flugfréttir

35 ára forritari ætlar að endurvekja farþegaflug á tvöföldum hljóðhraða

- Stofnaði Boom Technology í kjallaranum árið 2014

22. mars 2016

|

Frétt skrifuð kl. 11:49

School starfaði áður sem forritari hjá Amazon.com

Það eru margir sem vilja sjá hljóðfrátt flug verða að veruleika aftur. Sumir vilja koma Concorde-þotunni aftur á flug og mörg fyrirtæki segjast vera að vinna að hönnun flugvéla sem munu koma til með að fljúga á hljóðhraða.

Flest þau fyrirtæki sem vinna að nýrri ofurþota sem á að koma til með að fljúga á mörgföldum hljóðraða eru þó ekki að vinna að flugvél sem er ætlað að þjóna hefðbundnu áætlunarflugi þar sem markhópurinn enn sem komið er virðist vera ríkir kaupsýslumenn sem vilja komast með skjótum hætti milli heimsálfa.

Sprotafyrirtæki eitt í Denver í Colorado vinnur nú að þróun á hljóðfrárri þotu sem á að ná tvöföldum hljóðhraða og stefnt er á að farþegar muni ekki greiða meira en sem nemur venjulegum „business class“ farmiða með Boeing 777.

Joe Wilding, yfirverkfræðingur hjá Boom og Blake School, stofnandi Boom, sitja í líkani af stjórnklefa vélarinnar sem settur var saman úr pappa og krossvið

Fyrirtækið heitir Boom Technology og þar er verið að þróa hljóðfráa þotu sem mun hafa sæti fyrir 40 farþega og geta flogið á hraðanum Mach 2.2 sem þýðir að hægt væri að fljúga frá London til New York á 3:24 klukkutímum.

Blake School, stofnandi Boom Technology, segir að meðalverð á farmiða fram og til baka með þotunni sem fyrirtækið er að þróa muni kosta um 625.000 krónur.

„Markmiðið er að smíða flugvél sem fer hraðar en nokkur önnur farþegaþota fyrir svipað verð og farþegar eru að greiða fyrir sæti á viðskiptafarrými“, segir School.

School, sem er 35 ára, er langt frá því að hafa viðamikla reynslu af flugvélasmíði en hann er einkaflugmaður og forritari sem hóf feril sinn hjá Amazon.com þar sem hann þróaði auglýsingakerfi en því næst stofnaði hann sitt eigið fyrirtækið, Kima Labs, en seldi það árið 2012 og fékk nægan pening fyrir til að stofna stærra fyrirtæki.

School ákvað að reyna fyrir sér með þróun á hljóðfrárri þotu og fékk þá hugmynd árið 2013 en hann hefur verið í einkafluginu í næstum 10 ár og taldi að vel mætti skoða möguleikann á því að mæta flugsamgöngur og gera þær hraðskreiðari á ný.

School hefur aflað sér ýmissa upplýsinga, keypt sér margar bækur um flugvélasmíði og talað við ótal sérfræðingar í flugheiminum.

Blake School, stofnaði Boom Technology, í kjallaranum heima
hjá sér árið 2014

„Fólkið sem við höfum tala við hafa litið yfir áætlunina okkar og segja að þetta sé tæknilega mögulegt“, segir School, sem stofnað Boom í kjallaranum í íbúðinni sinni í september árið 2014 og náði hann einnig að fá teymi sérfræðinga og flugvélahönnuði til liðs við sig.

Starfsmenn sem hafa unnið fyrir Lockheed Martin og NASA

Í janúar á þessu ári flutti Boom starfsemi sína úr kjallaranum í flugskýli á Centennial flugvellinum skammt frá Denver en í sama skýli eru fjölmörg önnur nýsköpunarfyrirtæki sem starfa í fluginu sem eru m.a. að þróa rafmagnsflugvélar og einkaþotu sem á að geta hafið sig lóðrétt á loft.

Boom Technology hefur 11 starfsmenn í dag, sex þeirra eru flugmenn en aðrir starfsmenn eru verkfræðingar sem koma m.a. frá Pratt & Whitney, NASA, Lockheed Martin og Northrop Grumman.

Hljóðfráa flugvélin sem Boom vinnur að verður smíðuð með nýrri tegund af koltrefjablönduðu plastefni og nýr hugbúnaður, sem School hefur þróað, mun framkvæma allar tilraunir með flugvélina og þarf því ekki að framkvæma prófanir í vindgöngum.

Samkvæmt líkindaútreikningum frá forritinu þá verður vélin allt að 30% hljóðlátari og hagkvæmari en Concorde-þotan var. Fjörutíu sæti verða um borð í vélinni í einfaldri sætaröð sitthvorum megin við ganginn sem þýðir að allir farþegar sitja við glugga.

Módel af Boom Supersonic Jet

Vélin mun geta flogið upp í 60.000 feta og mun hún geta flogið t.a.m. frá San Francisco til Tókýó á 5 tímum og á sex tímum frá Los Angeles niður til Sydney í Ástralíu en School segir að flugvélin muni henta fyrir yfir 500 mismunandi flugleiðir í heiminum.

Verkfræðingarnir hjá Boom segja að verkefnið sé allt að smella saman og sé búið að smíða líkan af stjórnklefanum og farþegarýminu úr harðpappa og krossvið.

Þá verða sætin úr leðri og til að tryggja að þau verði þægileg þá lét School starfsmenn sína sitja í þeim í nokkrar klukkustundir til að sjá hvaða reynslu það myndi gefa.

School segir að Boom Technology hafi ekki komið með neina nákvæma dagsetningu varðandi hvenær vélin kemur á markaðinn en hann segir að eitt flugfélag í Bretlandi hafi gert samkomulag við þá um að fjárfesta í vélinni fyrir allt að 250 milljörðum króna þegar hún verður tilbúin.  fréttir af handahófi

Air Canada frestar afhendingum á ellefu Boeing 737 MAX þotum

1. maí 2018

|

Air Canada ætlar að fresta því að taka á móti ellefu Boeing 737 MAX þotum og bíða með móttöku á þeim í allt að þrjú ár þar sem flugfélagið kanadíska er að vega og meta aðra valkosti.

WOW air flýgur til þriggja borga í Rússlandi vegna HM

3. apríl 2018

|

WOW air ætlar sér að bjóða upp á nokkur sérstök leiguflug vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi í sumar með flugi til þriggja borga.

Hundurinn (TF-DOG) í lágflugi yfir Reykjavík

24. apríl 2018

|

Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00