flugfréttir

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

- Ganga frá leigu á fjórum þotum til viðbótar við flugvélaleigu

6. júlí 2023

|

Frétt skrifuð kl. 13:37

Bogi Nils Bogason, framkvæmdarstjóri Icelandair, innsiglar samningin við Wouter van Wersch, yfirmann Airbus

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Samningurinn felur í sér staðfesta pöntun á þrettán A321XLR þotum með kauprétt á tólf þotum til viðbótar af sömu gerð en að auki hefur Icelandair einnig gengið frá samning um leigu á fjórum Airbus A321XLR þotum við flugvélaleiguna SMBC Aviation Capital.

Afhendingar á fyrstu þotunum frá Airbus hefjast árið 2029 en þær fyrstu munu þó koma í flotann árið 2025 og er þar um að ræða þær þotur sem teknar verða á leigu frá SMBC Aviation Capital.

Ekki kemur fram hvert kaupverðið er á þeim vélum sem verða keyptar en fram kemur að verðið sé trúnaðarmál en unnið verður að fjármögnun á þotunum þegar nær dregur.

Icelandair, sem hefur í dag eingöngu þotur frá Boeing, hefur fengið átján Boeing 737 MAX þotur afhentar og á félagið tví eingöngu eftir að fá tvær slíkar þotur til viðbótar frá Boeing.

Fjöldi Boeing 757 þotna í flota Icelandair eru í dag sautján og þá hefur félagið einnig þrjár Boeing 767 breiðþotur, tvær Boeing 767 fraktþotur og tvær Boeing 757 fraktþotur og þá eru fimm De Havilland Canada Dash 8 flugvélar í flota innanlandsflugsins.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga