flugfréttir

Gæti flapsinn hafa losnað af annarri Boeing 777 þotu?

30. júlí 2015

|

Frétt skrifuð kl. 17:19

Boeing 777 vél Air Austral á flugvellinum

Enn er beðið frétta um hvort að brakið sem fannst í gær sé af malasísku farþegaþotunni en á erlendum flugspjallvefum hafa sumir velt því fyrir sér hvers vegna svona langan tíma tekur að vita hvort brakið tilheyri flugi MH370 eður ei þegar verksmiðjunúmerið liggur fyrir.

Þá hafa einnig vaknað þær spurningar hvort að möguleiki sé á því að brakið, sem er flapsi er kallast flapseron, gæti hafa losnað af einhverri af þeim Boeing 777 vélum sem fljúga yfir Indlandshafið, fallið ofan í sjóinn og rekið á land en meðal annars fljúga bæði Air Austral og Air France Boeing 777 vélum um Roland Garros flugvöllinn (RUN) í Sante-Marie á Réunion-eyju.

Flapsi sem losnað af Boeing 747-400F frá Korean Air Cargo
árið 2014

Þótt sjaldgæft sé að flapsi losni af farþegaþotu þá eru dæmi um að slíkt hafi gerst en t.a.m. losnaði 5 metra langur flapsi af júmbó-fraktvél frá Korean Air Cargo sem var í aðflugi að flugvellinum í Frankfurt þann 8. október árið 2014 sem var að koma inn til leningar frá Moskvu.

Hrúðurkarlarnir taldir vera um 1 - 2 ára gamlir

Einhverjir hrúðurkarlar voru á brakinu sem fannst í sjónum í gær en sérfræðingar hjá hafrannsóknarstofnun á Réunion-eyjunni, telja að þeir séu um eins árs gamlir sem passar nokkurn veginn við það tímabil í fyrra sem að flug MH370 hvarf.

Þyrlur hafa verið á sveimi yfir ströndinni á eyjunni í von um að koma auga á meira brak og þá eru séfræðingar frá Malasíu komnir til eyjanna en að sögn starfsmanna á hótelinu stoppuðu þeir við í örskamma stund til að skilja farangur sinn eftir á hótelherberginu og fór strax á vettfang þar sem brakið fannst.

Nærmynd af hrúðurkörlum á brakinu

Ummerki á brakinu gætu innihaldið upplýsingar um hvað gerðist

Þótt að upplýsingar frá flugrita og hljóðrita úr flugvél gefi nákvæma hugmynd um hvað olli flugslysi þá geta ummerki, skemmdir og litlar rispur á braki gefið sérfræðinguum á sviði flugslysarannsókna ýmsar upplýsingar um hvað gæti hafa valdið slysinu eða hvernig vélin fórst.

"Það þarf að athuga og skoða hvaða vísbendingar þetta brak inniheldur og bera það saman það sem við vitum nú þegar", segir Geoffrey Dell, sérfræðingur í rannsóknum á slysum við Central Queensland háskólann í Ástralíu.

"Þótt að brakið sé búið að veltast um í sjónum í 16 mánuði þá gæti greining með sérstakri rafeindasmásjá leitt í ljós eitthvað sem við vitum ekki".







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga