flugfréttir

Af hverju var framleiðslu á Boeing 757 hætt?

28. janúar 2016

|

Frétt skrifuð kl. 20:45

Fanndís (TF-FII) í aðflugi að London Heathrow í júní árið 1993

Fáar vélar, sem ekki lengur eru framleiddar, hafa verið eins mikið í umræðunni og Boeing 757 og mikið var rætt um endurkomu hennar árið 2014 og í fyrra.

Boeing 757 var 80s vél - „barn níunda áratugarins“, sem var framleidd í yfir eitt þúsund eintökum á sínum tíma allt frá því fyrsta vélin var smíðuð árið 1982 og þar til seinasta eintakinu var ýtt út úr samsetningarsal í Renton þann 11. ágúst árið 2004.

Boeing 757 var „arftaki“ Boeing 727 vélarinnar en úr varð vél sem var meira sér á parti en upphaflega var gert ráð fyrir og kom útkoman mörgum flugfélögum á óvart.

Með kröftugum hreyflum klifraði Boeing 757 betur en aðrar sambærilegar vélar og þurfti allt að helmingi minni braut og passaði hún vél á mörgum flugleiðum og þá sérstaklega í innanlandsflugi vestanhafs en flugfélög í Evrópu uppgötvuðu kosti hennar og var hún vinsæl í Evrópuflugi til sólarlanda við Miðjarðarhafið.

Svarthvít mynd af Boeing 757 í framleiðslu árið 1981

Á þessum 22 árum smíðaði Boeing 1.050 vélar af þessari gerð sem er 5. vinsælasta farþegaþota framleiðandans á eftir Boeing 737, 747, 777 og Boeing 767 og voru 1.049 afhentar til flugfélaganna fyrir utan fyrstu prótótýpuna.

Þrátt fyrir að 8 sinnum fleiri Boeing 737 vélar voru framleiddar þá hefur Boeing 757 verið mjög eftirsótt hjá mörgum flugfélögum í heiminum sem hafa haft hana í flota sínum.

Næstum öll flugfélögin í Bandaríkjunum pöntuðu Boeing 757 vélina auk þess sem hún var vinsæl í Asíu og fljótlega urðu flugfélögin vör við að þarna var kraftmikill vinnuhestur á ferðinni sem gat bæði flogið með marga farþega langar vegalengdir og yfir heilu höfin milli tveggja heimsálfa og einnig hentaði hún í styttri flugleiðir þar sem mikil eftirspurn var eftir flugsætum.

Vélin var það vinsæl á tíma að meira að segja Rússar reyndu að herma eftir hönnuninni með Tupolev Tu-204 vélinni sem kom á markaðinn 7 árum á eftir Boeing 757 eða ári 1989 sem er sama ár og Boeing var að drukkna í pöntunum í Boeing 757 en það árið komu flestar pantanirnar í vélina.

Boeing 757-200 í samsetningarsal í Renton árið 1989

Pantanir í Boeing 757 voru mjög góðar fram yfir aldarmót en árið 2001 voru pöntuð 37 eintök en næstu þrjú árin komu aðeins inn pantanir í 7 vélar eftir mjög gott flæði af pöntunum árin þar á undan.

Á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar var framleiðslan í hámarki en Boeing fór að athuga hvort grundvöllur væri á að gera endurbætur á vélinni annað hvort með því að lengja flugþolið með útgáfu á borð við Boeing 757-200ER eða gera lengri vél með fleiri sætum.

Evrópsk flugfélög voru spenntari fyrir lengri útgáfu með fleiri sætum þar sem eftirspurn var eftir slíkri vél til þess að fljúga með fleiri farþega í sólina á borð við Kanarí-eyjar en þýska flugfélagið Condor fékk fyrstu Boeing 757-300 vélina afhenta sem tók 50 fleiri farþega og hafði rými fyrir 50% meiri frakt.

Condor var ekki eina flugfélagið því American Trans Air, Arkia Israel Airlines, Continental Airlines, Icelandair, og Northwest Airlines fylgdu í kjölfarið.

Allt gert til að fá fleiri pantanir í Boeing 757

Pöntunum fór að fjölga umtalsvert í Boeing 737 vélarnar á sama tíma og Boeing þurfti að fá meira pláss í verksmiðjunum í Renton fyrir þá framleiðslu og einnig fyrir framleiðsluna á Boeing 737NG vélunum en sölumenn reyndu samt að fá inn fleiri pantanir í Boeing 757 en án árangurs.

Starfsmenn í Wichita í Kansas setja saman fyrsta flugstjórarnklefann fyrir Boeing 757-300 vélina árið 1998

Boeing gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að halda framleiðslunni gangandi og kembdu nánast hvert einasta flugfélag sem gæti notið ávinningsins af Boeing 757 vélinni.

Síðasta tilraun var gerð til að selja FedEx fleiri Boeing 757 vélar til að halda framleiðslusalnum gangandi en vöruflutningarisinn hafnaði því og á sama tíma rigndi inn pöntunum í Boeing 737-800 með pantanir í yfir 200 vélar á mánuði á meðan ekkert flugfélag pantaði Boeing 757.

FedEx hinsvegar pantaði tveimur árum síðar 20 notaðar Boeing 757 vélar og lét breyta þeim í fraktvélar sem reyndist dýrara en tilboðið sem Boeing gaf þeim með afslætti sem fór að nálgast verð á nýrri Boeing 737.

Boeing sagði að nýjasta útgáfan af Boeing 737 vélinni myndi fylla í skarðið fyrir Boeing 757 vélarnar en flugfélögin voru á sama tíma að panta í auknu mæli Airbus A320 þar sem þær og Boeing 737 þóttu hagkvæmari kostur.

Kynningarefni frá Boeing árið 1994 sýnir ávinningin af því fyrir flugfélög að hafa sameinlega tegundaráritun fyrir Boeing 757 og 767

Boeing 737 Next Generation vélarnar komu með hagkvæmari hreyflum og buðu upp á lægri rekstarkostnað en Boeing hafði ekki tilkynnt um endurbættari útgáfu fyrir Boeing 757 áður en pantanirnar fóru dvínandi enda hefði enginn hreyflaframleiðandi haft tíma til þess að þróa nýjan hreyfil fyrir Boeing 757 í tæka tíð.

Boeing vonaðist til þess að Boeing 757-300 vélin myndi bjarga 757 framleiðslunni en svo varð ekki og kom reiðarslagið í október árið 2003 þegar Continental Airlines ákvað að breyta pöntun sinni í Boeing 757-300 yfir í Boeing 737-800.

Hækkandi verð á þotueldsneyti frá árinum 2004 til 2008 þrefaldaði rekstrarkostnaðinn við Boeing 757 vélarnar fyrir flugfélögin sem varð til þess að Boeing og fyrirtækið Aviation Partners kynntu til sögunnar vænglinga á Boeing 757 vélarnar sem urðu við það 5% sparneytnari og gátu flogið allt að 370 kílómetrum lengri vegalengd.

Var framleiðslu á Boeing 757 hætt of snemma?

Fljótlega er fór að líða á fyrsta áratug nýrrar aldar fór eftirspurn að aukast eftir Boeing 757 þegar fjögur ár voru liðin frá því að framleiðslunni var hætt.

Icelandair er meðal þeirra flugfélaga sem þurfti fljótt á fleiri Boeing 757 vélum að halda og er aðeins 1/3 flugflotans vélar sem Icelandair pantaði nýjar á meðan 2/3 vélanna hafa verið keyptar notaðar frá bandarískum flugfélögum meðal annars.

Boeing 757-300 vél Icelandair (TF-FIX) á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Boeing 757 varð eftirsóttari með tilkomu vænglinga sem stóð félögunum til boða sem gerði vélarnar hagkvæmari og lengdi flugþol þeirra og bandarísk flugfélög fóru í auknu mæli að nota þær yfir Atlantshafið auk þess sem fraktflugfélög hafa sóst eftir að fá fraktútgáfu af Boeing 757.

Þótt að margir eru á þeirri skoðun að stöðva framleiðslu vélarinnar hafi verið það eina rétta og eini möguleikinn í stöðinni fyrir Boeing þá eru sumir sem telja að lengri útgáfan, Boeing 757-300, hefði geta fengið fleiri pantanir ef framleiðslunni hefði ekki verið hætt.

Þegar framleiðslunni var hætt var öllum tækjum og tólum fargað og fleygt og sögusagnir segja að teikningunum hefði einnig verið kastað - Boeing ákvað að einbeita sér að Boeing 737NG auk þess sem Boeing var farið að huga að Boeing 7E7 sem síðar var Boeing 787.

Í dag er 70% af þeim Boeing 757 vélum, sem smíðaðar voru, enn í umferð sem telja 738 vélar en þess má geta þá eru 50% af Boeing 737 vélunum í umferð sem voru framleiddar og aðeins 1/3 af þeim júmbó-þotum sem smíðaðar voru.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga