flugfréttir

Stækkun Heathrow með þriðju flugbrautinnni varð fyrir valinu

- Niðurstaða bresku flugvallarnefndarinnar kynnt í morgun eftir 3 ára bið

1. júlí 2015

|

Frétt skrifuð kl. 10:47

Heathrow flugvöllur hefur orðið fyrir valinu í skýrslu sem sérstök flugvallarnefnd í Bretlandi skilaði frá sér í morgun þar sem fram kemur að stækkun LHR með þriðju flugbrautinni sé hentugasta lausnin fyrir aukna flugumferð um London og suðausturhluta Bretlands.

Þar með líkur 3 ára baráttu í breskri pólitík um flugvallarvandann en í skýrslunni kemur fram að stækkun á Heathrow-flugvelli mun koma til með að kosta um 17 milljarða sterlingspunda sem samsvarar 3.500 milljörðum króna.

Flugvallarnefndin segir að stækkun Heathrow-flugvallar verði þó að vera háð ströngum skilyrðum er varða hljóð- og umhverfismengun og er mælt með því að næturbann verði áfram við lýði og tryggja verði að flugvöllurinn muni ekki fá fleiri flugbrautir en þá þriðju.

Einhverjar vonir voru gerðar um að önnur flugbrautin á Gatwick yrði fyrir valinu en nefndin segir að þriðja flugbrautin á Heathrow sé mun hentugri kostur.

Þriðja flugbrautin mun veita pláss fyrir 250.000 fleiri flug á ári um Heathrow sem jafngildi því að 680 fleiri komur og brottfarir munu bætast við á sólarhring.

Stækkun Heathrow-flugvallar mun skapa 70.000 ný störf fyrir flugvöllinn en jafnframt þýða að nauðsynlegt sé að fjarlægja 783 heimili sem flest eru staðsett í Harmondworth-hverfinu.

Sir Howard Davies, sem fer fyrir flugvallarnefndinni, segir að ríkisstjórn Breta eigi eftir að fara gaumgæfilega yfir skýrsluna áður en ákvörðun verður tekin hvort að Heathrow-flugvöllur verði stækkaður.

Þriðja flugbrautin myndi liggja norður af Heathrow

Mælt er með því að þriðja flugbrautin muni liggja norður af 09L/27R brautinni, utan núverandi flugvallarsvæðis sem mun koma til með að stækka töluvert til norðvesturs.

Þriðja flugbrautin myndi liggja norður af núverandi flugvallarsvæði á Heathrow

Á meðan flest flugfélög styðja stækkun Heathrow-flugvallarins þá eru stjórnmálamenn ekki allir sáttir á niðurstöðuna og margir sem hefðu frekar viljað sjá stækkun á Gatwick-flugvelli.

John Stewart, sem er á móti stækkuninni, segir að niðurstaða nefndarinnar sé ekki endalokin þar sem ríkisstjórnin munu koma til með að taka ákvörðunina og gæti staðan snúist Gatwick í vil.

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins, fagnar niðurstöðunni og segir að þetta muni tryggja viðskipta- og efnahagstengsl Bretlands við umheiminn.

Steward Wingate, framkvæmdarstjóri Gatwick-flugvallarins, segir að það sé hlutverk nefndarinnar að koma með ábendingu sem hentugustu lausnina en það sé annað mál þegar kemur að því að ríkisstjórnin taki ákvörðun.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga