flugfréttir

EFLA sem reiknaði nýtingarstuðul fyrir BIRK á lóð í Vatnsmýrinni

18. ágúst 2016

|

Frétt skrifuð kl. 22:38

Þristurinn, „Páll Sveinsson“, á neyðarbrautinni í júní

Allt lítur út fyrir að sú verkfræðistofa, sem fengin var til þess vinna að skýrslu með útreikningum á nýtingarstuðli Reykjavíkurflugvallar, eigi lóð í Vatnsmýrinni en verkfræðistofunni var falið að gera skýrslu um nothæfi Reykjavíkurflugvallar án brautarinnar.

Skýrslan var notuð sem dómsgögn í deilumáli milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar sem varð til þess að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og var farið fram á í júní að neyðarbrautinni yrði lokað og íslenska ríkinu gert að standa við samninga sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, gerði um sölu á landinu til Reykjavíkurborgar.

Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd af fagaðilum og hagsmunaaðilum í fluginu og flugmönnum á þeim forsendum að EFLA tók ekki með inn í reikninginn vindkviður og bremsuskilyrði sem stangast á við reglugerðir frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) en slíkt þarf að hafa í huga þegar ráðast í aðgerðir eins og að loka flugbraut.

Það var fésbókarsíðan Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni sem birti í dag færslu með athugasemdum þar sem vitnað er í klausu úr áfangaskýrslu verkefnisstjórnunar sem gerð var vegna fyrirhugaðs Vísindaþorps í Vatnsmýrinni sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Landsspítalans og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Skjáskot úr skýrslu um Vísindaþorp í Vatnsmýrinni

Að verkefninu koma m.a. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, decode, Alvogen, Kerecics, Rannsóknarmiðstöð Íslands og m.a. Efla Verkfræðistofa en í málsgrein þar fyrir neðan kemur fram að verkfræðistofan sé ein sú stærsta á landinu og eigi hún lóð í Vatnsmýri sem er hluti af Vísindagörðum HÍ.

Málið hefur valdi töluverðri reiði innan flugsins á Íslandi og sérstaklega eftir að fésbókarsíða flugvallarvina birti færsluna þar sem er rætt er m.a. um hlutdrægi verkfræðistofunnar sem virðist sjálf hafa hagsmuna að gæta í Vatnsmýrinni en verkfræðistofan EFLA var fengin til að gera skýrslu með útreikningum út frá faglegu sjónarmiði.

Á vefsíðu EFLU kemur hinsvegar fram að sérfræðiþekking verkfræðistofunnar nær m.a. yfir samgöngumál og er tekið þar fram að áhersla sé lögð á hlutleysi við vinnslu á verkfræðiskýrslum og það sé gert í virku samráði við almenning og hagsmunaaðila.

06 brautarendinn á „neyðarbrautinni“ í Skerjafirði

Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem fól ISAVIA að meta þá áhættu sem myndi fylgja því að láta loka neyðarbrautinni en áhættuhópur var skipaður vorið 2014 sem skilaði af sér skýrslu þar sem fram kom að talið var að áhrifin við lokun 06/24 brautarinnar myndu hafa miklar afleiðingar fyrir flugöryggi en sú skýrla var ekki birt opinberlega.

Skömmu síðar var ný skýrsla kynnt sem gerð var opinber í desember árið 2015 sem var byggð á verkfræðistofunni EFLU sem sögð var vera „óháður aðila“ en þar voru allt aðrar upplýsingar kynntar þar sem nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án neyðarbrautarinnar var talinn verða 97%.

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdarstjóri EFLU, er stór hluthafi
í Valsmönnum hf. / Ljósmynd: vb.is

Þess má geta að framkvæmdarstjóri EFLU, Guðmundur Þorbjörnsson, er stór hluthafi í Valsmönnum hf. sem stendur fyrir framkvæmdum á Hlíðarendasvæðinu þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir nýjar íbúðir og þá situr Guðmundur einnig í sameiginlegri byggingarnefnd Vals og Reykjavíkurborgar.

Guðmundur þvertók fyrir það í fréttum Stöðvar 2 í janúar árið 2015 að niðurstaða EFLU hafi verið hlutdræg og taldi hann aðkomu hans að Valsmönnum hf. ekki hafa haft nein áhrif við gerð skýrslunnar um nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar.

Þá hefur EFLA einnig komið að hönnun á nýju íbúðarhverfi sem gert er ráð fyrir að muni rísa á Hlíðarendasvæðinu.  fréttir af handahófi

Atlas Air pantar fjórar Boeing 777 fraktþotur

6. janúar 2022

|

Fraktflutningafélagið Atlas Air tilkynnti í dag að félagið hafi lagt inn pöntun í fjórar nýjar Boeing 777 fraktþotur.

Eiga von á pöntun í 70 Boeing 737 MAX þotur um helgina

11. nóvember 2021

|

Boeing á von á pöntun á næstu dögum frá nýju flugfélagi sem verið er að stofna á Indlandi sem hyggst panta 70 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Kynna 100 sæta rafmagnsflugvél sem kemur á markað árið 2026

5. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Wright Electric hefur kynnt til sögunnar farþegaþotu sem verður eingöngu knúin áfram fyrir rafmagni sem á að koma á markað árið 2026 en flugvélin mun taka 100 farþega í sæti.

  Nýjustu flugfréttirnar

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

Áframhaldandi bataferli í fluginu þrátt fyrir Ómíkron

12. janúar 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að áframhaldandi bataferli hafi verið í fluginu í heiminum í nóvember sl. í kjölfar heimsfaraldursins og hafi eftirspurn eftir millilandaflugi og flugi milli

Icelandair flýgur til Rómar, Alicante og Nice í sumar

12. janúar 2022

|

Icelandair hefur birt sumaráætlun sína fyrir sumarið 2022 og eru þar fjórir nýir áfangastaðir kynntir til leiks, þrír í Evrópu og einn í Norður-Ameríku en félagið hefur bætt við í leiðarkerfið Róm, A

Einhver ár í að flug um Heathrow verði með eðlilegum hætti

11. janúar 2022

|

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins í London, varar við því að það gæti tekið einhver ár þangað til að flugumferð um flugvöllinn verður aftur orðin með eðlilegum hætti líkt o

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00