flugfréttir

Ölvaður flugmaður stal tvisvar flugvél og lenti fyrir framan barinn á Manhattan

- Endurtók leikinn þar sem drykkjufélagar hans trúðu honum ekki

5. júlí 2015

|

Frétt skrifuð kl. 22:20

Það gerðist fyrir langa löngu í New York á sjötta áratugnum að flugmaðurinn einn stal lítilli flugvél og lenti henni á þröngu stræti á Manhattan fyrir framan barinn þar sem hann hafði setið að sumbli en hann endurtók sama leikinn tveimur árum síðar þar sem að drykkjufélagar hans trúðu honum ekki er hann sagði þeim söguna af því.

Í fyrra skiptið stal Tommy Fitzpatrick eins hreyfils flugvél frá Teterboro-flugskólanum kl. 3 að nóttu þann 30. september árið 1956 en þá var hann 26 ára.

Fitz fór í loftið með engin ljós og hafði ekkert samband við flugturn og lenti vélinni á gatnamótum St. Nicholas götu og 191. strætis í Upper Manhattan en New York Times sagði að lendingin hefði verið mjög falleg hjá kappanum þrátt fyrir aðstæður og ölvun.

Seinni skiptið átti sér stað þann 4. október árð 1958 og tók Fitzgerald aftur flugvél ófrjálsri hendi frá Teterboro-flugskólanum en í þetta skipti lenti hann henni á horni Amsterdam-breiðgötu og 187. strætis sem er 400 metrum frá barnum þar sem hann lenti í fyrra skiptið.

Flugvélin á miðju stræti á Manhattan

Fitzpatrick stökk úr vélinni eftir lendingu og hljóp af vettfangi en gaf sig síðar fram við stjórnvöld en í yfirheyrslum sagði hann lögreglunni að í þetta skiptið hafi hann verið nauðugur til að stela vélinni eftir deilur við vini sína sem héldu að hann væri að ljúga þeim er hann sagðist hafa lent flugvél drukkinn árið 1956 og ákvað hann að sýna þeim að hann gæti leikið sama leikinn aftur.

Sagði að hann gæti verið komin aftur eftir korter

"Sagan segir að hann hafi stolið vélinni í fyrra skiptið eftir að hann tapaði veðmáli þar sem hann sagði félögum sínu á barnum að hann þyrfti að fara til New Jersey og hann gæti verið komin til baka á 15 mínútum", segir hinn 68 ára Jim Clarke sem bjó nálægt staðnum þar sem hann lenti og man hann eftir að hafa séð vélina á götunni.

"Hann ætlaði að lenda á lóðinni fyrir framan George Washington skólann en svæðið var ekki upplýst þannig að hann varð að lenda á St. Nicholas götu", bætir hann við.

Í fyrra skiptið var Fitzpatrick ekki ákærður fyrir þjófnaðinn þar sem eigandi vélarinnar neitaði að leggja fram kæru en hann var þó kærður fyrir að brjóta lög sem banna flugmönnum að lenda á götum borgarinnar og var hann aðeins látin greiða 100 bandaríkjadali í sekt.

Í seinna skiptið hinsvegar var hann dæmur í sex mánaða fangelsi fyrir að fljúga stolinni flugvél og lenda á götunni. Fitzpatrick sagði lögreglunni að hann hefði einkaflugmannsréttindi en hann hafi verið sviptur leyfinu eftir fyrra skiptið og hann vildi ekki endurnýja skírteinið þar sem hann ákvað að fljúga ekki aftur.

Fitzpatrick er sagður hafa verið mikill ævintýramaður og mjög uppátækjasamur en hann tók þátt í Kóreustríðinu og var giftur í 51 ár en lést árið 2009, þá 76 ára að aldri.

"Að hafa náð að lenda á þessari götu innan um ljósastaura og bíla lagða í stæði beggja megin er kraftaverk - Þú hefðir þurft að vera frábær flugmaður til að ná því", segir Fred Hartling, æskuvinur Fitzpatrick.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga