flugfréttir

Þýskir aðstoðarflugmenn með lág laun og miklar skuldir eftir flugnám

- Þýskir fjölmiðlar fjalla um umhverfi og launakjör fyrir nýja atvinnuflugmenn

28. mars 2015

|

Frétt skrifuð kl. 12:26

Um 1.000 atvinnuflugmenn í Þýskalandi eru án vinnu og erfitt er að komast að sem flugmaður

Þýskir fjölmiðlar hafa tekið til umræðu atvinnumöguleika atvinnuflugmanna í Þýskalandi í kjölfar Germanwings-flugslyssins þar sem rætt er um starfsumhverfi og launakjör flugmanna.

Fram kemur að 1 af hverjum 10 flugmönnum í Þýskalandi eru atvinnulausir og margir hverjir að berjast við miklar skuldir sem þeir hafa á bakinu eftir dýrt flugnám.

Talið er að í Þýskalandi séu um 10.000 atvinnuflugmenn og er áætlað að um 1.000 þeirra sé án vinnu - Flugmenn sem hafa fórnað miklum tíma og peningum í að læra flugið, safna flugtímum og bæta við sig gráðum en komast ekki að hjá flugfélagi.

"Það eru allt of margir sem vilja verða flugmenn og komast að í greininni", segir þrítugur flugmaður í Mönchengladbach sem var að fljúga í leigu- og fraktflugi þegar mesta gróskan var í Evrópu árið 2008 en núna er hann starfsmaður á flugvelli. - "Það er mikið álag og mikil pressa sett á þá sem fara í flugið - En ég hef ekki gefið upp alla von um að komast aftur í stjórnklefann - Þetta er ennþá draumastarfið mitt".

Mikill launamunur meðal flugmanna

Að verða atvinnuflugmaður er nám sem getur kostað allt frá 8 til 12 milljónir króna. Í frétt rp-online.de segir að byrjunarlaun fyrir flugmann hjá Lufthansa séu um 850.000 krónur á mánuði en reyndir flugstjórar geti haft allt að 3 milljónir í mánaðarlaun en þeir flugmenn sem hefja störf hjá lágfargjaldafélögunum fá einungis 290.000 krónur á mánuði.

Laun flugmanna er einnig orsök þeirra verkfalla sem hafa dunið yfir Lufthansa sl. mánuði sem hefur fært stóran hluta af Evrópufluginu yfir til dótturfélaganna, Germanwings og Eurowings en launakostnaður Germanwings er allt að 20 prósentum lægri og laun flugmanna Eurowings eru sögð ennþá lægri.

"Á slíkum launum tekur það ennþá lengri tíma fyrir flugmenn að greiða fyrir það rándýra flugnám sem þeir gengu í gegnum en fyrir utan atvinnuflugmannsnámið er hár kostnaður vegna réttinda á fjölhreyflavélar, blindflugsáritun, réttindi á tiltekna flugvélategund og kostnað vegna réttinda fyrir áhafnarsamstarfs og getur heildarkostnaðurinn farið upp í 14 milljónir króna". - Einnig eru dæmi um að flugmenn greiði fyrir það að komast að sem aðstoðarflugmenn.

Margir flugnemar þurfa að bíða mjög lengi eftir því að komast að sem flugmenn að námi loknu og hafa sumir farið í flugliðann á meðan þeir bíða eftir sínu plássi eins og þýski aðstoðarflugmaðurinn, Andreas Lubitz, ákvað að gera áður en hann komst að sem aðstoðarflugmaður en Lubitz er sagður hafa verið í skýjunum eftir að landað starfi sem aðstoðarflugmaður á Airbus A320 hjá Germanwings.

Germanwings-flugslysið er mikið áfall fyrir Lufthansa, móðurfélagið, sem hefur verið í miklum metum meðal fólks af evrópsku flugfélögunum en félagið hefur staðið í ströngu vegna tíðra verkfalla meðal flugmanna og þá hefur samkeppnin við lágfargjaldafélögin á borð við Ryanair og easyJet í Evrópuflugi verið og hörð og einnig við arabísku flugfélögin frá Persaflóa.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga