flugfréttir

Flugvélin sem brotlenti á húsinu

- Tilraun með að lenda á einum hreyfli mistókst

19. desember 2015

|

Frétt skrifuð kl. 19:36

Slökkviliðsmenn á vettfangi við hús númer 198 á Tuffley Avenue árið 1963

Þessi ljósmynd birtist í öllum helstu fjölmiðlum heims á sjötta áratug síðustu aldar þegar tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Vickers Varsity brotlenti ofan á húsi í Gloucester í Bretlandi.

Það var kl. 8:45 að morgni miðvikudagsins 27. mars árið 1963 að flugumferðarstjórinn William Johnson opnaði flugturninn á Staverton-flugvellinum þegar flugmaðurinn Kelston Thomas kom við upp í turninn og lét hann vita að hann og annar flugmaður, Russell Palmer að nafni, vildu fljúga Varsity vélinni og gera tilraunaæfingar með að lenda á einum hreyfli.

Veðrið var gott m.a.v. árstíma en Johnson hafði áhyggjur af vindi þar sem var farið að hvessa á flugbraut 22 sem var í notkun en Thomas og Palmer vildu gera snertilendingar á Pershore-flugvellinum sem var skammt frá.

1.500 lítrar af eldsneyti voru settir á vélina sem var miklu meira en nóg fyrir stutta æfingu en þeir vildu hafa þyngd vélarinnar svipaða og hún væri fulllestuð til að gera æfingarnar raunverulegri.

Thomas sat í flugstjórasætinu og Palmer hægra megin og byrjuðu þeir að aka í átt að flugbrautinni og settu þeir bremsurnar á þegar komið var á braut 22 og settu fullt afl á báða mótorana í 30 sekúndur áður en þeir tóku þær af og fóru í flugtak. Vélin fór á loft kl. 9:45.

Thomas og Palmer lækkuðu flugið skömmu eftir flugtak og fór fram á leyfi til að gera eina snertilendingu. Um leið og vélin lenti settu þeir fullt afl og fóru aftur í loftið og flugu í átt að Pershore flugvellinum.

Þessi ljósmynd birtist í mörgum fjölmiðlum daginn eftir slysið

Vélin var í 1.000 fetum í aðflugi að Pershore samkvæmt áætlun þeirra þegar þeir slökktu á öðrum hreyflinum sem var hægri hreyfillinn en þeir höfðu farið yfir gátlistann fyrir æfingar þar sem lent er á einum hreyfli.

Slökkt var á mótornum með því að smella takkanum á ICO („idle cut-off“) á mælaborðinu fyrir ofan flugmennina sem stoppaði eldsneytisflæði til mótorsins en takkinn var sérstaklega varinn til að koma í veg fyrir að ýtt væri á hann fyrir slysni.

Klukkan 10:10 lenti vélin á braut 21 á Pershore-flugvellinum á einum hreyfli. Lendingin gekk vél og ók vélin af brautinni og aftur að brautarendanum á meðan Thomas og Palmer settu aftur hægri hreyfilinn í gang til að fara aftur á loft á báðum.

Thomas bað um leyfi til flugtaks og vélin fór í loftið kl. 10:25 og var stefnan tekin aftur á Stavarton og fimm mínútum síðar var beðið um leyfi til að lenda þar og Johnson flugumferðarstjóri gaf leyfi til lendingar.

Johnson bað þá um að láta sig vita þegar vélin væri í 2 mílna fjarlægð frá brautinni og þeir byrjuðu að undirbúa lendingu með einum hreyfli en í þetta skiptið ákváðu þeir að slökkva á vinstri mótornum.



Thomas og Palmer höfðu báðir lent svo oft á braut 22 á Stavarton að þeir þekktu aðflugið eins og lófann á sér. Þegar vélin var yfir Hayden lét Thomas flugturninn vita að þeir væru alveg að koma og bað um leyfi fyrir aðflugi og til að fljúga yfir brautina og fara í fráflug án þess að lenda.

Nokkrum sekúndum síðar fór vélin yfir brautarenda 22 í 200 feta hæð með hjól og flapsa niðri og þegar hinn brautarendinn nálgaðist byrjuðu þeir að hækka flugið rólega aftur.

Annar flugmaður gaf því gaum að ekki væri allt með felldu

Á þessum tímapunkti leit allt eðlilega út og nokkrir sjónarvottar horfðu á vélina fljúga yfir og þar á meðal flugmaðurinn Keith Doughan sem var um borð í einkaflugvél sinni við brautarendann á 22 og beið eftir að fá leyfi til að fara í loftið.

Mynd af vélinni G-APAZ áður en slysið átti sér stað

Keith horfði á Varsity vélina hækka sig á loft hægt og rólega á einum hreyfli þegar hann fékk sjálfur leyfi til að fara í flugtak. Hann gaf því hinsvegar gaum að vél þeirra félaga var farin að beygja til hægri sem var frekar óvenjulegt þar sem reglan varðandi flugtök frá braut 22 var að allt flug skuli fara til vinstri til að fara ekki beint yfir miðbæ Gloucester.

Keith fór í loftið 40 sekúndum síðar og kveikti á talstöð sinni og heyrði þá strax rödd Thomas segja: „Mayday. Total engine failure. Going down on outskirt of Gloucester“.

Keith horfði niður upp fyrir mælaborðið og sá vélina á litlum hraða í aflíðandi stefnu yfir húsaþyrpingu en skyndilega hvarf vélin og hann sá reyk stíga til himins.

Nokkrum sekúndum áður hafði vélin flogið yfir skrifstofur breska flughersins í Gloucester og sá R. Stevenson, hershöfðingi, vélina er hún fór yfir og gerði hann sér grein fyrir því hvað væri í gangi.

Stevenson hljóp út í bílinn og brenndi af stað í þá átt sem hann taldi að vélin myndi koma niður en hún flaug í átt að miðbænum og í sömu stefnu og lestarteinarnir inn í bæinn.

Vélin flaug yfir Stroud Road götuna og Linden Road og rétt slapp yfir húsþakið á Ribston Hall kvennskólanum og nokkrar stúlkur, sem voru að spila hokkí, urðu skelkaðar er vélin fór mjög lágt yfir þær.

Hraðinn var það lítill að vélin var ekki að fara haldast mikið lengur á lofti en talið er að Thomas og Palmer hafi ætlað að reyna lenda á íþróttavellinum við Crypt skólann sem var nokkrum hundrum metrum framundan við Tuffley Avenue.

Nokkrir sjónarvottar sáu er þeir settu hjólin niður og var vélin aðeins í 45 feta hæð (15 metrar) en eitt hús var í vegi fyrir þeim sem var hús númer 189 sem kallað var Longmead.

Vélin brotlenti á húsinu og var höggið mjög mikið og báðir vængirnir rifnuðu af og féllu annars vegar í bakgarðinn á meðan ytri vænghlutinn lokaði fyrir umferðina en hægri vængurinn endaði á milli tveggja húsa og flugvélaeldsneytið lak út um allt og niður eftir götunni.

Vélin ofan á þakinu séð frá sjónarhorni að aftan

Thomas og Palmer létust báðir í slysinu en þrír íbúar í húsinu sluppu heilir á húfi, 85 ára kona, vinkona hennar og kona sem var heimilishjálp. Öll sluppu þau út úr rústunum sem hrundu af þakinu en en enginn eldur kom upp og engin sprenging varð þrátt fyrir hversu hörð lendingin varð.

R. Stevenson mætti á staðinn og hljóp inn í húsið og fann lík Thomas á gólfinu á efstu hæðinni. Hann hélt áfram upp á þak og inn í flakið þar sem hann sá Palmer látinn en Stevenson ákvað að fara út og snerta ekki við neinu þar sem neyðarteymi og slökkvilið var á leiðinni á staðinn.

Áhersla lögð á að minnka eldhættuna

Björgunarlið var komið á staðinn og slökkvilið byrjaði að sprauta froðu á flakið á þakinu til öryggis vegna eldhættu og fleiri lögreglumenn komu á staðinn og þar á meðal tveir sem voru ekki á vakt en þeir gengu hús úr húsi til að biðja fólk um að nota ekki eldavélar eða kveikja á kertum vegna eldhættu.

Mikið brak féll af þakinu bæði af byggingunni og af vélinni sjálfri

Á meðan reyndu lögreglumenn að hafa hemil á mannfjöldanum sem var farinn að myndast kringum húsið og þurfti að setja grindverk og girða svæðið af vegna þessa.

Björgunaraðgerðir við að ná flakinu niður hófust strax daginn eftir og nokkrir hermenn og björgunarsveitir voru kallaðir á vettfang og einnig R.C. Warren, yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa sem kom frá London.

Warren fór inn í húsið og inn í flak vélarinnar þar sem hann sá m.a. að eldsneytisdælurnar voru báðar á ON og líka fuel cross-feed en ICO fyrir báða hreyflana voru á OFF en rofarnir sjálfir á ON og eldsneytisinngjöfin í botni fram á við.

Vængirnir voru fjarlægðir af slysstað fyrsta daginn en erfiðlega gekk að taka skrokkinn sjálfan af þakinu þar sem flugherinn hafði ekki neinn krana í nánd við Gloucester.

Engin ummerki um bilun í vélinni

Kalla þurfti til krana frá verktakafyrirtækinu G.W. Sparrow & Son Ltd. frá breska bænum Bath en kraninn var sá stærsti í Evrópu og þurfti lögreglufylgd á meðan hann var fluttur til Gloucester en kraninn gat lyft allt að 70 tonnum.

Flakið var fjarlægt mjög varlag af þakinu en þrátt fyrir varkárni þá hrundi gríðarlegt magn af braki af þakinu sjálfu og lagði mikinn mökk yfir svæðið og áhorfendahópinn.

Mótorarnir voru sendir til rannsóknar og voru þeir rifnir í smáar einingar og rannsakaðir en ekkert athugavert kom í ljós sem gaf til kynna neina áreiðanlega orsök.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi kallaði 17 manns í skýrslutöku sem urðu vitni að því er vélin flaug síðustu metrana yfir hverfið skömu áður en hún brotlenti.

Tuffley Avenue númer 189 í dag (húsið til hægr). Nýtt hús stendur núna á þeim stað þar sem húsið var rifið eftir brotlendinguna

Bráðabyrgðarskýrsla kom út um haustið sama ár (1963) og í kjölfar var gefið út NOTAM varðandi flug á tveggja hreyfla skrúfuvélum þar sem slökkt er vísvitandi á öðrum hreyfli.

Engin bilun fannst og var ljóst að vélin var í mjög góðu ásigkomulagi og aldrei hafði hún áður lent í flugslysi þar sem fyrri skemmdir gætu hafa orsakað slysið.

Warren skrifaði lokaskýrsluna þar sem talið var að mistök flugmanna hafi átt sinn hlut þar sem í ljós kom að þeir höfðu óvart lokað fyrir eldsneytisflæði á hægri hreyfilinn þegar þeir ætluðu að stilla ICO rofann í „cut-off“ stöðu og var vélin í of lítilli hæð fyrir flugmennina til að ná að vinna úr því að átta sig á því hvað fór úrskeiðis á sama tíma og þeir reyndu að afstýra flugslysi.

Húsið sem flugvélin brotlenti á var að lokum rifið þar sem ekki var talið að viðgerð myndi svara kostnaði.

Victor Varsity vélarnar eru samt sem áður álitnar mjög öruggar vélar og eru ennþá nokkrar í umferð í heiminum í dag. 163 vélar af þessari gerð voru smíðaðar en sautján vélar eyðilögðust í flugslysum og þar af þrjár á vegum breska flughersins.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga