flugfréttir

Airbus þróar kerfi sem kemur auga á dróna og hindrar nálægð við flugvelli

10. janúar 2016

|

Frétt skrifuð kl. 21:52

Búnaðurinn nefnist „counter-UAV system“ kemur með innrauðu myndavélakerfi og skynjurum sem þróaðir eru af Airbus Defense and Space

Airbus hefur unnið að þróun á nýju varnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að drónum sé flogið yfir bannsvæði eins og í nágrenni flugvalla.

Airbus kynnti kerfið á ráðstefnunni Consumer Electronics Show sem fram fór í Las Vegas en búnaðurinn mun hindra óviðkomandi yfirflug dróna í nálægð við þau svæði sem slíkt er bannað.

Eins og flestir vita þá hafa komið upp fjölmörg atvik þar sem tilkynnt er um fljúgandi flygildi nálægt flugvélum og er orðið daglegt brauð að flugmenn tilkynna um dróna í að flugi að flugvöllum.

Mörg tilvik hafa komið upp sl. misseri þar sem drónum hefur
verið flogið nálægt flugvélum

Búnaðurinn, sem nefnist „counter-UAV system“, kemur með innrauðu myndavélakerfi og skynjurum sem þróaðir eru af Airbus Defense and Space og tengist búnaðurinn ratsjárkerfi flugvalla sem setur í gang hindrunarbúnað.

Hægt er að stilla radís hættusvæðisins upp í allt að 10 kílómetra en ef fljúgandi flygildi fer inn á hættusvæðið þá mun hindrunarbúnaður trufla samskipi milli drónans og þess sem stjórnar flygildinu og í leiðinni er hægt að staðsetja aðilann sem flýgur því með mikilli nákvæmni og í framhaldi af því má gera lögregluyfirvöldum viðvart.

Airbus Defense and Space býr yfir mjög þróaðri tækni sem kallast Smart Responsive Jamming Technology sem hindrar aðeins þá tíðni sem drónar nota án þess að hafa áhrif á aðrar tíðnir sem eru í gangi á sama svæði en búnaðurinn hefur m.a. verið notaður við hernað.

Önnur fyrirtæki á borð við Boeing vinna einnig að svipaðri tækni en búnaðurinn sem Boeing hefur verið að þróa mun einfaldlega skjóta niður drónan með lasergeislum.

Búnaðurinn frá Airbus mun koma í veg fyrir að hægt sé að fljúga drónum í nálægð við óviðkomandi svæði á borð við flugvelli  fréttir af handahófi

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Fresta afhendingum á öllum nýjum þotum frá Airbus

3. september 2020

|

Qatar Airways hefur náð samkomulagi við Airbus um að fresta móttöku á þeim farþegaþotum sem félagið hefur pantað að undanförnu vegna kórónaveirufaraldursins en flugfélagið á einnig í viðræðum við B

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00