flugfréttir

Rússneskir uppreisnarmenn skutu niður flug MH17 með Buk-flugskeyti

- Hafa fundið skotstaðinn - Flugskeytið var ferjað til Úkraínu og til baka

28. september 2016

|

Frétt skrifuð kl. 13:09

Flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu í júlí árið 2014 er vélin var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur

Alþjóðlegur hópur saksóknara, sem rannsakað hefur hrap farþegaþotu Malaysia Airlines, flug MH17, sem skotin var niður yfir Úkraínu í júlí árið 2014, hefur komist að því að vélin var skotin niður með rússnesku flugskeyti frá átakasvæði í austurhluta Úkraínu sem var þá undir stjórn rússneskra uppreisnarmanna.

Saksóknarar höfðu í gær samband við fjölskyldur og aðstandendur skömmu áður en blaðamannafundur hófst í hollensku borginni Nieuwegein í morgun þar sem frumniðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar.

Rannsóknarhópur hefur einnig komist að því undirtegund BUK-flugskeytsins var af gerðinni 9M83 og að ekið hafi verið var með skotpall og flugskeytabúnað til Úkraínu frá Rússlandi og því næst var ekið með flugskeytakerfið aftur til baka til Rússlands eftir að búið var að skjóta malasísku farþegaþotuna niður.

Fjölmörg vitni urðu að því er vélin fórst og fjölmargir sáu er flugskeytakerfinu var ekið til skotstaðarins og náðu saksóknarar að fá mjög nákvæma staðsetningu að því hvaðan skeytinu var skotið en rætt við yfir 100 vitni vegna málsins.

Flak vélarinnar var sett saman í Hollandi af rannsóknarnefd flugslysa

„Rússneskir aðskilnaðarsinnar hafa ætíð neitað því að hafa skotið niður vélina og sagt að þeir hafi aldrei haft slíkt flugskeytakerfi undir höndum og hvað þá kunnáttu til þess að stjórna því.

„Þeir sögðu okkur frá því hvernig Buk-flugskeytið var ferjað til Úkraínu og að þeir höfðu sannanir fyrir því með því að hlera símtöl og einnig höfðu þeir undir höndum ljósmyndir og upptökur“, segir Robby Oehler, einn aðstandenda sem átti frænku sem var um borð í vélinni.

Rússar hafa ætíð mótmælt því að flugskeytinu hafi verið skotið af svæði rússneskra uppreisnarmanna í Úkraínu og yfirvöld í Kremlin hafa haldið því fram að öflugt ratsjárkerfi Rússa myndi strax nema flugskeyti en enga eldflaug er að finna á gögnum sem þeir hafa yfir höndum að sögn þeirra.

Í niðurstöðum úr flugslysarannsókn sem birtar voru í fyrra kom fram að vélin hafi verið skotin niður með Buk-flugskeyti en ekki kom hvaðan skeytinu var skotið og var engin staðsetning tilgreind í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Niðurstöður sakamálarannsóknar alþjóðahóps saksóknara voru kynntar í morgun í hollenska bænum Nieuwegein

Á þeim tíma sem flug MH17 var að fara yfir svæðið stóðu yfir óeirðir þar sem rússneskir uppreisnarmenn börðust við úkraínska herinn en þotan, sem var af gerðinni Boeing 777-200ER, brotnaði sundur í nokkra hluta og rigndi brakinu yfir stórt svæði og fundust leyfar af vélinni og farangri í nokkrum þorpum.

Rannsóknarhópurinn, samanstendur af saksóknurum frá Holandi, Ástralíu, Belgíu, Malasíu og Úkraínu, en þeir segja að þessar niðurstöður, sem innihalda skotstaðinn og tegund BUK-flugskeytisins, færi þá einu skrefi nær því að bera kennsl á ódæðismennina sem bera ábyrgð á voðaverkinu.

Saksóknarar hafa ekki getað ákært neinn ennþá þar sem alþjóðlegur ágreiningur ríkir varðandi í hvaða landi dómsmálið skuli fara fram.

Fred Westerbeke, saksóknari í Hollandi sem er einnig yfirmaður alþjóðahóps saksóknara í málinu, segir að hópurinn hafi undir höndum langan lista yfir nöfn þeirra sem grunaðir eru en aðstandendur og ættingjar þeirra sem voru um borð vilja að þeir seku verði fundnir og dregnir fyrir dómstól.

298 manns létu lífið er vélin var skotin niður er hún flaug yfir svæðið á leið sinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga