flugfréttir

Dró orrustuþotu í háska í land yfir Atlantshafi með eldsneytistönginni

- Eldsneytisflugvél kom F-4E Phantom til bjargar árið 1983 í 1.600 fetum yfir sjó

27. september 2015

|

Frétt skrifuð kl. 17:30

KC-135 náði að draga F-4 Phantom í land á eldsneytisstönginni - Myndin er samsett

Þann 5. september árið 1983 voru fjórar F-4E Phantom orrustuþotur á vegum bandríska flughersins á leiðinni yfir Atlantshafið á leið til Evrópu en þær voru í samfloti með enn fleiri Phantom-vélum auk þess sem nokkrar KC-135 og KC-10 eldsneytisbirgðaflugvélar voru þeim til halds og trausts á leiðinni.

Til að ná yfir Atlantshafið þurfti að fylla á hverja Phantom-þotu um 8 sinnum á leiðinni til að svala þorsta hreyflanna sem brenndu miklu eldsneyti fyrir hið langa flug.

Það var þennan dag sem hetjulegt björgunarafrek átti sér stað þegar ein af Phantom-þotunum, sem flogið var af Jon „Ghost“ Alexander og vopnaséfræðingi hans, byrjaði að láta illa af stjórn yfir miðju Atlantshafinu en þá kom upp vandamál í öðrum General Electric J-79 hreyfli þotunnar.

Vængmaður þeirra, sem var á annarri vél, flaug meðfram vélinni til að athuga hvað væri að og í ljós kom að mikil olía var að leka frá hreyflinum og var ákveðið að snúa við til baka og lenda á Gander á Nýfundnalandi og var flugvellinum gert viðvart.

Frá vinstri: Karol F. Wocjikowski, Michael F. Clover flugstjóri, Robert J. Goodman, flugstjóri og Douglas D. Simmons

Ballið var hinsvegar hvergi nærri búið því mikið fór að draga úr afli hreyflanna en orrustuþotan fór bæði að missa afl og flughæð á sama tíma.

Hægri hreyfillinn hafði misst næstum því allt afl og vinstri hreyfillinn var farinn að rembast við að halda vélinni á lofti og hitinn í hreyflinum fór hækkandi.

Jon „Ghost“ ákvað að dæla eldsneytinu úr tönkunum til að létta vélina í von um að bjarga sér og vélinni til Nýfundnalands en mikil ofhitnun var komin í hægri hreyfilinn og sá vinstri hafði misst enn meiri kraft.

Útlitið varð svartara

Þotan var byrjuð að ofrísa með nefið 45 gráður upp í loftið og ofan á allt saman kom upp bilun í vökvakerfið og var því eiginlega bara eitt í stöðunni sem var að yfigefa vélina og skjóta sér út.

F-4 Phantom orrustuþota

Það var hinvegar ekki eins auðvelt og þegar flogið er yfir landi þar sem Atlantshafið var það eina sem var undir þeim og enn voru um 900 kílómetrar í land til Gander og engar líkur voru á því að lifa það af að lenda í ísköldum sjónum.

„Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst“, segir máltæki sem átti við í þessari stundu - “North Star“ var mætt á svæðið sem var kallmerkið fyrir eina af þeim fjórum KC-135 Stratotanker eldsneytisvélum sem var með í för en flugmenn hennar voru Kapteinn Robert Goodman og Michael Clover ásamt Karol Wojcikowski flughersyfirmanni og Douglas Simmons, sem sá um að stjórna stönginni.

Einnig um borð voru 22 hermenn og fjölskyldumeðlimir þeirra auk þess sem vélin var með 35 tonn af eldsneyti til að mata orrustuþoturnar á leiðinni til Englands og áfram til Vestur-Þýskalands.

Margar tilraunir gerðar til að tengja stöngina við þotuna

„North Star“ flaug á móti vélinni, snéri við, tók S-beygju og kom aftan að henni og hægði á sér til að ná sama hraða og orrustuþotan var á og gerð var tilraun til að tengja eldsneytisstöngina við þotuna.

Yfirmaður Goodman og Clover var um borð í McDonnell Douglas KC-10 vél eldsneytisbirgðaflugvél sem var á svæðinu og gaf hann þeim fyrirmæli um að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að veita þeim aðstoð og ekki hafa áhyggjur af hinum Phantom-vélunum.

Missti hæð og öldur Atlantshafsins nálguðust

Um 830 kílómetrar voru til Gander. „North Star“ var komin fyrir framan Phantom-þotuna sem var komin niður í 4.000 fet og var gerð tilraun til að tengja eldsneytisstöngina við vélina sem tókst en að öllu jöfnu er ekki leyfilegt að gera það í svo lágri flughæð.

Eldsneytisflugvélin reyndi að hægja á þotunni eftir að tengingin var komin á með því að vagga henni til og frá til að lækka hraðann.

„North Star“ hækkaði flugið og dró Jon „Ghost“ og vopnasérfræðing hans með sér lengra upp í loftið og byrjað var að dæla eldsneyti til þotunnar en þar sem hún var orðin mjög óstöðug og „angle of attack“ orðið óvenju hátt þá var þetta ekki auðveld aðgerð.

Phantom-þotan gat ekki lengur haldið í við „North Star“ og slitnaði hún frá stönginni með nefið niður á við og voru aðeins minna en 1.600 fet niður í dimmar öldur Atlantshafsins.

Goodman og Clover gáfust ekki upp heldur dembdu sér niður á eftir Phantom-vélinni og hægðu enn meira á sér og var hraðinn komin niður í 190 hnúta.

Simmons náði með mikilli nákvæmni að tengja stöngina inn í hólfið á Phantom-þotunni að nýju og var aftur byrjað að dæla eldsneyti til vélarinnar. Samt voru ekki miklar líkur á að hægt væri að draga vélina alla leið til Gander en fjarlægðin var þó farinn að minnka.

Nokkrum sinnum slitnaði Phantom-þotan frá „North Star“ en í fjórðu tilraun tókst að tengja við vélina að nýju þegar 1.400 fet voru í öldurnar.

Með ótrúlegum hætti náðu Goodman og Clover að draga vélina á eldsneytisstönginni einni saman upp í 20.000 fet og alla leið til Gander, heila 257 kílómetra.

Þegar strönd Nýfundnalands blasti við í 6.000 fetum náði „Ghost“ að setja aukinn kraft á hreyflana sem höfðu fengið tækifæri á að kólna og var vélinni loksins sleppt og flaug hún sjálf restina til flugvallarins í Gander þótt vélin gat aðeins beygt til vinstri sökum bilunar.

Nokkrum mínútum síðar lenti Ghost ásamt vopnaséfræðingi sínum á Gander og staðnæmdist vélin eðlilega á brautinni eftir miklar svaðilfarir yfir Atlantshafinu.

Í nóvember sama ár var áhöfnin á „North Star“, Robert J. Goodman, Michael F. Clover, Karol F. Wojcikowski og Douglas D. Simmons, öll heiðruð af bandaríska flughernum vegna hetjulegrar baráttu við að bjarga flugmönnunum á Phantom-þotunni.

„Fagmennskan og afrekið á sér enga hliðstæðu. Jon „Ghost“ og vopnasérfræðingur hans voru sallarólegir þegar þeir voru að tengja vélina. En þeir tóku eftir að Simmons, sá sem stjórnaði eldsneytisstönginni, var bullandi sveittur upp að haus“, segir Ron Craft, sem var um borð í KC-135 vélinni. „Við sáum 15 metra háar öldur undir okkur. Orrustuflugmennirnir tveir hefðu látist úr ofkælingu hefðu þeir farið ofan í sjóinn“.

Orrustuþotan eftir að hún lenti á flugvellinum í Gander







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga