flugfréttir

Hvers vegna er svona lengi verið að ákveða arftaka Boeing 757?

27. september 2015

|

Frétt skrifuð kl. 23:00

Boeing 757

Svo virðist sem að ágætis þörf sé fyrir farþegaþotu á borð við Boeing 757 en þar sem 11 ár eru frá því að Boeing hætti að framleiða vélina mun þeim vélum, sem eru enn í umferð, fara fækkandi á næstu árum og flugfélög hefja leita að sambærilegri vél.

„Það er engin vél eins og Boeing 757 - Þetta er einstök vél“ - Þessi orð hafa nokkrum sinnum verið látin falla um þennan duglega vinnuhest sem sameinar stuttar flugleiðir í innanlandsflugi og flug milli tveggja heimsálfa.

738 eintök af Boeing 757 eru enn á flugi um víða veröld og þrátt fyrir að fjöldi flugfélaga vilja fá arftaka af vélinni þá hefur Boeing sagt það nokkrum sinnum að ekki komi til að framleiða staðgengil fyrir Boeing 757 þótt í fyrra hafi flugvélaframleiðandinn gefið í skyn að mögulega gæti vélin farið aftur í framleiðslu.

Í staðinn er Boeing að skoða aðra hluti. Framleiðandinn hefur lýst því yfir að verið sé að skoða möguleika á nýrri þotu sem verður stærri en Boeing 737 MAX en þó minni en Dreamliner-vélin og getur tekið aðeins fleiri farþega en Boeing 757 og flogið lengra.

Nokkrir mánuðir eru síðan að Boeing lýsti þessu yfir og tilkynnti að viðræður séu í gangi við allmörg flugfélög, sem hafa Boeing 757 í flotanum í dag, og sé verið að taka saman kröfur þeirra og reyna átta sig á því hvernig vél væri hentugast að smíða sem væri klæðskerasniðin að þeirra þörfum.

Eftir að hafa ráðfært sig við flugfélögin er stóra spurningin hjá Boeing: „Hvernig flugvél erum við að tala um?“ en tíminn líður og mörg ár munu líða þar til ný vél kæmi á markaðinn og meðan gætu mörg flugfélög pantað aðrar vélar þótt ekki sé margt í boði.

Talað eru um „markaðinn í miðjunni“ þar sem gat er í flórunni af þeim farþegaþotum sem eru í boði þar sem nokkrir flugvélaframleiðendur eru að smíða allt frá minnstu farþegaflugvélum sem taka færri en 40 farþega upp í risaþotur sem taka yfir 700 farþega eftir útfærslum.

En engin vél er framleidd sem tekur kringum 200 farþega sem hefur samt flugþol upp á 7.000 kílómetra en hefur samt aðeins einn gang.

Boeing 757 vél DHL í lendingu á flugvellinum í Katowice

Airbus hefur „fyllt“ upp í skarðið en um miðjan janúar tilkynnti framleiðandinn að ný Airbus A321neoLR muni hafa alla þá yfirburði sem Boeing 757 hefur - en með því þurfa þau flugfélög sem hafa í dag Boeing 757 í flota sínum að skipta yfir í aðra tegund sem krefst þjálfunar á allt annað stjórnklefaumhverfi.

Nokkur flugfélag hafa þegar stokkið til og ákveðið að panta Airbus A321neoLR á borð við Air Astana sem hefur Boeing 757 vélar í dag sem hafa verið notaðar í meðallöngu flugi en fleiri flugfélög hafa beðið eftir því hvort að Boeing muni tilkynna nýja vél á næstunni.

Airbus A321neoLR kemur á markaðinn árið 2018 og hefur Airbus það forskot til þess að bíða og sjá hvað Boeing gerir en Boeing er í erfiðri stöðu þar sem þrýstingur er á framleiðandann að fylla upp í sitt eigið gat auk þess sem Boeing hefur sagt að þeir eigi í fullu fangi með að einblína á Boeing 737 MAX vélina sem nú er í smíðum auk annarra véla.

Hvað liggur að baki?

Markaðsérfræðingar í farþegaflugsheiminum segja að það sé mjög krefjandi og erfið ákvörðun fyrir Boeing að fara út í þá sálma að fylla upp í gat þar sem ekki er enn ljós hvort að eftirspurnin sé það mikil.

Að þróa vél sem væri stærri en Boeing 737 MAX en minni en Dreamliner er meira en að segja það. Ef það væri breiðþota þá væri það óhagstætt fyrir flugfélög og ef hún væri lengri þá myndi það skapa vandræði upp á reksturinn þar sem tími færi í að koma fleiri farþegum um borð í vél sem er með einum gangi.

Þar af leiðandi hefur langur tími farið í að átta sig á því hvað flugfélögin vilja og mun mikil greiningarvinna þurfa að eiga sér stað til viðbótar á næstunni.

Ný flugvél þyrfti að henta best fyrir alla þá sem hafa komið með sínar kröfur

Það sem hentar lágfargjaldaflugfélögunum gætu komið sér illa fyrir stóru flugfélögin og er því mikil áhætta fyrir Boeing að ráðast í hönnun á nýrri vél nema vera alveg viss um hvaða vél virkar.

Þá mun velgengni Boeing 737 MAX vélarinnar spila stórt hlutverk fyrir frekari ákvörðunartöku en þegar er búið að panta yfir 2.900 eintök af vélinni og er því langt frá því að hægt sé að segja að sú vél hafi verið röng ákvörðun.

Það eru því margir þættir sem Boeing á eftir að skoða vandlega áður en einhver ákvörðun verður tekin og er óvíst hvort búast megi við yfirlýsingu á næstu mánuðum eða næstu árum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga