flugfréttir

35 ára forritari ætlar að endurvekja farþegaflug á tvöföldum hljóðhraða

- Stofnaði Boom Technology í kjallaranum árið 2014

22. mars 2016

|

Frétt skrifuð kl. 11:49

School starfaði áður sem forritari hjá Amazon.com

Það eru margir sem vilja sjá hljóðfrátt flug verða að veruleika aftur. Sumir vilja koma Concorde-þotunni aftur á flug og mörg fyrirtæki segjast vera að vinna að hönnun flugvéla sem munu koma til með að fljúga á hljóðhraða.

Flest þau fyrirtæki sem vinna að nýrri ofurþota sem á að koma til með að fljúga á mörgföldum hljóðraða eru þó ekki að vinna að flugvél sem er ætlað að þjóna hefðbundnu áætlunarflugi þar sem markhópurinn enn sem komið er virðist vera ríkir kaupsýslumenn sem vilja komast með skjótum hætti milli heimsálfa.

Sprotafyrirtæki eitt í Denver í Colorado vinnur nú að þróun á hljóðfrárri þotu sem á að ná tvöföldum hljóðhraða og stefnt er á að farþegar muni ekki greiða meira en sem nemur venjulegum „business class“ farmiða með Boeing 777.

Joe Wilding, yfirverkfræðingur hjá Boom og Blake School, stofnandi Boom, sitja í líkani af stjórnklefa vélarinnar sem settur var saman úr pappa og krossvið

Fyrirtækið heitir Boom Technology og þar er verið að þróa hljóðfráa þotu sem mun hafa sæti fyrir 40 farþega og geta flogið á hraðanum Mach 2.2 sem þýðir að hægt væri að fljúga frá London til New York á 3:24 klukkutímum.

Blake School, stofnandi Boom Technology, segir að meðalverð á farmiða fram og til baka með þotunni sem fyrirtækið er að þróa muni kosta um 625.000 krónur.

„Markmiðið er að smíða flugvél sem fer hraðar en nokkur önnur farþegaþota fyrir svipað verð og farþegar eru að greiða fyrir sæti á viðskiptafarrými“, segir School.

School, sem er 35 ára, er langt frá því að hafa viðamikla reynslu af flugvélasmíði en hann er einkaflugmaður og forritari sem hóf feril sinn hjá Amazon.com þar sem hann þróaði auglýsingakerfi en því næst stofnaði hann sitt eigið fyrirtækið, Kima Labs, en seldi það árið 2012 og fékk nægan pening fyrir til að stofna stærra fyrirtæki.

School ákvað að reyna fyrir sér með þróun á hljóðfrárri þotu og fékk þá hugmynd árið 2013 en hann hefur verið í einkafluginu í næstum 10 ár og taldi að vel mætti skoða möguleikann á því að mæta flugsamgöngur og gera þær hraðskreiðari á ný.

School hefur aflað sér ýmissa upplýsinga, keypt sér margar bækur um flugvélasmíði og talað við ótal sérfræðingar í flugheiminum.

Blake School, stofnaði Boom Technology, í kjallaranum heima
hjá sér árið 2014

„Fólkið sem við höfum tala við hafa litið yfir áætlunina okkar og segja að þetta sé tæknilega mögulegt“, segir School, sem stofnað Boom í kjallaranum í íbúðinni sinni í september árið 2014 og náði hann einnig að fá teymi sérfræðinga og flugvélahönnuði til liðs við sig.

Starfsmenn sem hafa unnið fyrir Lockheed Martin og NASA

Í janúar á þessu ári flutti Boom starfsemi sína úr kjallaranum í flugskýli á Centennial flugvellinum skammt frá Denver en í sama skýli eru fjölmörg önnur nýsköpunarfyrirtæki sem starfa í fluginu sem eru m.a. að þróa rafmagnsflugvélar og einkaþotu sem á að geta hafið sig lóðrétt á loft.

Boom Technology hefur 11 starfsmenn í dag, sex þeirra eru flugmenn en aðrir starfsmenn eru verkfræðingar sem koma m.a. frá Pratt & Whitney, NASA, Lockheed Martin og Northrop Grumman.

Hljóðfráa flugvélin sem Boom vinnur að verður smíðuð með nýrri tegund af koltrefjablönduðu plastefni og nýr hugbúnaður, sem School hefur þróað, mun framkvæma allar tilraunir með flugvélina og þarf því ekki að framkvæma prófanir í vindgöngum.

Samkvæmt líkindaútreikningum frá forritinu þá verður vélin allt að 30% hljóðlátari og hagkvæmari en Concorde-þotan var. Fjörutíu sæti verða um borð í vélinni í einfaldri sætaröð sitthvorum megin við ganginn sem þýðir að allir farþegar sitja við glugga.

Módel af Boom Supersonic Jet

Vélin mun geta flogið upp í 60.000 feta og mun hún geta flogið t.a.m. frá San Francisco til Tókýó á 5 tímum og á sex tímum frá Los Angeles niður til Sydney í Ástralíu en School segir að flugvélin muni henta fyrir yfir 500 mismunandi flugleiðir í heiminum.

Verkfræðingarnir hjá Boom segja að verkefnið sé allt að smella saman og sé búið að smíða líkan af stjórnklefanum og farþegarýminu úr harðpappa og krossvið.

Þá verða sætin úr leðri og til að tryggja að þau verði þægileg þá lét School starfsmenn sína sitja í þeim í nokkrar klukkustundir til að sjá hvaða reynslu það myndi gefa.

School segir að Boom Technology hafi ekki komið með neina nákvæma dagsetningu varðandi hvenær vélin kemur á markaðinn en hann segir að eitt flugfélag í Bretlandi hafi gert samkomulag við þá um að fjárfesta í vélinni fyrir allt að 250 milljörðum króna þegar hún verður tilbúin.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga