það nördalegasta í dag

Með Boeing í bílskúrnum

Höfundur:

Ingþór Ingólfsson

29. apríl 2012

nördastig

8.2

Það öfunda hann margir - og margir hafa reynt að komast með tærnar þar sem hann hefur hælana - Þrátt fyrir hinn ágæta flugleik Flight Simulator frá Microsoft þá virðust slíkt ekki nóg fyrir alla þegar kemur að því að líkja eftir flugi um borð í flugvél - Við ætlum að kynnast manninum sem er með Boeing í bílskúrnum - Mann sem á mjög raunverulegan hátt breytist í flugstjóra í sínum eigin flugstjórnarklefa þar sem flestir geyma bílinn sinn og garðslönguna.

Flugumferðarstjóri James Price fær ekki nóg af fluginu þegar hann kemur þreyttur heim eftir að hafa leiðbeint flugvélum á Oakland-flugvelli í Kaliforníu en hann hefur sett upp sinn eigin flugstjórnarklefa í bílskúrnum sem er nefhluti af Boeing 737.

"Eitt af skilyrðunum sem ég setti mér þegar ég var að leita mér af nýrri fasteign væri að það væri bílskúr sem myndi geta hýst nef af Boeing 737", segir James.

Það hefur tekið James um þrjú ár að innrétta flugstjórnarklefann sem er nákvæmlega eins og stjórnklefi um borð í Boeing 737 en alla hluti, innréttingar, sæti, stjórnborð, tæki, hnappa og fleira hefur hann keypt af flugvélapartasölum eða fengið gefins, og komið því fyrir inn í stjórnklefanum sínum.James hannaði því næst forrit sem honum tókst að láta tengja saman öll stjórntæki stjórnklefans við flugherminn en í öllum gluggum hermisins eru tölvuskjáir sem stiltir eru á hvert sjónarhorn fyrir sig sem mynda eina heild.

Flughermir James var ekki fullkomnaður fyrr en hann kom upp öflugum hristibúnaði sem fer í gang við lendingu, flugtak og í ókyrrð en þó hreyfist hermirinn ekki eða hallast í beyjum - að því undanskildu er fátt sem segir manni að maður sé staddur í flughermi sem var handsmíðaður í bílskúr af einum manni í Kaliforníu.

Talið er að James Price sé sá eini sem hefur byggt sinn eigin flughermi eins síns liðs sem er sambærilegur og framleiðendur slíkra flugherma smíða fyrir flugiðnaðinn.

James er 52 ára í dag en hann hefur haft draum um að byggja sinn eigin flughermi í 20 ár en hann hefur aldrei flogið farþegaþotu en er þó með einkaflugmannspróf. Þetta er ekki fyrsti flughermirinn sem hann hefur smíðað en hinir voru ekki næstum því eins raunverulegir og þessi og innihéldu ekki raunverulega parta úr Boeing 737 og hvað þá skelina sjálfa.

James skildi við konuna sína árið 2000 og fljólega eftir það lét hann verð að því að smíða þann eina sanna flughermi sem hefur í dag kostað hann 18 milljónir krónaNefhlutinn er af Boeing 737-100 sem var afhent splunkuný til Lufthansa í desember árið 1968 sem D-ABET en þar flaug hún í 13 ár þangað til People Express keypti hana árið 1981 og árið 1987 fór hún til Continental. Vélin endaði að lokum ævi sína á flugvélakirkjugarðinum í Ardmore í Oklahoma þann 20. desember árið 1997.

"Það var árið 2000 eftir skilnaðinn sem ég ákvað að láta verða af þessu. Matt Ford, félagi minn, vissi um einn flugvélakirkjugarð í Oklahoma svo við fórum þangað og skoðuðum fullt af flugvélum", segir James. - "fullt fullt af flugvélum"

Skömmu síðar lét hann verða af því að kaupa nefhlutann á 189.000 krónur sem er af fyrrverandi vél frá Continental sem fyrst var í eigu Lufthansa og lét hann flytja herlegheitin, sem eru um 1.1 tonn á þyngd, yfir hálf Bandaríkin frá Oklahoma til Kaliforníu."Þú getur flogið til nánast hvaða flugvallar sem er í heiminum. Það er landslag fyrir allan heiminn, veðurkerfi sem hægt er að stilla, tíma dags og árstíma - og flugvélin getur auðvitað hrapað", segir James.

Flughermisævintýri James hefur staðið yfir í 20 ár frá því hann smíðaði fyrsta herminn í kringum 1990 þangað til hann kláraði þennan. Hann kynntist konu sem hann giftist fyrir nokkrum árum sem einnig starfar í fluginu. Hún segir að þau þekktu marga í hverfinu en eftir að flughermirinn var tilbúinn þá þekkir allt hverfið þau í dag.

"Við flugum þangað báðir og skoðuðum fullt af flugvélum en Matt keypti sér að vísu einnig skel af 737 þannig við eigum báðir flugstjórnarklefa þótt hann hafi ekki farið alla leið eins og ég", segir James.

Fyrirtæki eitt í Toronto sem selur flugvélahluti fyrir flughermisáhugamenn hefur selt slíka hluti um allan heim í 11 ár. "James er kóngurinn í þessu áhugamáli - hann er frægastur og eftir að hann og Matt félagi hans bjuggu til þennan hermi hefur það verið svo mikil hvatning fyrir aðra að fyrirtækið mitt fór úr því að vera bílskúrssala í að ég hef nú opnað verslun, þökk sé þeim", segir eigandi verslunarinnar.

James segir að þróa og forrita allt kerfið til að tengja við alvöru stjórntæki úr Boeing 737 hafi verið mikil vinna sem gerir þetta að draumaleikfangi karlmanna.

James veit ekki með vissu hvað tekur við - hann vaknar og fer í flugherminn og flýgur í gegnum óveður og fær viðvaranir um bilanir í hreyfli og segir að stjórnklefinn lykti eins og um borð í alvöru flugvél.Hann segir að tækninni fleytir fram og hann fylgist með hvað hann gæti gert til að fullkomna flugherminn en sérfræðingur sem starfar hjá leiðandi fyrirtæki sem framleiðir flugherma segir að það hafi engin komist með tærnar þar sem James er með hælanna

James segir það mjög sérstakt að vera fljúga um í herminum í nefhluta vélar sem hefur sennilega flogið um 40.000 flugferðir frá sjöunda áratungum. "Lyktin hérna lytkar eins og í flugvél", bætir hann við.

Hann getur flogið um allan heim, frá Heathrow til Suður-Ameríku og bregður sér inn í eldhús til að fá sér samloku á meðan sjálfstýring sér um flugið og getur þessvegna farið að útrétta eða verið úti í góða veðrinu ef flugið er langt.

Áhugamál hans hleypur á milljónum síðan hann byrjaði fyrst fyrir um 20 árum þótt þessi hermir hafi tekið 3 ár í uppsetningu. Hann er þekktur í fluginu en þótt hann fari upp í 35.000 fet þá er hann samt sem áður í 0 feta hæð frá yfirborði jarðar - en hátt uppi er hann staðsettur í vinnunni í flugturninum í Oakland þar sem hann starfar sem flugumferðarstjóri.Myndband:  fréttir af handahófi

Fjarflugsleyfi (ETOPS) á Dreamliner hækkar í 330 mínútur

28. maí 2014

|

Boeing hefur fengið leyfi til að auka fjarflugsleyfi fyrir Dreamliner-vélarnar upp í 330 mínútur sem gerir það að verkum að vélin má vera í allt að 5 klukkustunda og 30 mínútna fjarl

„Köld vatnsgusa í andlitið á okkur“

17. ágúst 2014

|

Danska flugfélagið Alsie Express segir að samningur um breytingu á flugvallargjöldum, sem Kastrup-flugvöllurinn gerði við þau flugfélög sem fljúga um völlinn, muni koma sér mjög illa f

Icelandair-vél á leið til New York snýr við til Keflavíkur

27. nóvember 2013

|

Boeing 757-200 vél Icelandair var snúið við í dag skömmu eftir flugtak frá Keflavík.

 

hvað er flugnördinn?

Flugnördinn er vefþáttur þar sem er klæðskerasaumaður á flugnörda og þá sem eru þungt haldir af flugbakteríunni.

Hér verða greinaskrif um hluti sem eru beint ekki eðlilegir í augum venjulegs fólks og ýmsar vangaveltur um hin og þessi smáatriði sem varðar flugheiminn.

Öllum sem hafa mikinn áhuga á flugi og eru fróðir um nördalegustu hluti flugsins, er velkomið að senda inn efni á flugnördann á netfangið ritstjorn@alltumflug.is