flugfréttir

Er hægt að opna dyrnar um borð í miðju flugi?

27. júní 2015

|

Frétt skrifuð kl. 23:31

Flestir farþegar yrðu hræddir ef einhver myndi reyna að opna dyrnar í 38.000 fetum

Mörg atvik hafa átt sér stað þar sem farþegi hefur opnar neyðarútgang bæði fyrir flugtak og fyrir lendingu og einnig hafa reglulega borist fréttir þar sem farþegi hefur gert tilraun til þess að opna útgang í miðju flugi.

Nokkrar fréttir hafa borist frá Asíu sl. mánuði þar sem slíkt hefur verið reynt en margir farþegar verða óttaslegnir ef einhver myndi reyna að opna dyrnar í háloftunum.

Þrátt fyrir að slík uppátæki rata í flesta fréttamiðla þá gleymist oft að svara spurningunni hvort hægt sé að opna neyðarútgang um borð í flugvél í háloftunum.

Staðreyndin er hinsvegar sú það er ekki hægt að opna neinar dyr né neyðarútgang í miðju flugi sama hversu sterkur viðkomandi væri og ekki einu sinni "fjallið" Hafþór Júlíus myndi takast það þótt hann myndi reyna.

Útilokað er fyrir farþega að reyna að opna dyrnar um
borð í miðju flugi

Ástæðan er sú að þrýstingsmunurinn í farþegarýminu og fyrir utan vélina einfaldlega leyfir það ekki en einnig þá opnast dyrnar fyrst inn á við sem gerir það að verkum að gríðarleg þyngd hvílir á hverri hurð í hárri flughæð.

Smá reikniformúla

Í venjulegri farflugshæð þá er að meðaltali um 6 tonn sem þrýsta á hvern fermeter af farþegarýminu sem jafngildir því að 4 til 11 tonn hvíla á hverja dyr sem fer eftir stærðinni á hurðinni.

Í 35.000 fetum er þrýstingurinn um 23.800 N (Newton) á fermeter samanborið við 101.000 N við sjávarmál.

Ef tekið er dæmi um Boeing 747 þá byrjar þrýstingsjöfnunin í um 8.000 fetum sem þýðir að innri þrýstingur getur numið 75kPa sem gerir það að verkum að krafturinn á hverja flatareiningu nemur 75.000 N (Newton) á hvern fermeter.

Innri þrýstingurinn reiknast þannig að 23.800 N dragast frá 75.000 N sem jafngildir 51.200 N. Aðaldyrnar á Boeing 747 er 1,93 meter á hæð og 1,07 á lengd sem þýðir að hurðin er 2,07 fermetrar að flatarmáli sem þýðir að 2,07 m2 x 51.200 N er sama sem og 105.733 N

Það jafngildir því að 11 tonn hvíli á aðalútganginum á Boeing 747 og gangi þeim farþega vel sem ætlar sér að takast á við 11 tonn með því að opna dyrnar.

Opna dyr á flugvél í lágri flughæð

Einnig í lágri flughæð þar sem minni þrýstingsmunur er milli farþegarýmisins og andrúmsloftsins fyrir utan þá er samt sem áður erfitt að opna dyrnar en þar að auki eru þær harðlega læstar með öflugu lásakerfi.

Þótt það sé engann veginn mælt með því að fólk geri tilraun til þess þá skiptir engu máli hversu mikið þú reynir þá er enginn möguleiki á því að opna dyrnar um borð en möguleiki er á því að viðkomandi muni setja af stað rautt viðvörunarljós í stjórnklefanum.

Einn atvinnuflugmaður segir að viðkomandi farþegi þurfti stóran tjakk til þess að opna dyrnar en þá myndi hann þurfa að ná að komast með hann í gegnum öryggisleit sem væri frekar hæpið.

Aðeins er hægt að opnar dyr á flugvélum sem hafa ekki þrýstingsjafnað rými á borð við flugvélar sem fljúga með fallhlífastökkvara sem getað á auðveldan hátt opnað og hoppað út.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga