flugfréttir
Keflavíkurflugvöllur kveður 02/20 og tekur í notkun 01/19
- Flugbraut fær „nýtt nafn“ vegna breytinga á segulskauti jarðar

Ný flugbrautarskilti voru sett upp á Keflavíkurflugvelli
Það eru ýmsar breytingar sem hafa átt sér stað á Keflavíkurflugvelli sl. mánuði í kjölfar aukningar á farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar en í fyrradag var þó gerð ein áhugaverð breyting á flugvellinum sem kemur að vísu farþegaaukningu ekkert við og flestir vita ekki af nema þeir sem starfa í fluginu.
Önnur flugbrautin á Keflavíkurflugvelli hefur fengið „nýtt nafn“ ef svo má segja en brautin 02/20 var endurskírð
á miðnætti aðfaranótt gærdagsins (28. apríl) og klukkan 00:01 breyttist hún í 01/19 en um er að ræða norður-suðurbrautina.
01/19 brautin á Reykjavíkurflugvelli hefur því fengið „alnafna“ í Keflavík þótt halli hennar sé eiliítið meira til vesturs
á meðan 01/19 liggur meira til norðurs ef litið er á þær á korti.
Ástæða þess að breytingin var gerð er sú að allar flugbrautir hafa númer er vísar í þá stefnu sem þær vísa til en
miðað er við þá átt sem reiknast út frá segulstefnu.

Nýtt skilti merkt 01/19 brautinni en fyrr í vikunni stóð á því 02/20 / Ljósmynd: Emil Georgsson
Segulstefnu er hægt að finna með því að bæta misvísun við réttvísandi stefnu. Misvísun er breytileg í heiminum þar sem segulpólarnir eru á hreyfingu en á Íslandi er „vestan-misvísun“.
„Misvísun hér fer lækkandi og þess vegna lækkar segulstefnan einnig en lækkunin hér er um 0.3° á ári en nú er svo komið að númer brautar endurspeglar ekki segulstefnuna og þarf því að breyta númerum.
Braut 01 þýðir að segulstefnan er nálægt 010° (+-5°)“, segir sérfræðingur hjá Isavia.
Breytingin gæti tekið nokkra daga fyrir flugvallarstarfsmenn að vengjast en um helgina verður búið að uppfæra
gagnagrunna í flugtölvum (Flight Management System) um borð í Icelandair-vélunum.
Þá á eftir að mála ný númer í brautarendana og fjarlægja 02 og 20 en það verður gert í sumar þegar skipt verður
um yfirlag brautarinnar sem er hlut af þeim framkvæmdum sem munu fara fram á næstu mánuðum.


13. apríl 2022
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út hæstu sekt sem gefin hefur verið út á hendur flugdólgi sem nemur alls 10,5 milljónum króna.

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

25. apríl 2022
|
Ítalska flugfélagið ITA Airways undirbýr sig nú við að hefja flugrekstur með fyrstu Airbus A350-900 breiðþotunum.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm