flugfréttir

35 ára forritari ætlar að endurvekja farþegaflug á tvöföldum hljóðhraða

- Stofnaði Boom Technology í kjallaranum árið 2014

22. mars 2016

|

Frétt skrifuð kl. 11:49

School starfaði áður sem forritari hjá Amazon.com

Það eru margir sem vilja sjá hljóðfrátt flug verða að veruleika aftur. Sumir vilja koma Concorde-þotunni aftur á flug og mörg fyrirtæki segjast vera að vinna að hönnun flugvéla sem munu koma til með að fljúga á hljóðhraða.

Flest þau fyrirtæki sem vinna að nýrri ofurþota sem á að koma til með að fljúga á mörgföldum hljóðraða eru þó ekki að vinna að flugvél sem er ætlað að þjóna hefðbundnu áætlunarflugi þar sem markhópurinn enn sem komið er virðist vera ríkir kaupsýslumenn sem vilja komast með skjótum hætti milli heimsálfa.

Sprotafyrirtæki eitt í Denver í Colorado vinnur nú að þróun á hljóðfrárri þotu sem á að ná tvöföldum hljóðhraða og stefnt er á að farþegar muni ekki greiða meira en sem nemur venjulegum „business class“ farmiða með Boeing 777.

Joe Wilding, yfirverkfræðingur hjá Boom og Blake School, stofnandi Boom, sitja í líkani af stjórnklefa vélarinnar sem settur var saman úr pappa og krossvið

Fyrirtækið heitir Boom Technology og þar er verið að þróa hljóðfráa þotu sem mun hafa sæti fyrir 40 farþega og geta flogið á hraðanum Mach 2.2 sem þýðir að hægt væri að fljúga frá London til New York á 3:24 klukkutímum.

Blake School, stofnandi Boom Technology, segir að meðalverð á farmiða fram og til baka með þotunni sem fyrirtækið er að þróa muni kosta um 625.000 krónur.

„Markmiðið er að smíða flugvél sem fer hraðar en nokkur önnur farþegaþota fyrir svipað verð og farþegar eru að greiða fyrir sæti á viðskiptafarrými“, segir School.

School, sem er 35 ára, er langt frá því að hafa viðamikla reynslu af flugvélasmíði en hann er einkaflugmaður og forritari sem hóf feril sinn hjá Amazon.com þar sem hann þróaði auglýsingakerfi en því næst stofnaði hann sitt eigið fyrirtækið, Kima Labs, en seldi það árið 2012 og fékk nægan pening fyrir til að stofna stærra fyrirtæki.

School ákvað að reyna fyrir sér með þróun á hljóðfrárri þotu og fékk þá hugmynd árið 2013 en hann hefur verið í einkafluginu í næstum 10 ár og taldi að vel mætti skoða möguleikann á því að mæta flugsamgöngur og gera þær hraðskreiðari á ný.

School hefur aflað sér ýmissa upplýsinga, keypt sér margar bækur um flugvélasmíði og talað við ótal sérfræðingar í flugheiminum.

Blake School, stofnaði Boom Technology, í kjallaranum heima
hjá sér árið 2014

„Fólkið sem við höfum tala við hafa litið yfir áætlunina okkar og segja að þetta sé tæknilega mögulegt“, segir School, sem stofnað Boom í kjallaranum í íbúðinni sinni í september árið 2014 og náði hann einnig að fá teymi sérfræðinga og flugvélahönnuði til liðs við sig.

Starfsmenn sem hafa unnið fyrir Lockheed Martin og NASA

Í janúar á þessu ári flutti Boom starfsemi sína úr kjallaranum í flugskýli á Centennial flugvellinum skammt frá Denver en í sama skýli eru fjölmörg önnur nýsköpunarfyrirtæki sem starfa í fluginu sem eru m.a. að þróa rafmagnsflugvélar og einkaþotu sem á að geta hafið sig lóðrétt á loft.

Boom Technology hefur 11 starfsmenn í dag, sex þeirra eru flugmenn en aðrir starfsmenn eru verkfræðingar sem koma m.a. frá Pratt & Whitney, NASA, Lockheed Martin og Northrop Grumman.

Hljóðfráa flugvélin sem Boom vinnur að verður smíðuð með nýrri tegund af koltrefjablönduðu plastefni og nýr hugbúnaður, sem School hefur þróað, mun framkvæma allar tilraunir með flugvélina og þarf því ekki að framkvæma prófanir í vindgöngum.

Samkvæmt líkindaútreikningum frá forritinu þá verður vélin allt að 30% hljóðlátari og hagkvæmari en Concorde-þotan var. Fjörutíu sæti verða um borð í vélinni í einfaldri sætaröð sitthvorum megin við ganginn sem þýðir að allir farþegar sitja við glugga.

Módel af Boom Supersonic Jet

Vélin mun geta flogið upp í 60.000 feta og mun hún geta flogið t.a.m. frá San Francisco til Tókýó á 5 tímum og á sex tímum frá Los Angeles niður til Sydney í Ástralíu en School segir að flugvélin muni henta fyrir yfir 500 mismunandi flugleiðir í heiminum.

Verkfræðingarnir hjá Boom segja að verkefnið sé allt að smella saman og sé búið að smíða líkan af stjórnklefanum og farþegarýminu úr harðpappa og krossvið.

Þá verða sætin úr leðri og til að tryggja að þau verði þægileg þá lét School starfsmenn sína sitja í þeim í nokkrar klukkustundir til að sjá hvaða reynslu það myndi gefa.

School segir að Boom Technology hafi ekki komið með neina nákvæma dagsetningu varðandi hvenær vélin kemur á markaðinn en hann segir að eitt flugfélag í Bretlandi hafi gert samkomulag við þá um að fjárfesta í vélinni fyrir allt að 250 milljörðum króna þegar hún verður tilbúin.  fréttir af handahófi

Missti stjórn í flugtaki við að loka hlífinni yfir stjórnklefann

20. ágúst 2018

|

Lítil flugvél af gerðinni Collins RV-6A brotlenti rétt eftir flugtak í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan en orsökin er rakin til þess að athygli flugmannsins beindist að því að loka hlífinni yfir

Flugmenn í fimm löndum gætu boðað til verkfalls á föstudag

7. ágúst 2018

|

Flugmenn Ryanair í þremur löndum, Svíðþjóð, Belgíu og Írlandi, hafa allir kosið með sólarhringsverkfalli næstkomandi föstudag sem mun hafa áhrif á 146 flugferðir en flugmenn félagsins í Hollandi og

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

  Nýjustu flugfréttirnar

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.