flugfréttir

MH370: Telur að braki hafi verið komið fyrir í sjónum vísvitandi

- Engir hrúðurkarlar benda til þess að brakið hafi verið stutt í sjónum

17. apríl 2016

|

Frétt skrifuð kl. 14:53

Í nokkur skipti á þessu ári hefur fundist brak sem talið er tilheyra flugi MH370 fyrir utan fyrsta brakið sem fannst á eyjunni Réunion í júlí í fyrra

Sjálfstæður rannsóknaraðili, sem hefur rannsakað og skrifað bók og greinar um hvarf flugs MH370, telur að þau brök sem hafa fundist á þessu ári við strendur Afríku, sem talin eru tilheyra malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014, hafi verið komið fyrir vísvitandi til að villa fyrir rannsókn á hvarfi vélarinnar.

Í nokkur skipti á þessu ári hefur fundist brak sem talið er tilheyra flugi MH370 en , þann 2. mars kom Bandaríkjamaður auga á brak á strönd í Mozambique sem talið er hafa verið hluti af „kanóa“ undan væng á Boeing 777.

Í kjölfarið kom fram ungur maður sem hafði á svipuðum stað fundið hluta af stélvæng vélarinnar, þann 22. mars fannst brot úr hreyflahlíf á strönd í Suður-Afríku með merki Rolls-Royce og fjórða brakið kom í ljós þann 2. apríl sl. sem talið er vera eining af vegg á Business Class farrými vélarinnar þar sem hluturinn ber sama mynstur og finna má um borð í vélum Malaysia Airlines.

Bandaríski rithöfundurinn Jeff Wise, sem rannsakað hefur sjálfur hvarf flugs MH370, skrifaði grein á blogsíðu sinni á dögunum þar sem hann greinir frá atriðum sem hefur vakið undrun hans varðandi þessa fjóra hluti sem hafa fundist á sl. mánuðum.

Brakið sem fannst á eyjunni Réunion í júlí í fyrra (vinstra megin uppi) var það eina sem var þakið hrúðurkörlum eftir að hafa legið í sjónum í meira en ár

Ólíkt brakinu sem fannst á frönsku eyjunni Réunion í júlí í fyrra, sem er eina brakið sem hefur verið staðfest að tilheyri malasísku farþegaþotunni, þá hafa hin brökin ekki verið þakin hrúðurkörlum eða sjávargróðri.

Wise setti sig í samband við haffræðinga sem sögðu honum að ástæða þess að engir hrúðurkarlar hafi verið á þeim hlutum sem hafa fundist að undanförnu sé sennilega sú að þeir hafi verið í sjónum í mjög skamman tíma - Í nokkrar vikur eða jafnvle örfáa daga áður en þeim skolaði á land en 25 mánuðir eru frá því að flug MH370 hvarf sporlaust á leiðinni frá Kuala Lumpur til Peking.

Wise hafði einnig samband við sjávarlíffræðinga og fékk hjá þeim upplýsingar sem hann notaði til að gera kort af hitastigi sjávar á nokkrum svæðum í Indlandshafinu yfir mismunandi árstíma og bar saman við kort með hafstraumum en samkvæmt þeim er mismunandi aðstæður sem valda myndun hrúðurkarla eða annars sjávargróðurs á hlutum sem eru á reiki á sjó í langan tíma.

Kort sem sýnir þær leiðir sem talið er að brökin hafa rekið með hafstraumum og hitastig í Indlandshafi

Fram kemur að það brak sem fannst við strendur Mozambique hefur annað hvort rekið norður eða suður fyrri Madagascar en hvora áttina sem það fór þá eru sjórinn við Madagascar og austur af eyjunni mjög hlýr og aðstæður og kjörnar aðstæður fyrir myndun hrúðurkarla.

Annar haffræðingur telur að brakinu hafi skolað á land í annað sinn

Ástralski haffræðingurinn David Griffin, sem hefur unnið fyrir áströlsk flugmálayfirvöld, sem hafa stjórnað leitinni að flugi MH370 í Indlandshafi, segir að það hafi einnig vakið eftirtekt hans að á myndum af þeim brökum, sem hafa fundist nýlega, hafi engir hrúðurkarlar verið sjáanlegur.

Jeff Wise er meðlimur í rannsóknarhópnum Independent Group

Griffin telur þó að ástæða þess sé að sennilega hafi viðkomandi brak legið í einhvern tíma í hitanum á strönd áður en það fannst og hafi sólin brennt þá í burtu og því næst hafi braki farið aftur út á sjó með öldugang í óveðri og skolað aftur á land í annað skipti.

Jeff Wise segist ekki kaupa þá kenningu þar sem hann hefur skoðað veðurupplýsingar þar sem ekkert bendi til þess að „slæmt veður“ hafi valdið því að öllum brökunum hafi skolað út á sjó og upp á land aftur á þremur mismunandi stöðum, bæði í Mozambique og í Suður-Afríku.

Wise telur ekki ólíklegt að einhver, eða einhverjir, hafi komið braki fyrir í sjónum í nokkur skipti og hefði slíkt athæfi þá mögulega verið hluti af leynilegri hernaðaraðgerð.

Jeff Wise er meðlimur í rannsóknarhópnum Independent Group sem hefur rannsakað hvarf flugs MH370 með því markmiði að komast að því hvað raunverulega gerðist sem olli því að vélin hvarf en rannsókn hvarfsins hefur verið mjög umdeild þar sem margir telja að stjórnvöld séu á bakvið hvarfið og séu að sópa sannleikanum undir teppið.

Jeff Wise er einnig sá sem kom fram með kenninguna að malasísku farþegaþotunni hafi verið flogið í laumi, framhjá radar, til Kazaksthan að beiðni Vladimír Pútíns, Rússlandsforseta.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga