flugfréttir

Ný kenning: Flugmaður útskýrir hvers vegna flug MH370 hvarf sporlaust

- Telur að vélin hafi fyllst af eiturgufum frá lithium-ion rafhlöðum

2. júlí 2015

|

Frétt skrifuð kl. 08:32

Bruce Robertson telur að eldur hafi komið upp í sendingu af lithium-ion rafhlöðum í fraktinni á malasísku farþegaþotunni

Bandarískur flugmaður, Bruce Robertson að nafni, hefur komið fram með kenningu þar sem hann telur að malasíska farþegaþotan, flug MH370, hafi fyllst af eitruðum kolsýringi frá lithium-ion rafhlöðum sem voru um borð í frakt vélarinnar sem síðar urðu alelda áður en hún fórst og hefur hann rakið þá atburðarrás sem hann telur að hafi átt sér stað.

Robertson, sem einnig er flugvirki, telur að stór sending af lithium-ion rafhlöðum hafi orskaðað að vélin hvarf með dularfullum hætti þann 8. mars 2014 en tæpir 16 mánuðir eru frá því að vélin hvarf sporlaust á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.

Robertson telur að eiturgufur hafi komið upp úr fraktinni sem varð til þess að flugmaðurinn Fariq Abdul Hamid ákvað að snúa vélinni við til Penang og lækkað flugið til þess að undirbúa nauðlendingu.

Því næst telur hann að Fariq hafi andað að sér eiturgufum sem hefur orðið til þess að stjórntækin skiptu sjálfkrafa yfir á sjálfstýringu (autopilot) og vélin hafi flogið síðan stjórnlaust í 7 klukkustundir lengst suður í Indlandshaf en þó ekki á þann stað þar sem verið er að leita að vélinni.

Robertson telur að flugmennirnir séu saklausir varðandi
hvarf vélarinnar

Robertson segir að verið sé að leita á röngum stað þar sem hans kenning sé sú að vélin hafi farið í sjóinn skammt vestur af Exmouth á norðvesturodda Vestur-Ástralíu sem er meira en 1.200 kílómetrum norður af leitarsvæðinu.

Það sem Robertson telur að hafi gerst í smáatriðum

Á vefsíðu sinni segir Robertson að flug MH370 hafi verið eins og hvert annað áætlunarflug sem gekk eðlilega fyrir sig fyrir utan það að "sprengju" var komið fyrir í fraktinni sem var stór sending af eldfimum lithium-ion rafhlöðum.

Rafhlöðunum var komið fyrir vinstra megin í fraktrýmið þar sem vinstri vængur vélarinnar festist við skrokkinn. Þegar frakhurðinni var lokað voru örlögin ráðin fyrir flug MH370.

Robertson segir að kolmónoxíð sé litlaust og lyktarlaust efni og eigi skynjarar um borð í flugvélum erfitt með að skynja eiturgufurnar frá því og hafi viðvörunarkerfi ekki farið í gang vegna þessa.

Viðvörunarkerfi um eld í frakt

Robertson telur að Fariq flugmaður hafi sett sjálfstýringuna á 10.000 fet til að byrja með eftir flugtak en þegar hún var að nálgast þá flughæð hafi hann spurt Zaharie Ahmad Shah, flugstjóra, út í næstu skref og hafi Zaharie snúið sjálfstýringunni því næst upp í 18.000 fet.

Zaharie hefur því næst látið Fariq um að stjórna vélinni áður en hann lokaði augunum og tók sér smá kríu en Robertson telur að hann hafi aldrei vaknað aftur.

Fariq flýgur vélinni því næst hálfa leið til Víetnam þar sem hann hefur samband við víetnömsku flugumferðarstjórnina en skömmmu eftir það byrja viðvörunarbjöllur að gefa frá sér merki og blikka með tilkynningu um hita og reyk í fraktrýminu.

Robertson segir að Fariq hafi verið við stjórnvölin á þessum tímapunkti á meðan Zahaire lagði sig og hafi hann án efa verið þjálfaður til að takast á við aðstæður í flughermi þar sem eldur kemur upp með því að fara yfir viðeigandi gátlista varðandi eld í frakt og því næst sett á sig súrefnisgrímu og slökkt á vinstri hreyfli.

Flug MH370 flýgur nú á einum hreyfli og því næst hefur Fariq lokað á eldsneytisflæðið inn á vinstri hreyfilinn af öryggisástæðum og einnig tekið af rafmagnið á "Left Main Bus Tie" sem hefur orðið til þess að flest stjórntæki um borð hafa slegið út.

Fariq breytir um stefnu og beygir vélinni til vesturs á meðan myrkur er í stjórnklefanum og setur aukið afl á hægri hreyfilinn og lækkar flugið með miklum lækkunarhraða og reynir um leið að vekja Zaharie flugstjóra en án árangurs.

Gerir tilraun til hringja í flugturninn í Penang

Fariq hefur einnig reynt að ná sambandi við flugliðana aftur í vélinni en einnig án árangurs en á meðan reynir hann að hafa samband við flugumferðarstjórana á flugvellinum í Penang til að fá leyfi fyrir nauðlendingu og ósk um aðstoð frá slökkviliði.

Á þessum tímapunkti er búið að slá öllu rafmagni af vélinni sem útskýrir hvers vegna hún er ekki að senda nein fjarskiptaboð frá sér og hvarf af ratsjá.

Flugmaðurinn er talinn ahfa gert tilraun til að lenda í Penang

Í 10.000 fetum gerði Fariq ein mistök að sögn Robertson - Hann tekur af sér öryggisgrímuna þar sem hann taldi það vera öruggt þar sem enginn reykur er sjáanlegur og vélin komin niður í 10.000 fet en hann áttar sig ekki á því að kolsýringsmagni í stjórnklefanum er orðið mjög hátt.

Fariq bíður eftir að fá samband í farsímann til að geta hringt í flugumferðarstjórana í Penang en eftir að hann flýgur framhjá flugvellinum breytir hann stefnu vélarinnar til norðvesturs til að halda henni yfir sjó yfir Malacca-sundinu sem aðskilur Súmötru frá Malasíu-skagann.

Hann reynir að halda stöðugri hæð en hægt og rólega missir hann meðvitund þrátt fyrir að halda að hann sé að anda að sér óskertu súrefni. Hann missir takið á stýrinu hægt og rólega og fer vélin að lækka flugið hægt og bítandi og nálgast yfirborð sjávar í 5.000 feta hæð en farflugshraði hennar eykst og hækkar flugið því næst. - "Flug MH370 er orðið fljúgandi draugaskip og enginn á lífi um borð", segir Robertson.

Vélin flýgur áfram og er ósýnileg umheiminum þar sem ekkert rafkerfi er í gangi eftir að slökkt var á því, engir stefnuvitar og ekkert samband fyrir utan frumratsjá malasíska hersins sem nær að greina vélina.

Meðalhraði vélarinnar út eftir Malacca-sundinu eru 330 hnútar sem er meðalhraði fyrir aðflug en þar sem ójafnvægi er komið á vélina, með aðeins hægri hreyflinni í gangi, tekur hún beygju til vinstri til suðurs og mikil hætta er á því að vélin fari í spíral ofan í sjóinn.

Sjálfstýringin tekur við en enginn á lífi um borð

Því næst telur Robertson að sjálfstýringin hafi farið yfir á Flight Envelope Protection stillingu sem þýðir að sjálfstýringin tekur yfir stjórninni á meðan óvissuástand ríkir þar til flugmennirnir taka við stjórninni á ný.

Sjálfstýringin byrjar á því að rétta fluglag vélarinnar af með því að auka aflið á hreyflanna og líka vinstri hreyfilinn sem slökkt var á en við það ræsist aftur rafkerfið (Left Main Bus Tie) sem setur aftur rafmagn á stjórntækin sem slóu út þegar Fariq slökkti á rafkerfinu.

SATCOM-búnaðurinn fær aftur straum og byrjar að senda frá sér merki sem gefur til kynna að flug MH370 sé ennþá á flugi sem eru þau merki sem Inmarsat gervihnattarfyrirtækið meðtók og vélin nær að rétta úr stefnunni þar sem sjálfvirkt eldsneytiskerfi byrjar að dæla eldsneyti af vinstri vængnum yfir í tankana á hægri væng.

Katherine Tee taldi sig hafa séð flugvél í ljósum logum
nóttina sem flug MH370 hvarf

Vélin er farin að stefna til suðurs og lithium-ion rafhlöðurnar orðnar alelda og eldurinn búinn að gera gat á skrokkinn með eldtungur sjáanlegar sem útskýrir hvers vegna siglingarkonan, Katherine Tee, kom í fréttir þar sem hún taldi sig hafa séð flugvél í ljósum logum á næturhimni er hún var á siglingu á skútu um klukkan 19:00 sama kvöldið vestur af Malasíu-skaganum nálægt Phuket í Tælandi en þá var flugvélin á stefnu til suðvesturs.

Klukkan 19:53 er vélin komin áleiðis suður í Indlandshaf og SATCOM-búnaðurinn er byrjaður að senda merki til gervitungls á klukkutíma fresti og telur Robinson að vélin hafi verið í um 10.000 feta hæð og tekið stefnuna á norðvestur odda Ástralíu.

Um klukkan 00:11 kemur síðasta merkið frá vélinni þegar eldsneytið er á þrotum og telur Robinson að hægri hreyfillinn hafi drepið fyrst á sér með þeim afleiðingum að vélin snýst niður í hægri beygju þar til sjálfstýringin nær ekki að leiðrétta vélina aftur og ástreymishverfill (Ram Air Turbine) fer sjálfkrafa í gang til að endurræsa rafkerfið.

Robinson heldur því fram að malasíska farþegaþotan hafi magalent harkalega, skrokkurinn brotnað í nokkrar óaðskildar einingar, vinstri vængurinn brotnað af og vélin fyllst af vatni áður en vélin byrjaði að sökkva á nokkrum klukkutímum án þess að brak hafi endilega náð að fljóta upp á yfirborðið.

Robinson segir að malasíska farþegaþotan hafi brotlent sennilega vestur af Zenith Plateau í Vestur-Ástralíu og segir hann að áströlsk flugmálayfirvöld hafi verið mjög nálægt slysstaðnum á einum tímapunkti og munaði litlu að vélin hefði fundist í apríl 2014 áður en leitin hófst lengst suður í Indlandshafi.

Bruce Robertson er atvinnuflugmaður og flugvirki, búsettur í Monterey í Kaliforníu og hefur hann flogið í yfir 40 ár.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga