flugfréttir

Leitinni að MH370 verður hætt

- Leitarhópurinn hefur gefist upp - Talið að leitin hafi fram á vitlausu svæði

22. júlí 2016

|

Frétt skrifuð kl. 11:07

28 mánuðir eru frá því að flug MH370 hvarf sporlaust á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking

Ákveðið hefur verið að hætta leitinni að malasísku farþegaþotunni í bili eftir að leit lýkur á núverandi leitarsvæði í Suður-Indlandshafi sem skilgreint hefur verið sem „heitasta svæðið“ sem hefur verið í forgangi sl. 2 ár.

Ríkisstjórnir þeirra þriggja landa, sem hafa komið að leitinni að flugi MH370, Kína, Malasía og Ástralía, tilkynntu þetta í morgun á blaðamannafundi sem fram fór í borginni Putrajaya í Malasíu.

Þetta er tilkynnt í kjölfar yfirlýsingu í gær frá hollenska fyrirtækinu, Fugro Survey, sem telur að leitað hafi verið á vitlausum stað, öll þessi 2 ár, en áströlsk stjórnvöld völdu Fugro til þess að sjá um leitina í júní árið 2014.

Samgönguráðherrar Ástralíu, Malasíu og Kína; Darren Chester, Liow Tiong Lai og Yang Chuantang, tilkynntu á blaðamannafundinum að leitinni muni formlega ljúka þegar búið verður að leita á því 120.000 ferkílómetra svæði þar sem leitin hefur staðið yfir sl. misseri en búið að leita á 110 þúsund ferkílómetra svæði og á því aðeins eftir að leita á 8% af svæðinu.

Samgönguráðherrar Ástralíu, Kína og Malasíu á blaðamannafundi í morgun

Ekki er gert ráð fyrir að leitin hefjist á ný gögn komi fram með nýjum, áreiðanlegum upplýsingum sem hægt verður að nota.

„Ef aðrar áreiðanlegar upplýsingar koma fram sem hægt er að nota til að staðsetja flak vélarinnar með einhverri nákvæmni þá verður ákveðið hvort leit hefst að nýju. Það er augljóst að leitarhópurinn hefur gefist upp núna þegar á eftir að leita á 10.000 ferkílómetra svæði“, sagði einn samgönguráðherrann á blaðamannafundinum.

Tvö ár og fjórir mánuðir eru síðan af Boeing 777-200ER þotan frá Malaysia Airlines hvarf sportlaust eftir að hún hvarf af ratsjá yfir Tælands-flóa á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns um borð en við tók stærsta leit sögunnar sem gert hefur verð að flugvél sem hefur einnig verið sú dýrasta.

Nokkrir hlutir hafa fundist, sem talið er að tilheyri malasísku farþegaþotunni, en flestir hafa fundist við strendur Afríku en aðeins er staðfest að einn hlutur tilheyri vélinni.

Stjórnvöld í Malasíu, Kína og í Ástralíu, taka fram að þrátt fyrir það brak sem hefur fundist úr flugvélinni þá hefur það ekki gefið neinar vísbendingar varðandi hvar flakið er að finna.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga