flugfréttir
MH370 gæti fundist á næstu 4 vikum
- Flugstjóri reiknaði út „réttu staðsetninguna“ og leitarskipin nálgast þann stað
Simon Hardy er stærðfræðingur og flugstjóri á Boeing 777
Miklar væntingar eru gerðar til þess að malasíska farþegaþotan sem hvarf þann 7. mars árið 2014, flug MH370, sé að fara koma í leitirnar á næstu fjórum vikum.
Samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB) segir að leitarskipið Fugro Discovery sé nú að nálgast þann stað sem nokkrir sérfræðingar hafa veðjað á að sé sú staðsetning þar sem flak vélarinnar liggur
á hafsbotni.
Flugsíðan Flightglobal hefur m.a. birt staðsetninguna sem er S39 22´46" og E087 6´20" sem var upphaflega
reiknuð af Simon Hardy sem er stærðfræðingur og flugstjóri og flýgur Boeing 777 vél, sömu tegundar og vél Malaysia Airlines sem leitað hefur verið af í 20 mánuði.
Ekkert brak hefur fundist sem tilheyrir vélinni fyrir utan flaperon sem rak upp á land við strendur Reunion-eyjunnar
í Suður-Indlandshafi sem staðfest hefur verið að tilheyri malasísku farþegaþotunni.
Sú staðsetning þar sem Simon Hardy telur að flug MH370 sé
að finna
Hardy flugstjóri segist vera mjög spenntur fyrir framhaldinu og hvað muni gerast á næstu vikum þar sem hann hefur varið
miklum tíma í að reikna út mögulega flugleið vélarinnar út frá ýmsum tæknilegum þáttum er varða Boeing 777 vélina, heildarþyngd vélarinnar m.a.v. fjölda farþega og þyngd á frakt og magn þess eldsneytis sem var á vélinni auk veðurfars.
Enginn hefur enn gagnrýnt útreikninga Hardy
„Það magnaða við útreikninga Hardy er að af öllum þeim kenningum og vísbendingum sem hafa sprottið upp varðandi leitina að MH370 þá hefur engin skotið útreikningana hans í kaf þótt búið sé að birta greinar um hann og staðsetninguna í þúsundum fjölmiðla“, segir David Learmount hjá Flightglobal.
Talið er að skipið Fugro Discovery muni ljúka við að leita á því svæði sem Hardy telur að vélina sé að finna
samkvæmt sínum útreikningum þann 3. desember og ætti því að koma í ljós á næstu vikum hvort að flugstjórinn
hafi rétt fyrir sér.
Hardy, sem er flugstjóri hjá stóru flugfélagi, segir að samúð hans með ættingjum og aðstandendum, varð til þess að hann settist niður og gerði sjálfur sína eigin útreikninga á því hvar vélin gæti hafa brotlent en hann segir að eins og margir aðrir flugmenn hafi hann tekið hvarf vélarinnar nærri sér.
Alltumflug.is greindi frá útreikningum Simon Hardy á aðfangadag í fyrra og má lesa þá frétt hér að neðan.
Flugstjóri á Boeing 777 hefur reiknað út hvar malasíska þotan fór í sjóinn
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.