flugfréttir

Ný ofurþota gæti flogið frá London til New York á 30 mínútum

- Barnabarn Bombardier hannar Skreemr-þotuna sem mun fljúga á Mach 10

16. nóvember 2015

|

Frétt skrifuð kl. 14:00

Tölvuteiknuð mynd af Skreemr-þotunni sem Charles Bombardier og Ray Mattison hafa hannað

Hljóðfrátt flug hefur verið mikið til umræðu og sl. misseri hafa borist fréttir um nokkur fyrirtæki og aðila sem segjast vera með nýja hljóðfrá farþegaþotu á teikniborðinu sem er ætlað að koma á markað í náinni framtíð.

Nýjasta hugmyndavélin sem kynnt hefur verið til leiks er Skeemr en ef sá draumur verður að veruleika þá verður sú vel sú hraðfleygasta og gæti flogið 5 sinnum hraðar en Concorde.

Skeemr er ætlað að ná tíföldum hljóðraða og geta flogið á Mach 10 sem jafngildir 12.300 kílómetra hraða á klukkustund sem þýðir að vélin myndi fljúga yfir Atlantshafið frá London til New York á hálftíma - Það myndi varla taka því að setjast niður og spenna beltin.

30 mínútna flug myndi gera Atlantshafið að stöðuvatni milli tveggja heimsálfa en ef vélin myndi fljúga þvert yfir Ísland úr austri þá væri hún 2,5 mínútur að fara frá Dalatanga að Snæfellsjökli sem tekur farþegaþotu á borð við Boeing 777 um 30 mínútur.

Kanadíski hönnuðurinn og verkfræðingurinn Charles Bombardier

Það eru kanadíski hönnuðurinn, verkfræðingurinn og frumkvöðullinn Charles Bombardier sem hefur unnið að því að teikna upp hugmyndir að Skeemr-þotunni ásamt hönnuðinum Ray Mattison en þeir sjá fyrir sér að vélinni yrði skotið á loft eftir segulteini á hraðanum Mach 4 en eftir að þotan fer að brenna fljótandi súrefni mun hún ná nægilegri flughæð til virkja „scramjet“-hreyfla.

Þegar vélin er komin á enn meiri hraða munu hreyflarnir brenna blöndu af vetni og þjöppuðu súrefni sem myndi auka farflugshraðann upp í 12.300 km/klst.

Nokkur vandamál sem þyrfti að leysa til að láta dæmið ganga upp

Enn eru mörg ljón í veginum sem þarf að leysa er kemur að eðlisfræði og nokkur lögmál sem þarf að finna lausn á en t.a.m. er ekki vitað hvaða efni væri hentugast í flugvélasmíðina þar sem efnið þyrfti að þola gríðarlega mikin hita.

Ef Skreemr verður að veruleika mun þotan ná 12.300 kílómetra hraða

Þá þarf einnig að finna lausn á því hvernig væri hægt að koma vélinni á loft án þess að láta alla farþegana um borð æla vegna áhrifanna frá þyngdarhröðun en þrátt fyrir það er Bombardier vongóður um að hægt verði að yfirstíga þessar hindranir.

Charles Bombardier er barnabarn Joseph-Armand Bombardier sem stofnaði kanadíska fyrirtækið Bombardier sem í dag framleiðir farþegaþotur og einkaþotur á borð við Canadair, CSeries, Learjet, Global og Challenger.

Þótt að mörg ár verði í að hljóðfrátt farþegaflug muni leysa af hefðbundnar farþegaþotur þá er kapphlaupið hafið en í haust sótti Airbus um einkaleyfi fyrir hljóðfrárri farþegaþotu sem er ætlað að ná fjórföldum hljóðhraða og þá hefur hópur flugmanna sem kallar sig Club Concorde unnið að því að safna 32 milljörðum króna til að koma Concorde aftur í framleiðslu fyrir árið 2019.

Það gæti því orðið raunveruleiki að hægt verði að borða morgunmat í New York, hádegismat í London, kvöldmat í Tókýó og vera komin aftur til New York fyrir háttatíma.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga