Afkoma Lufthansa ekki til að hrópa húrra fyrir

frankfurt

12. mars 2015

|

22:01

Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa

Hagnaður Lufthansa dróst saman um 82 prósent árið 2014 en í fyrra skilaði félagið 8 milljarða króna hagnaði en árið 2013 var hagnaðurinn 45 milljarðar.

Flugfélagið segir að tíð verkföll meðal flugmanna og öryggisstarfsmanna hafi haft veruleg áhrif á afkomu félagsins og hafi félagið vegna þessa farið á mis við 47 milljarða sem varð til þess að SCORE-rekstraráætlun félagsins fór úr skorðum.

Þá fóru 411 milljarðar í að endurnýja flugflota og í að setja ný farþegarými um borð í vélar félagsins.

"Eins og staðan er núna þá er engin ástæða til að fagna", sagði Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa en rekstrarhagnaður Lufthansa Group nam hinsvegar 146 milljörðum króna.

Swiss International Air Lines var eina dótturfélag Lufthansa sem skilaði afkomu sem stóðust væntingar en hagnaður félagsins nam 42 milljörðum króna og rekstrarhagnaður Austrian Airlines nam 1,4 milljarði árið 2014 en árið 2013 var hagnaður félagsins 3,6 milljarðar króna.



 

  Nýjustu viðskiptafréttirnar

Hagnaður Lufthansa dregst saman um 9.5 prósent

23. mars 2017

|

Hagnaður Lufthansa Technik Group dróst saman um 9.5 prósent á árinu 2016.

SAS staðfestir sölu á Cimber til CityJet

23. janúar 2017

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur staðfest að félagið sé að ganga frá sölu á dótturfélaginu Cimber til írska flugfélagsins CityJet.

45 prósent meiri hagnaður hjá JetBlue

27. apríl 2016

|

JetBlue skilaði inn 24 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er 45.6 prósent meiri hagnaður frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður félagsins nam 16.9 milljör

Aldrei eins mikill hagnaður í sögu American Airlines

1. febrúar 2016

|

Hagnaður American Airlines á fjórða ársfjórðungi ársins 2015 nam 167 milljörðum króna sem að mestu má þakka lækkunar á verði á þotueldsneyti.

Hagnaður JetBlue tvöfaldast milli ára

29. október 2015

|

Hagnaður JetBlue á þriðja ársfjórðungnum nam 25,4 milljörðum króna sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður félagsins var 10,1 milljarðar króna en rekst

Methagnaður hjá Southwest vegna lágs verðs á þotueldsneyti

22. október 2015

|

Southwest Airlines skilaði inn 79 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi sem er methagnaður fyrir tímabilið í sögu félagsins.

Taprekstur Lufthansa nam 24 milljörðum króna

6. maí 2015

|

Töluvert dró úr taprekstri Lufthansa á fyrsta ársfjórðingi ársins m.a.v sama tímabil í fyrra en félagið segir nauðsynlegt sé þó að gera betur.

Afkoma Lufthansa ekki til að hrópa húrra fyrir

12. mars 2015

|

Hagnaður Lufthansa dróst saman um 82 prósent árið 2014 en í fyrra skilaði félagið 8 milljarða króna hagnaði en árið 2013 var hagnaðurinn 45 milljarðar.

Aer Lingus hafnar yfirtökutilboði frá IAG

22. desember 2014

|

Aer Lingus hefur hafnað yfirtökutilboði frá International Airlines Group (IAG) sem á og rekur m.a. British Airways og Iberia.