flugfréttir

36 myndir af glæsilegustu júmbó-þotum áttunda áratugarins

4. október 2015

|

Frétt skrifuð kl. 21:48

Næstum önnur hver breiðþota á áttunda áratugnum var Boeing 747 enda júmbó-þotan að taka sín fyrstu skref í þotuöldinni

Boeing hefur smíðað yfir 1.500 eintök af júmbó-þotunni frá því hún kom fyrst á markaðinn árið 1970.

Pan Am var fyrsta flugfélagið til að fá júmbó-þotuna í sinn flota en Boeing 747 er frægasta flugvél heims sem flestir kannast við enda auðþekkjanleg í útliti.

Hér koma glæsilegar ljósmyndir af júmbó-þotum frá áttunda áratugnum í litum marga flugfélaga sem sum hver fljúga ekki lengur um háloftin en helmingur þessara flugfélaga eru þó enn í fullum rekstri en fæst þeirra hafa Boeing 747 í flota sínum í dag. Allar myndirnar eru teknar milli áranna 1970 og 1979

„El Dorado“, Boeing 747-100 vél Avianca, kemur inn til lendingar í Medelín árið 1972



Boeing 747-200 vél Singapore Airlines í sólarupprás á flugvellinum í Dubai árið 1979 með slóganið „California, here were we come“



Júmbó-þotur Wardair Canada, British Airways og CP Air á flugvellinum í Manchester í júní árið 1978



„Big Orange“, júmbó-þota Braniff International á Frankfurt Rhein Main 12. agúst árið 1970



Pan Am vélin sem var sprengd upp yfir Lockerbie í Skotlandi, N739PA, sést hér í lendingu á Heathrow-flugvellinum í London í júlí árið 1979



Splunkuný júmbó-þota TWA á JFK í ágúst árið 1970 aðeins 13 dögum eftir afhendingu frá Boeing



Júmbó-þota CP Air á flugvellinum í Gatwick



Tvær júmbó-þotur á Roissy-flugvellinum í París (Charles de Gaulle) í október árið 1974. Air France og Pan AM



„City of Newcastle“ (Qantas) á flugvellinum í Perth í ágúst árið 1978. Vélin var síðar nefnd “City of Parramatta“ en því næst fór hún yfir í flota Virgin Atlantic árið 2001



Braniff International í flugtaki frá Love Field í Dallas á leið til Honolulu árið 1971



Tvær júmbó-þotur British Airways hvíla lúin bein á Heathrow yfir nóttina í janúar árið 1977. Önnur vélin enn í litum BOAC



Önnur júmbó-þotan í röðinni sem Boeing smíðaði frá upphafi í litum Air Zaire sést hér á flugvellinum í Belgíu í desember árið 1973



Trans Mediterranean Airways (TMA) var stofnað árið 1953 í Líbanon en hætti rekstri í fyrra. Hér er ein fraktvél félagsins á JFK flugvellinum árið 1975.



Boeing 747 vél Korean Air Lines á leið í flugtak í Los Angeles á leið til Tókýó og Seoul



Fyrsta júmbó-þotan sem afhent var til Aer Lingus. Hér á Kennedy-flugvellinum í apríl árið 1972 á leiðinni til Dublin



Delta á leið í flugtak í Miami árið 1973



„Geneva“, júmbó-þota Swissair, á köldum janúardegi á Kennedy árið 1979



Júmbó-vél TAP (Transportes Aéreos Portugueses) á Heathrow árið 1973.



„El Dorado“ taxar í átt að hliði á flugvellinum í Frankfurt eftir langt flug frá Bogota í júlí árið 1977



Þessi hét „Empress of Japan“. Afhent CP Air í nóvember árið 1973. Mynd tekin á flugvellinum í Toronto árið 1975



„Swartberg“ á flugvellinum í Jóhannesarborg á leið í innanlandsflug til Höfðaborgar árið 1973



Boeing 747-100 vél Iberia á leið í flugtak í Madríd árið 1974



Önnur Boeing 747SP vélin sem Pan Am fékk afhenta. Tekið árið 1976



Boeing 747-100 afhent ný til Delta í september árið 1970 og flaug fyrir félagið aðeins í fjögur ár. Flaug því næst fyrir China Airlines, Pan Am og Evergreen.



Júmbó-vél SAS á Kennedy-flugvellinum í júlí árið 1972



Boeing 747-133 - Air Canada - Tekið í október árið 1977



Seaboard World Airlines á JFK flugvelli árið 1978



„Huge Viking“ startar upp hreyflanna á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi í febrúar árið 1977



Júmbó-þota British Airways toguð inn í flugskýli félagsins á Heathrow-flugvelli sumarið 1975



Júmbó-þota United á Kennedy-flugvelli árið 1977



KLM í lendingu í Aþenu í apríl árið 1973



Boeing 747 vél TWA á Heahrow árið 1977



Tvær júmbó-þotur Pan AM



Aerolineas Argentinas í París árið 1979



Júmbó-þota Eastern Air Lines í flugtaki á JFK árið 1971



Boeing 747-100 vél TAP - Transportes Aereos Portugueses á flugvellinum í Rio de Janeiro árið 1978







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga