flugfréttir
EFLA sem reiknaði nýtingarstuðul fyrir BIRK á lóð í Vatnsmýrinni

Þristurinn, „Páll Sveinsson“, á neyðarbrautinni í júní
Allt lítur út fyrir að sú verkfræðistofa, sem fengin var til þess vinna að skýrslu með útreikningum á nýtingarstuðli Reykjavíkurflugvallar, eigi lóð í Vatnsmýrinni en verkfræðistofunni var falið að gera skýrslu um nothæfi Reykjavíkurflugvallar án brautarinnar.
Skýrslan var notuð sem dómsgögn
í deilumáli milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar sem varð til þess að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og var farið fram á í júní að neyðarbrautinni yrði lokað og íslenska ríkinu gert að standa við samninga sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, gerði um sölu á landinu til Reykjavíkurborgar.
Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd af fagaðilum og hagsmunaaðilum í fluginu og flugmönnum á þeim forsendum að EFLA tók ekki
með inn í reikninginn vindkviður og bremsuskilyrði sem stangast á við reglugerðir frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) en slíkt
þarf að hafa í huga þegar ráðast í aðgerðir eins og að loka flugbraut.
Það var fésbókarsíðan Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni sem birti í dag færslu með athugasemdum þar
sem vitnað er í klausu úr áfangaskýrslu verkefnisstjórnunar sem gerð var vegna fyrirhugaðs Vísindaþorps í Vatnsmýrinni sem er
samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Landsspítalans og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Skjáskot úr skýrslu um Vísindaþorp í Vatnsmýrinni
Að verkefninu koma m.a. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, decode, Alvogen, Kerecics, Rannsóknarmiðstöð Íslands og m.a. Efla Verkfræðistofa
en í málsgrein þar fyrir neðan kemur fram að verkfræðistofan sé ein sú stærsta á landinu og eigi hún lóð í Vatnsmýri sem er hluti
af Vísindagörðum HÍ.
Málið hefur valdi töluverðri reiði innan flugsins á Íslandi og sérstaklega eftir að fésbókarsíða flugvallarvina birti færsluna
þar sem er rætt er m.a. um hlutdrægi verkfræðistofunnar sem virðist sjálf hafa hagsmuna að gæta í Vatnsmýrinni en verkfræðistofan EFLA var fengin til að gera
skýrslu með útreikningum út frá faglegu sjónarmiði.
Á vefsíðu EFLU kemur hinsvegar fram að sérfræðiþekking verkfræðistofunnar nær m.a. yfir samgöngumál og er tekið þar
fram að áhersla sé lögð á hlutleysi við vinnslu á verkfræðiskýrslum og það sé gert í virku samráði við almenning og hagsmunaaðila.

06 brautarendinn á „neyðarbrautinni“ í Skerjafirði
Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem fól ISAVIA að meta þá áhættu sem myndi fylgja því að láta
loka neyðarbrautinni en áhættuhópur var skipaður vorið 2014 sem skilaði af sér skýrslu þar sem fram kom að talið var að áhrifin
við lokun 06/24 brautarinnar myndu hafa miklar afleiðingar fyrir flugöryggi en sú skýrla var ekki birt opinberlega.
Skömmu síðar var ný skýrsla kynnt sem gerð var opinber í desember árið 2015 sem var byggð á verkfræðistofunni EFLU sem
sögð var vera „óháður aðila“ en þar voru allt aðrar upplýsingar kynntar þar sem nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án neyðarbrautarinnar
var talinn verða 97%.

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdarstjóri EFLU, er stór hluthafi
í Valsmönnum hf. / Ljósmynd: vb.is
Þess má geta að framkvæmdarstjóri EFLU, Guðmundur Þorbjörnsson, er stór hluthafi í Valsmönnum hf. sem stendur fyrir framkvæmdum á Hlíðarendasvæðinu
þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir nýjar íbúðir og þá situr Guðmundur einnig í sameiginlegri byggingarnefnd Vals og Reykjavíkurborgar.
Guðmundur þvertók fyrir það í fréttum Stöðvar 2 í janúar árið 2015 að niðurstaða EFLU hafi verið hlutdræg og taldi hann aðkomu hans
að Valsmönnum hf. ekki hafa haft nein áhrif við gerð skýrslunnar um nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar.
Þá hefur EFLA einnig komið að hönnun á nýju íbúðarhverfi sem gert er ráð fyrir að muni rísa á Hlíðarendasvæðinu.


28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

7. apríl 2021
|
Engan sakaði er fraktþota af gerðinni Boeing 757-200 frá fraktflugfélaginu DHL fór út af braut í lendingu í dag á flugvellinumí San Jose á Kosta Ríka.

5. apríl 2022
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines ætlar að selja tvær Airbus A350-900 breiðþotur en báðar þoturnar hafa verið mjög lítið notaðar og þeim aðeins flogið átta sinnum í áætlunarflugi frá því þær voru

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm