flugfréttir

Breskur sérfræðingur telur að flakið af MH370 sé að finna í Bengal-flóa

- Hefur sett af stað hópsöfnunarátaki á Netinu - Þarf 265 milljónir króna

24. apríl 2015

|

Frétt skrifuð kl. 18:20

Andre Milne telur að flak MH370 sé að finna í Bengal-flóa

Andre Milne, sjálfstætt starfandi rannsóknaraðili í Bretlandi, telur sig hafa fundið staðinn þar sem flak malasísku farþegaþotunnar er að finna, flug MH370, og segir hann að vélin hafi farist í Bengal-flóa en til að geta lokið rannsókn sinni og gengið úr skugga um að þetta sé vélin þá þarf hann styrk upp á 265 milljónir króna.

Milne, sem er tæknisérfræðingur og hefur m.a. starfað fyrir flugherinn, hefur hafið hópsöfnun á Netinu en hann var m.a. fengin til að starfa að rannsókn flugslyssins er Boeing 767 vél EgyptAir, flug 990, fórst í Atlantshafið skammt undan ströndum Massachusetts árið 1999.

Milne segir að nauðsynlegt sé að hefja leit í Bengal-flóa í kjölfar niðurstöðu úr rannsókn sem ástralskt fyrirtæki lét gera með kjarnorkusegulómun sem leiddi í ljós að á tilteknum stað á hafsbotni í flóanum milli Indlands og Búrma fannst mikið magn efnasamblandna af títaníumi, áli, kopar, koltrefjaplasti og þotueldsneyti.

Andre Milne telur að malasíska farþegaþotan hafi flogið yfir
Maldívíeyjar, snúið við og haldið til baka og flogið norður eftir
Bengal-flóa og farist þar

Fyrirtækið sem gerði rannsóknina, GeoResonance í Ástralíu, undraðist á áhugaleysi meðal stjórnvalda í ágúst árið 2014 yfir niðurstöðunum og tekur Milne í sama streng og segir hann að engin leit hafi farið fram á þessu svæði.

Milne segir að hvarf vélarinnar hafi snert alla jarðabúa sem hafi heyrt um MH370 og segir að fyrir hann persónulega þá sé það óhugnalegt að hugsa til þess að hvarf vélarinnar gæti verið mannréttindaglæpur sem framin hefur verið að hálfu stjórnvalda.

"Eina leiðin til að ganga úr skugga um að þetta sé vélin sem hvíli á hafsbotni á þessum stað er að komast að því og sé það möguleiki með hópfjármögnun", segir Milne.

Milne hvetur fólk til að kynna sér vefsíðu sína asove.net og styrkja sig um 1.300 krónur en á sama tíma hefur verið ákveðið að stækka leitarsvæðið í Suður-Indlandshafi og telja rannsóknaraðilar að sterkustu vísbendingarnar séu enn þau merki sem vélin sendi frá sér til Inmarsat-gervitunglins í 7 klukkustundir eftir að vélin hvarf á ratsjá hjá flugmálastjórn.

Ástralska fyrirtækið GeoResonance, sem uppgötvaði efnasamböndin á svæðinu í Bengal-flóa, starfar á sviði landafræðirannsókna og notaði það sérstaka geislaefnaaðferð með kjarnorkusegulómun sem skimar með fjarlægri skynjun eftir þeim efnasamböndum og þ.á.m. þeim efnum sem Boeing 777 farþegaþotan er smíðuð úr en aðgerðin fór fram á 2 milljón ferkílómetra svæði á Bengalflóanum.

GeoResonance bar saman tvær gervitunglamyndir sem teknar voru á sama stað, fyrir og eftir hvarf vélarinnar, (þann 5. og 10. mars) og kom í ljós mismunur sem gæti bent til þess að um slysstað sé að ræða en staðsetningin er um 190 kílómetra suður af Bangladesh.

GeoResonance sagði að fyrirtækið hefði byrjað að leita að vélinni löngu áður en leitin hófst í Suður-Indlandshafi og hafi eina hvattningin verið í þeim tilgangi að hjálpa aðstandendum og fjölskyldum sem áttu ættingja um borð í vélinni.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga