flugfréttir

Alastair Atchison flaug sitt síðasta flug í gær - Lenti með flugstjórann sem sogaðist út um gluggann árið 1990

- Flaug síðasta flugið í gær frá Alicante til Manchester

29. júní 2015

|

Frétt skrifuð kl. 15:34

Atvikið er eitt af þeim ótrúlegustu í flugsögunni og urðu Alastair Atchinson og Tim Lancaster báðir þekktir í kjölfarið

Flugmaður einn hjá Jet2.com flaug í gær sitt síðasta flug sem atvinnuflugmaður sem væri ekki frásögum færandi nema að sá flugmaður heitir Alastair Atchison.

Alastair Atchison er flugmaðurinn sem náði giftusamlega að lenda farþegaþotu British Airways árið 1990 á meðan flugstjórinn, Tim Lancaster, sogaðist út um gluggann eftir að rúða flugstjóramegin lostnaði skyndilega skömmu eftir flugtak á leið til Málaga.

Vélin, sem var af gerðinni BAC One-Eleven, fór í loftið frá Birmingham með 81 farþega og fjögurra manna áhöfn en um 15 mínútum eftir flugtak, í 17.000 fetum, kom hár hvellur er rúða vinstra megin lostnaði skyndilega í burtu með þeim afleiðingum að Lancaster sogaðist út um gluggann vegna þrýstingsmunsins.

Tim Lancaster á sjúkrahúsinu ásamt áhöfninni sem var með
honum um borð

Lancaster kræktist hinsvegar með fótinn í stýrið og hékk fastur á bakinu utan á vélinni fyrir ofan gluggann á yfir 600 kílómetra hraða á meðan Atchison reyndi að ná stjórn aftur á vélinni.

Flugþjónninn Nigel Odgen, var hinsvegar nýkominn inn í klefann með te fyrir flugmennina en tveir aðrir flugliðar héldu utan um fætur flugstjórans sem var við það að missa meðvitund utan á vélinni þar sem loftið var orðið mjög þunnt auk þess sem frostið var mjög mikið.

Atchison dýfði vélinni niður og sendi út neyðarkall en vegna vindgangsins í stjórnklefanum náði hann ekki að heyra í flugumferðarstjórunum.

Skjáskot úr þætti Air Crash Investigation um atvikið

Flugliðarnir töldu að Lancaster væri látinn þar sem þeir sáu andlit hans og tóku eftir því að hann blikkaði ekki augunum en Atchison bað þá um að sleppa honum ekki vegna þeirrar hættu að hann myndi fara beint í hreyflanna sem myndi gera ástandið enn verra en einn flugliðinn var þegar farinn að missa þrótt og komin með áverka á fingrum vegna frostsins við að halda utan um fætur flugstjórans

Atchison náði að lenda vélinni loksins giftusamlega á flugvellinum í Southampton 45 mínútum síðar og var Lancaster fluttur á sjúkrahús en í ljós kom að hann var komin með áverka eftir frostið og skrámur auk þess sem hann brákaðist á hægri handlegg auk annara meiðsla. - Lancaster var allur út í blóði en sagði á börunum við sjúkraliða: "Ég er svangur".

Lancaster var kominn aftur í flugstjórasætið eftir 5 mánuði og farinn að fljúga á ný en hætti að fljúga fyrir British Airways þegar hann náði 55 ára aldri en árið 2005 var hann farinn að fljúga fyrir easyJet.

Í rannsóknarskýrslu sem var birt árið 1992 kom í ljós að flugvirki, sem hafði verið að vinna undir miklu álagi, hafði fest nýja rúðu í glugga vélarinnar með röngum bolta sem var of lítill.

Vélin sem Alastair Atchison og Tim Lancaster flugu (G-BJRT)



Myndband sem tekið var í gær er Boeing 737 vél Jet2.com lenti á flugvellinum í Manchester eftir flug frá Alicante - Þetta var síðasta flug Alastair Atchison, flugmannsins sem lenti BAC One-Eleven með flugstjórann út um gluggann árið 1990







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga