flugfréttir

Vespubú og ísing í hraðaskynjara hafa valdið nýlegum neyðartilfellum

- Áfallsþrýstimælar enn áhyggjuefni eftir Air France flugslysið árið 2009

25. júní 2016

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Hraðaskynjarar „pitot tube“ eru enn mjög móttækilegir fyrir utanaðkomandi aðskotahlutum og ísingu

Áfallsþrýstimælar, („pitot tubes“) eru enn undir smásjánni hjá flugmálayfirvöldum í kjölfar þriggja neyðartilfella sem hafa átt sér stað á seinustu misserum en þessi búnaður, sem skynjar farflugshraða og sendir þær upplýsingar í hraðamæli í stjórnklefa, átti sinn hlut að flugslysinu er Airbus A330 þota Air France fórst þann 1. júní árið 2009.

Í nóvember árið 2013 komu upp tvö neyðartilfelli sama daginn með sömu farþegaþotuna af gerðinni Airbus A330 frá Etihad Airways eftir að vespur höfðu náð að búa til bú úr mold inni í hraðaskynjara vélarinnar á meðan á viðsnúningstíma vélarinnar stóð á flugvellinum í Brisbane í Ástralíu skömmu áður en hún átti að fara aftur í loftið til Singapore.

Búnaðurinn, sem er lítið L-laga rör, er staðsettur framarlega utan á hlið stjórnklefans, bæði hjá flugstjóra og aðstoðarflugmanni en innan þriggja tíma náði sérstök vesputegund, sem nefnist á ensku „Mud dauper“ og einnig „dirt digger“, að búa til flugnabú sem stýflaði hraðaskynjara vélarinnar sem varð til þess að vélin þurfti að hætta við flugtak á brautinni.

Sjá má hvar vespurnar voru farnar að mynda bú innan í rörinu
á hraðaskynjaranum

Eftir að flugvirkjar reyndu að fjarlægja búið og drulluna úr skynjurunum fór vélin aftur í loftið frá Brisbane en skömmu eftir flugtak kom neyðarkall frá flugmönnum sem snéru við aftur til Brisbane en í ljós kom að tilraunir flugvirkjanna höfðu ekki borið árangur.

Vélin lenti aftur með lendingarþunga upp á 199.7 tonn en hámarkslendingarþyngd á Airbus A330 er 182 tonn og var hún því 18 tonnum of þung við lendingu.

Ísing í hraðaskynjurum hjá United skömmu fyrir aðflug að Dublin

Mánuði áður en atvikið átti sér stað kom upp neyðartilfelli á Írlandi í október árið 2013 er hraðaskynjari hægra megin á Boeing 757 þotu United Airlines, sem var í aðflugi að flugvellinum í Dublin, stíflaðist vegna ísingar en atvikið varð til þess að hraðamælar gáfu upp lægri flughraða tímabundið á mælaborði hjá aðstoðarflugmanni.

Írsk flugmálayfirvöld hafa gefið frá sér tilmæli þar sem átta atriði eru tilgreind og þar á meðal er mælt með því að rannsakað verði hvort að skortur sé á núverandi öryggisreglum sem eiga að koma í veg fyrir að ísing myndist í áfallsþrýstimælum.

Núverandi öryggisreglur varðandi ísingu í „pitot tubes“ voru settar á í kjölfar Air France slyssins fyrir sjö árum síðan en misræmi milli hraðamæla hjá flugstjóra og aðstoðarflugmanns settu af stað keðjuverkandi atburðarrás sem varð til þess að vélin fórst á leið sinni frá Rio de Janeiro til Parísar.

Áströlsk flugmálayfirvöld hafa farið fram á að sérstakar hlífar verði settar á hraðaskynjara á öllum flugvélum sem fljúga um flugvöllinn í Brisbane óháð því hversu lengi þær stoppa við en rannsóknarskýrsla vegna atviksins í Brisbane var gefin út í maí.

Þetta var ekki eina tilvikið þar sem „mud-dauper“ vespan hafði náð að smíða bú úr mold inni í hraðaskynjurum á flugvél því þetta endurtók sig ári síðar, árið 2014, á Boeing 737 vél frá Virgin Australia.

Þar sem ekki er hægt að eyða vespunni, sem lifir í nágrenni við flugvöllinn í Brisbane, þá var ákveðið að bregðast við hættunni með því að fyrirbyggja að slíkt geti endurtekið sig með hlífum fyrir skynjarana.

Airbus A330 þota Etihad Airways á flugvellinum í Brisbane







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga