flugfréttir
Myndband: 6 ára barn setti óvart sjúkraþyrlu í gang á flugsýningu

Spurning hvort að drengurinn eigi eftir að fara í þyrluflugið
Sex ára drengur náði með einhverjum hætti að starta sjúkraþyrlu á flugsýningu í Minnesota í Bandaríkjunum, sýningargestum til mikillar furðu.
Flugsýningin Minnesota Air Spectacular fór fram sl. helgi í bænum Mankato, rétt utan við Minneapolis, en meðal þeirra þyrlna sem var til sýnis var EC145 þyrlan frá Eurocopter.
Einn sýningargestur sem varð vitni að atburðinum segir að skyndilega hefðu spaðarnir farið af stað á fullu á þyrlunni sem var kyrrstæð í sýningarstæðinu en ekki voru nein áform um að ræsa þyrluna.
Í ljós kom að sex ára gamall drengur var undir stýri í stjórnklefanum en vindurinn frá spöðunum höfðu feykt um koll sýningartjaldi sem féll saman í látunum með þeim afleiðingum að tveir sýningargestir slösuðust.
Sjúkraþyrluflugmaður frá Mayo Clinic kom strax á vettfang og slökkti á þyrlunni en aðeins þarf að ýta á tvo takka til að setja þyrluna í gang.
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) eru komin í málið og munu rannsakað málið og verður þyrlan kyrrsett á meðan á rannsókn stendur.
Ekki fylgir fréttinni hvort að stráksi hafi verið skammaður en hann hefur þó náð að safna sér nokkrum mínútum upp í fyrsta þyrluflugtímann.
Myndband:


4. janúar 2019
|
Ryanair hefur fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem gerir félaginu kleift að fljúga innanlandsflug í Bretlandi og einnig flug milli Bretlands og annarra lands sem eru ekki í Evrópusambandin

25. janúar 2019
|
Flugakademía Keilis og SunExpress hafa gert með sér samkomulag um að nemendur skólans hafi greiðari aðgang að atvinnuflugmannsstarfi á Boeing 737 þotur flugfélagsins.

8. desember 2018
|
Írska flugvélaleigan Avolon hefur staðfest pöntun sína í eitt hundrað þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni en pöntunin samanstendur af 75 Airbus A320neo þotum og 25 þotum af gerðinni Airbus A321neo

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.