Aer Lingus hafnar yfirtökutilboði frá IAG

dublin

22. desember 2014

|

22:34

Boeing 757 vél Aer Lingus

Aer Lingus hefur hafnað yfirtökutilboði frá International Airlines Group (IAG) sem á og rekur m.a. British Airways og Iberia.

Aer Lingus segir að félaginu hafi boðist tilboð frá IAG í flugfélagið írska þann 14. desember og hafi stjórn flugfélagsins hafnað tilboðinu þann 16. desember á þeim forsendum að það þótt of lágt.

Hlutabréf í Aer Lingus hækkuðu strax um 20 prósent eftir að fréttir bárustu um tilboð frá IAG en Ryanair hefur m.a. nokkrum sinnum gert tilraun til að taka yfir rekstur félagsins.

IAG er sagt hafa hugsað sér leik á borði með að komast yfir brottfarar- og lendingarpláss á Heathrow-flugvelli með fyrirhuguðum kaupum en rekstur Aer Lingus hefur batnað töluvert eftir að gerðar voru breytingar í rekstri félagsins og hefur afkoman í flugi yfir Atlantshafið batnað til muna.



 

  Nýjustu viðskiptafréttirnar

Hagnaður Lufthansa dregst saman um 9.5 prósent

23. mars 2017

|

Hagnaður Lufthansa Technik Group dróst saman um 9.5 prósent á árinu 2016.

SAS staðfestir sölu á Cimber til CityJet

23. janúar 2017

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur staðfest að félagið sé að ganga frá sölu á dótturfélaginu Cimber til írska flugfélagsins CityJet.

45 prósent meiri hagnaður hjá JetBlue

27. apríl 2016

|

JetBlue skilaði inn 24 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er 45.6 prósent meiri hagnaður frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður félagsins nam 16.9 milljör

Aldrei eins mikill hagnaður í sögu American Airlines

1. febrúar 2016

|

Hagnaður American Airlines á fjórða ársfjórðungi ársins 2015 nam 167 milljörðum króna sem að mestu má þakka lækkunar á verði á þotueldsneyti.

Hagnaður JetBlue tvöfaldast milli ára

29. október 2015

|

Hagnaður JetBlue á þriðja ársfjórðungnum nam 25,4 milljörðum króna sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður félagsins var 10,1 milljarðar króna en rekst

Methagnaður hjá Southwest vegna lágs verðs á þotueldsneyti

22. október 2015

|

Southwest Airlines skilaði inn 79 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi sem er methagnaður fyrir tímabilið í sögu félagsins.

Taprekstur Lufthansa nam 24 milljörðum króna

6. maí 2015

|

Töluvert dró úr taprekstri Lufthansa á fyrsta ársfjórðingi ársins m.a.v sama tímabil í fyrra en félagið segir nauðsynlegt sé þó að gera betur.

Afkoma Lufthansa ekki til að hrópa húrra fyrir

12. mars 2015

|

Hagnaður Lufthansa dróst saman um 82 prósent árið 2014 en í fyrra skilaði félagið 8 milljarða króna hagnaði en árið 2013 var hagnaðurinn 45 milljarðar.

Aer Lingus hafnar yfirtökutilboði frá IAG

22. desember 2014

|

Aer Lingus hefur hafnað yfirtökutilboði frá International Airlines Group (IAG) sem á og rekur m.a. British Airways og Iberia.