flugfréttir

Eiga flugfélögin eftir greiða flugnámið fyrir nemendur?

- Eina leiðin til að koma í veg fyrir yfirvofandi skort á flugmönnum

25. október 2016

|

Frétt skrifuð kl. 07:11

Þjálfun á atvinnuflugmannsnemum í flughermi

Það hafa án efa margir heyrt fréttir um yfirvofandi skort á flugmönnum á næstu árum en talið er að uppgangurinn í fluginu á mörgum stöðum í heiminum sé það mikill að ekki séu nægilega margir atvinnuflugmenn að útskrifast úr námi til að fljúga þeim fjölda flugvéla sem flugfélögin hafa pantað.

Flugnám er eins og flestirvita mjög dýrt nám og þrátt fyrir að margir láta sig hafa það að fara í flugið þá er án efa sumir sem leggja ekki í að læra að fljúga sökum þess hversu háar fjárhæðir þeir þurfa að greiða fyrir námið.

Breska ráðningarfyrirtækið AeroProfessional, sem sérhæfir sig í að veita ráðgjöf varðandi starfsmannaráðningar í flugiðnaðinum, telur að nauðsynlegt sé að grípa í taumana og sé ein besta lausnin við vandanum sú að flugfélögin taki að sér að fjármagna flugkennslu í stað þess að nemendur þurfi að greiða allt námið sem hleypur á nokkrum milljónum króna.

Flugfarþegum á eftir að fjölga enn frekar á næstu árum

„Það er komin tími til þess að gera eitthvað við fílinn í herberginu. Við stöndum frammi fyrir skorti á flugmönnum og það vandamál hverfur ekki“, segir Sam Sprules hjá AeroProfessional - „Ef það er ekki gert neitt í málunum núna þá mun þetta aðeins versna“.

Kostnaðurinn við flugnám þyrnir í augum þeirra sem áhuga hafa á flugi

Sprules segir að kostnaðurinn við flugkennslu sé mögulega að koma í veg fyrir að fleiri sækist í flugnámið en raun ber vitni og væru sennilega fleiri einstaklingar að læra að fljúga ef kostnaðurinn við námið væri ekki svona mikill.

Áhugi einstaklinga til að læra flug þarf þó ekki að vera minni þessa daganna en þar sem hin gríðarlega hái kostnaður verður þyrnir í augum þeirra þá verður það til þess að margir leggja drauminn á hilluna og snúa sér að öðru námi sem tengist ekki fluginu.

„Það var einu sinni þannig að flugfélög báru kostnaðinn af flugkennslu en það er ekki lengur þannig í dag og hefðin hefur lengi verið sú að þú borgar fyrir að læra að fljúga“, segir Sprules.

AeroProfessional sér hinsvegar málið frá báðum sjónarhólum þar sem fyrirtækið starfar bæði fyrir umsækjendur og atvinnurekendur en þrátt fyrir það sér fyrirtækið fram á að raunhæft væri að endurmeta fyrirkomulagið á því hver beri kostnaðinn að flugkennslu.

Airbus A320/A321/A319 flughermir frá CAE

Flugfélög gera miklar kröfur til flugmanna og fara þau flest fram á að viðkomandi flugmaður sem sækir um sé mjög hæfur og hafi lágmarksflugtíma undir belti en í dag er orðin skortur á slíkum flugmönnum sem er orðin hausverkur fyrir flugfélögin en AeroProfessional segir að hausverkurinn eigi eftir að breytast í mígreni á næstunni.

Margir flugmenn sækja um en fáir nógu hæfir

Fram kemur að flugfélögin séu „drukkna“ í umsóknum frá flugmönnum sem reyna að fá draumastarfið en flestar umsóknir koma frá umsækjendum sem eru langt frá því að uppfylla kröfur flugfélaganna - Að mati AeroProfessional liggur vandamálið hjá flugfélögunum sjálfum.

Eftirspurn eftir flugi meðal farþega hefur stóraukist og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum en til að koma til móts við eftirspurninni þá hafa flugfélög pantað þúsundir flugvélar frá Boeing, Airbus og fleiri framleiðendum, allt frá minni flugvélum upp í stórar breiðþotur, en stóra spurningin er sú - „Hverjir eiga að fljúga öllum þessum nýju flugvélum?“.

Til að gera vandamálið en verra þá eru tugþúsundir flugmanna sem munu láta af störfum á næstu árum þar sem þeir hafa náð þeim aldri að þeir mega ekki fljúga atvinnuflug lengur.

Nýlega birti fyrirtækið skýrslu sem nefnist „Grounded before take-off“ þar sem tíunduð eru atriði og tillögur um hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir skort á hæfum flugmönnum.

Forsíða skýrslunnar frá AeroProfessional

Í skýrslunni eru tekin saman þrjú atriði sem eru ástæður þess að ekki eru eins margir flugmenn þarna úti á lausu sem uppfylla kröfur flugfélaganna en ástæðurnar þrjár eru kostnaðurinn við flugnámið, kröfur sem gerðar eru til tegundaráritunnar (type rating) ásamt tilheyrandi gjöldum og í þriðja lagi laun flugmanna.

    1. Kostnaður við flugnámið

Tilvonandi atvinnuflugmenn þurfa að greiða allt að 16 milljónir króna til að láta drauminn rætast og þá eru mörg flugfélög sem láta nýja flugmenn greiða tegundaráritunina á þá flugvél sem þeir munu koma til með að fljúga hjá félaginu og þurfa þeir þá að taka lán fyrir þessari áritun.

    2. Tegundaráritun („type rating“)

Flest ef ekki öll flugfélög fara fram á að flugmenn séu með sérstakt próf á hverja tegund af flugvél sem þeir munu koma til með að fljúga en til að hljóta tegundaráritun þurfa flugmenn að gangast undir þjálfun á jörðu niðri, fá þjálfun í flughermi og fá þjálfun með því að fljúga viðkomandi flugvél.

Fyrir bóklegt nám og þjálfun í flughermi geta flugmenn átt von á því að þurfa að greiða allt frá 2,7 milljónir króna en upphæðin er oft dregin af launum flugmanna yfir ákveðið tímabil eftir að þeir hefja störf.

    3. Of lág laun fyrstu árin

Margir flugnemar hafa ekki það fjármagn sem til þarf svo þeir geti greitt flugnámið sem verður til þess að þeir þurfa að taka námslán en á meðan flugstjóri, sem hefur starfað lengi hjá flugfélagi, er með um 1,5 milljón króna í mánaðarlaun þá getur aðstoðarflugmaður, sem hefur nýlega hafið störf hjá flugfélaginu, verið með aðeins um 300.000 krónur í mánaðarlaun sem verður til þess að endurgreiðsla á námsláni skerðir mjög tekjur flugmanns á fyrstu árunum.

Af þessum þremur atriðum snýst vandamálið mest um peninga en mörg önnur atriði eru talin upp á borð við eftirlaunaaldurinn sem verður til þess að flugmenn þurfa á vissum aldri að kveðja flugstjórnarklefann sem verður til þess að flugfélög þurfa fleiri flugmenn til að fylla í skarð þeirra sem hætta.

Virkar ekki lengur að láta flugnema greiða allt námið

Þá er einnig í skýrslunni mælt með því að starfslokaaldurinn verði hækkaður en á næstu 6 árum, til ársins 2022, munu bandarísk flugfélög þurfa að ráða til sín 18.000 nýja flugmenn einungis til að skipta út fyrir þá flugmenn sem munu láta af störfum vegna aldurs en í flestum löndum þurfa flugmenn að hætta að fljúga í atvinnuflugi við 65 ára aldur en í Japan er aldurstakmarkið við 67 ára aldur.

AeroProfessional telur að margir hafi látið drauminn um flugmanninn á hilluna sökum þess hversu dýrt námið er

Fyrir um 20 árum síðan voru mörg bandarísk flugfélög sem tóku að sér kostnaðinn við að þjálfa flugmenn auk þes sem herflugmenn voru fengnir og þjálfaðir á farþegaþotur en sú hefð tók enda og í dag þurfa þeir sem vilja læra að fljúga að standa undir kostnaðinum sjálfir.

Að sögn AeroProfessional þá er sú aðferð ekki að virka lengur eins og staðan er í dag þar sem aðeins þeir sem hafa fjármagn eða tök á því að fjármagna flugnámið með námsláni komast alla leið í stjórnkelfann og virkar núverandi kerfi sem sía sem hleypur ekki í gegn fullt að hæfu fólki sem flugfélögin þurfa á að halda og er því nauðsynlegt að fara aftur til baka og taka upp fyrri aðferðir.

Flugvél á jörðu niðri í heilan sólarhing dýrkeyptara en atvinnuflugmannsnám fyrir einn einstakling

„Þótt að mörgum flugfélögum líki ekki við þessar tillögur þá eru það á endanum þau sem stjórna því hversu mikill þessi skortur á flugmönnum verður. Málið er einfaldlega það að flugvélar sem hafa ekki flugmenn til að fljúga verða kyrrsettar og fara ekki á loft“, segir Sprules en samkvæmt tölfræði frá Airbus þá kostar það flugfélag yfir 100 milljónir króna á dag fyrir að láta eina Airbus A380 risaþotu standa aðgerðarlausa á flugvelli ef engir flugmenn fást til að fljúga henni.

Ef flugvél kemst ekki á loft sökum skorts á áhöfn þá veldur það seinkun en samkvæmt reglugerðum þurfa bandarísk flugfélög að greiða sekt upp á 2,7 milljónir króna á hvern farþega ef brottför seinkar um meira en fjórar klukkustundir. í Evrópu er flugfélögum gert að greiða hverjum farþega bætur upp á 69.000 krónur verði meira en þriggja tíma seinkun á fluginu.

Boeing 737 flughermir

Í heildina litið þá þurfa flugfélög í heiminum að greiða til samans að meðaltali um 2.369 milljarða króna á ári í kostnað vegna seinkana.

Ef ein stór farþegaþota er kyrrsett í einn sólarhring þar sem ekki fengust flugmenn til að fljúga vélinni kostar það flugfélagið upphæð sem er nokkrum sinnum hærri en sú upphæð sem fer í að þjálfa einn flugmann frá því að hafa enga kunnáttu á flugi upp í að verða atvinnuflugmaður.

„Berið þetta saman við kostnaðinn sem flugfélögin þyrftu að greiða ef þau tæku að sér að þjálfa nýja flugmenn og útreikningurinn mun koma á óvart því ávinningurinn á því að þjálfa flugmenn til að koma í veg fyrir skort á flugmönnum er mun meiri en að bíða eftir að vandamálið hverfi af sjálfu sér“, segir Sprules.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga