flugfréttir
EFLA sem reiknaði nýtingarstuðul fyrir BIRK á lóð í Vatnsmýrinni

Þristurinn, „Páll Sveinsson“, á neyðarbrautinni í júní
Allt lítur út fyrir að sú verkfræðistofa, sem fengin var til þess vinna að skýrslu með útreikningum á nýtingarstuðli Reykjavíkurflugvallar, eigi lóð í Vatnsmýrinni en verkfræðistofunni var falið að gera skýrslu um nothæfi Reykjavíkurflugvallar án brautarinnar.
Skýrslan var notuð sem dómsgögn
í deilumáli milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar sem varð til þess að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og var farið fram á í júní að neyðarbrautinni yrði lokað og íslenska ríkinu gert að standa við samninga sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, gerði um sölu á landinu til Reykjavíkurborgar.
Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd af fagaðilum og hagsmunaaðilum í fluginu og flugmönnum á þeim forsendum að EFLA tók ekki
með inn í reikninginn vindkviður og bremsuskilyrði sem stangast á við reglugerðir frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) en slíkt
þarf að hafa í huga þegar ráðast í aðgerðir eins og að loka flugbraut.
Það var fésbókarsíðan Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni sem birti í dag færslu með athugasemdum þar
sem vitnað er í klausu úr áfangaskýrslu verkefnisstjórnunar sem gerð var vegna fyrirhugaðs Vísindaþorps í Vatnsmýrinni sem er
samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Landsspítalans og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Skjáskot úr skýrslu um Vísindaþorp í Vatnsmýrinni
Að verkefninu koma m.a. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, decode, Alvogen, Kerecics, Rannsóknarmiðstöð Íslands og m.a. Efla Verkfræðistofa
en í málsgrein þar fyrir neðan kemur fram að verkfræðistofan sé ein sú stærsta á landinu og eigi hún lóð í Vatnsmýri sem er hluti
af Vísindagörðum HÍ.
Málið hefur valdi töluverðri reiði innan flugsins á Íslandi og sérstaklega eftir að fésbókarsíða flugvallarvina birti færsluna
þar sem er rætt er m.a. um hlutdrægi verkfræðistofunnar sem virðist sjálf hafa hagsmuna að gæta í Vatnsmýrinni en verkfræðistofan EFLA var fengin til að gera
skýrslu með útreikningum út frá faglegu sjónarmiði.
Á vefsíðu EFLU kemur hinsvegar fram að sérfræðiþekking verkfræðistofunnar nær m.a. yfir samgöngumál og er tekið þar
fram að áhersla sé lögð á hlutleysi við vinnslu á verkfræðiskýrslum og það sé gert í virku samráði við almenning og hagsmunaaðila.

06 brautarendinn á „neyðarbrautinni“ í Skerjafirði
Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem fól ISAVIA að meta þá áhættu sem myndi fylgja því að láta
loka neyðarbrautinni en áhættuhópur var skipaður vorið 2014 sem skilaði af sér skýrslu þar sem fram kom að talið var að áhrifin
við lokun 06/24 brautarinnar myndu hafa miklar afleiðingar fyrir flugöryggi en sú skýrla var ekki birt opinberlega.
Skömmu síðar var ný skýrsla kynnt sem gerð var opinber í desember árið 2015 sem var byggð á verkfræðistofunni EFLU sem
sögð var vera „óháður aðila“ en þar voru allt aðrar upplýsingar kynntar þar sem nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án neyðarbrautarinnar
var talinn verða 97%.

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdarstjóri EFLU, er stór hluthafi
í Valsmönnum hf. / Ljósmynd: vb.is
Þess má geta að framkvæmdarstjóri EFLU, Guðmundur Þorbjörnsson, er stór hluthafi í Valsmönnum hf. sem stendur fyrir framkvæmdum á Hlíðarendasvæðinu
þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir nýjar íbúðir og þá situr Guðmundur einnig í sameiginlegri byggingarnefnd Vals og Reykjavíkurborgar.
Guðmundur þvertók fyrir það í fréttum Stöðvar 2 í janúar árið 2015 að niðurstaða EFLU hafi verið hlutdræg og taldi hann aðkomu hans
að Valsmönnum hf. ekki hafa haft nein áhrif við gerð skýrslunnar um nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar.
Þá hefur EFLA einnig komið að hönnun á nýju íbúðarhverfi sem gert er ráð fyrir að muni rísa á Hlíðarendasvæðinu.


3. júní 2022
|
Senn styttist í að síðasta júmbó-þotan verði afhent frá Boeing og nálgast sá dagur þar sem smíði Boeing 747 heyrir sögunni til.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

27. júlí 2022
|
Airbus hefur ákveðið að fresta áformum um fyrirhugaða aukna afkastagetu í framleiðslu á Airbus A320neo þotum vegna ótta við þá stöðu hjá birgjum og þeim framleiðendum sem smíða íhluti í þoturnar.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan