flugfréttir

EFLA sem reiknaði nýtingarstuðul fyrir BIRK á lóð í Vatnsmýrinni

18. ágúst 2016

|

Frétt skrifuð kl. 22:38

Þristurinn, „Páll Sveinsson“, á neyðarbrautinni í júní

Allt lítur út fyrir að sú verkfræðistofa, sem fengin var til þess vinna að skýrslu með útreikningum á nýtingarstuðli Reykjavíkurflugvallar, eigi lóð í Vatnsmýrinni en verkfræðistofunni var falið að gera skýrslu um nothæfi Reykjavíkurflugvallar án brautarinnar.

Skýrslan var notuð sem dómsgögn í deilumáli milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar sem varð til þess að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og var farið fram á í júní að neyðarbrautinni yrði lokað og íslenska ríkinu gert að standa við samninga sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, gerði um sölu á landinu til Reykjavíkurborgar.

Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd af fagaðilum og hagsmunaaðilum í fluginu og flugmönnum á þeim forsendum að EFLA tók ekki með inn í reikninginn vindkviður og bremsuskilyrði sem stangast á við reglugerðir frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) en slíkt þarf að hafa í huga þegar ráðast í aðgerðir eins og að loka flugbraut.

Það var fésbókarsíðan Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni sem birti í dag færslu með athugasemdum þar sem vitnað er í klausu úr áfangaskýrslu verkefnisstjórnunar sem gerð var vegna fyrirhugaðs Vísindaþorps í Vatnsmýrinni sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Landsspítalans og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Skjáskot úr skýrslu um Vísindaþorp í Vatnsmýrinni

Að verkefninu koma m.a. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, decode, Alvogen, Kerecics, Rannsóknarmiðstöð Íslands og m.a. Efla Verkfræðistofa en í málsgrein þar fyrir neðan kemur fram að verkfræðistofan sé ein sú stærsta á landinu og eigi hún lóð í Vatnsmýri sem er hluti af Vísindagörðum HÍ.

Málið hefur valdi töluverðri reiði innan flugsins á Íslandi og sérstaklega eftir að fésbókarsíða flugvallarvina birti færsluna þar sem er rætt er m.a. um hlutdrægi verkfræðistofunnar sem virðist sjálf hafa hagsmuna að gæta í Vatnsmýrinni en verkfræðistofan EFLA var fengin til að gera skýrslu með útreikningum út frá faglegu sjónarmiði.

Á vefsíðu EFLU kemur hinsvegar fram að sérfræðiþekking verkfræðistofunnar nær m.a. yfir samgöngumál og er tekið þar fram að áhersla sé lögð á hlutleysi við vinnslu á verkfræðiskýrslum og það sé gert í virku samráði við almenning og hagsmunaaðila.

06 brautarendinn á „neyðarbrautinni“ í Skerjafirði

Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem fól ISAVIA að meta þá áhættu sem myndi fylgja því að láta loka neyðarbrautinni en áhættuhópur var skipaður vorið 2014 sem skilaði af sér skýrslu þar sem fram kom að talið var að áhrifin við lokun 06/24 brautarinnar myndu hafa miklar afleiðingar fyrir flugöryggi en sú skýrla var ekki birt opinberlega.

Skömmu síðar var ný skýrsla kynnt sem gerð var opinber í desember árið 2015 sem var byggð á verkfræðistofunni EFLU sem sögð var vera „óháður aðila“ en þar voru allt aðrar upplýsingar kynntar þar sem nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án neyðarbrautarinnar var talinn verða 97%.

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdarstjóri EFLU, er stór hluthafi
í Valsmönnum hf. / Ljósmynd: vb.is

Þess má geta að framkvæmdarstjóri EFLU, Guðmundur Þorbjörnsson, er stór hluthafi í Valsmönnum hf. sem stendur fyrir framkvæmdum á Hlíðarendasvæðinu þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir nýjar íbúðir og þá situr Guðmundur einnig í sameiginlegri byggingarnefnd Vals og Reykjavíkurborgar.

Guðmundur þvertók fyrir það í fréttum Stöðvar 2 í janúar árið 2015 að niðurstaða EFLU hafi verið hlutdræg og taldi hann aðkomu hans að Valsmönnum hf. ekki hafa haft nein áhrif við gerð skýrslunnar um nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar.

Þá hefur EFLA einnig komið að hönnun á nýju íbúðarhverfi sem gert er ráð fyrir að muni rísa á Hlíðarendasvæðinu.  fréttir af handahófi

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Emirates stefnir á að ráða yfir 6.000 starfsmenn

26. október 2021

|

Emirates stefnir á að ráða yfir 6.000 starfsmenn á næstu sex mánuðum þar sem félagið sér fram á mikla útrás í kjölfar þess að heimsfaraldurinn fer að líða undir lok.

Viðbygging á Akureyrarflugvelli boðin út að nýju

5. október 2021

|

Isavia hefur óskað eftir tilboðum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Útboðslýsing hefur verið gefin út á útboðsvef Isavia. Tilboð verða opnuð 1. nóvember næstkomandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.