, hafi byrjað að hlægja. Við það hafi hún ákveðið að fara frá borði en þá kallaði flugstjórinn: "Þú ferð ekki úr vélinni - þetta er skipun" - Melania svarði honum: "Við erum ekki í hernum".

Sá sem skrifað ummælin segir hafa farið frá borði ásamt Melaniu og öðrum flugliða að nafni Jocelyn Smith og hafi þeir sagt við starfsmenn á JFK í landganginum að það væri ekki öryggt að fljúga með þeim.

Melania var afhentur sími þar sem starfsmaður Norwegian í flugrekstrardeild var á línunni og spurðu hún hann hvað væri í gangi og hvað myndi gerast næst en eftir það fór hún aftur inn í vél meðan hún var í símanum.

Er hún var komin inn í vél kom Totaro, aðstoðarflugmaður, að henni og ætlaði hann að tala við hana en þá kallar Cunningham flugstjóri á hann: "Ekki tala við hana - það talar enginn við þá sem yfirgefa flugvélina líkt og hún gerði". Melania segir að því næst hafi flugstjórinn sagt þeim fjórum að fara úr vélinni og að þau væru öll hættulegir flugliðar en eftir það fóru þau frá borði og biðu í landganginum þar til að aðili kom sem sagðist vera yfirmaður yfir hliðunum.

"Hann sagðist heita Kazi og vildi ekki gefa upp eftirnafnið sitt og fór fram á að fá að sjá starfsmannaskilríkin okkar", segir Melania sem tók það fram að flugliðarnir fjórir voru allir til í að fljúga með vélinni en þá hafi flugstjórinn þvertekið fyrir það.

Vélin fór í loftið frá JFK klukkan 23:30 með aðeins 5 flugliða um borð en í vélinni voru 196 farþegar. Flugliðunum fjórum hefur sagt upp störfum tímabundið á meðan verið er að rannsaka atvikið.

"Flugstjórinn ber ábyrgð á öllu sem fer fram um borð í vélinni og það er hann sem ákveður hvort það sé öruggt að fljúga eða ekki - það er ekki í verkahring flugliðanna", segir Charlotte Holmbergh Jacobsson, talsmaður Norwegian.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga