flugfréttir

Airbus bað hönnuðinn um að nefna ekki hugmyndina við nokkurn mann

- Gengið inn um breiðar dyr í miðjum búk sem er breiðari í miðjunni

19. maí 2015

|

Frétt skrifuð kl. 07:55

Ipek hefur hannað fyrir Airbus, Volkswagen, Mercedes-Benz, Porsche og BMW

Þýskur hönnuður hefur komið fram með hugmynd um hvernig flugfélög gætu látið farþega fara um borð og komið sér fyrir í sætum sínum með mun auðveldari hætti en gert er nú í farþegaflugi sem tæki einnig styttri tíma.

Ugur Ipek, sem er 44 ára og ættaður frá Tyrklandi, segir að lausnin sé tvöfaldar dyr í miðjum skrokknum þannig að farþegar færu strax til hægri eða vinstri í sætið sitt á flugvél sem væri þá breiðari í miðjunni.

Oft á tíðum þegar farþegar ganga um borð í flugvél stoppast röðin þar sem hleypt er aðeins inn um einn inngang að framan eða aftan og tekur það tíma fyrir hvern og einn farþega að koma sér fyrir og setja handfarangur upp í geymslurnar að ofan.

Þegar allir farþegar ganga um borð um einn lítinn inngang að framan skapast þetta vandamál sem flestir kannast við

Slík hönnun á flugvél með þessu móti myndi bæði gera farþegum auðveldara fyrir að fara í sætin sín og ferlið þegar gengið er um borð sem gæti minnkað viðsnúningstíma hjá flugfélögum.

Þessi hugmynd hefur Ipek kosið að kalla CIGAR-hönnunina þar sem lögun búksins væri í laginu eins og vindill þar sem skrokkurinn væri breiðari í miðjunni en Ipek hefur einnig komið að hönnun fyrir Volkswagen, Mercedes-Benz og BMW en hann tók einnig þátt í hönnuninni á farþegarýminu á risaþotunni A380.

CIGAR-hönnunin gerir ráð fyrir að farþegar ganga um borð í miðjuna

Ipek segir að í miðjunni mætti einnig hafa sérstakt rými á móti tvöfalda inngangnum þar sem farþegar gætu hisst, rætt saman og þessvegna væri hægt að hafa bar á þeim stað.

Ipek segir að hann hafi borið hugmyndina undir Airbus árið 2006 en flugvélaframleiðandinn evrópski tók mjög vel í hana en hafði ekkert við hana að gera á þeim tímapunkti þar sem ekki var verið að hanna neina nýja vél frá grunni.

Airbus bað Ipak um að nefna ekki hugmyndina við neinn fyrr en búið væri að sækja um einkaleyfi fyrir henni sem var afgreitt árið 2011.

"Meira að segja eftir 2011 bað Airbus mig um að tala ekki um þessa hugmynd en árið 2014 var ákveðið að ekki stæði til að smíða nýja hönnun á farþegaþotu í bráð svo þá var í lagi að gaspra þessu", segir Ipak.

"Ég hef rætt við flugvélahönnuðina hjá Airbus og þeir segja að þetta gæti vel gengið upp með að hafa vélina breiðari í miðjunni þar sem vængirnir eru staðsettir þar hvort sem er upp á loftflæði og flugeiginleika að gera".







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga