flugfréttir

NTSB fær svarta kassann 32 árum síðar - Fjallgöngumenn fundu flugritann

- Eastern Air Lines flug 980 flaug á fjallið árið 1985

9. janúar 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:06

Fjallgöngumennirnir Dan Futrell og Isaac Stoner fundu flugritann í maí 2016

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum fengu í seinustu viku í hendurnar flugrita úr farþegaþotu af gerðinni Boeing 727 sem fórst fyrir 32 árum síðan í Bólivíu.

Um er að ræða þotu frá Eastern Air Lines, flug 980, sem flaug á Illimani-fjallið í 19.600 feta hæð á leið sinni frá Asunción í Paraguay til Miami í Flórída á nýársdag árið 1985.

Um borð voru 19 farþegar og 10 manna áhöfn en enginn lifði slysið af en farþegarnir voru frá Paraguay, Ecuador og frá Bandaríkjunum.

Vélin átti að hafa viðkomu í La Paz, höfuðborg Bólivíu og í Guayaquil í Ecuador á leiðinni til Miami en vélin var í aðflugi að La Paz þegar henni var skyndilega flogið af áætlaðri flugleið en talið er að flugmennirnir hafi verið að sneiða framhjá óveðri.

Illimani-fjallið í Bólivíu

Vélin flaug inn í hlíðar Illimani-fjallsins í 6.126 metra hæð og er þetta enn þann dag í dag „hæðsta“ flugslys sögunnar þar sem flugvél er flogið á fjall í stjórnuðu flugi („controlled flight into terrain“).

Vélin brotlenti á það afskekktum stað að flestar tilraunir til að finna svörtu kassanna hafa mistekist og hefur því aldrei verið hægt að komast að raunverulegri orsök slyssins og flestum spurningum verið ósvarað í þrjá áratugi.

Það var ekki fyrr en í maí 2016 að tveir fjallgöngumenn frá Boston, þeir Dan Futrell og Isaac Stoner, fundu þar sem þeir töldu vera svarta kassa úr flugvél er þeir klifruðu Illimani-fjallið auk annars braks úr vélinni.

Dan Futrell og Isaac Stoner í hlíðum Illimani-fjallsins

Það var þó hægara sagt en gert að koma svörtu kössunum til Bandaríkjanna þar sem Futrell og Stoner þurftu fyrst að fá leyfi frá yfirvöldum í Bólivíu en það var ekki fyrr en 1. desember 2016 að flugmálayfirvöld í landinu gáfu samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) loksins leyfi til að nálgast svörtu kassanna.

Sl. miðvikudag (4. janúar) lenti lítil flugvél í Massachusetts með fjallgöngumennina tvo um borð og aðilum frá NTSB sem komu með hljóðritann og flugritann úr Eastern Air Lines þotunni og er nú vonast til þess að loksins verði hægt að varpa ljósi á orsök slyssins sem hefur verið ein stærsta flugslysaráðgáta 20. aldarinnar.

Flugriti vélarinnar kom ekki í leitirnar fyrr en í maí 2016, 31 ári síðar

Flugslysasérfræðingurinn Greg Feith var einn þeirra sem kom að rannsókn slyssins á níunda áratugnum. - „Ég stjórnaði leiðangrinum árið 1985 þegar gerð var tilraun til að finna flugrita og hljóðrita eftir slysið“, segir Greg á Facebook-síðu sinni.

„Því miður var mjög mikill, nýfallinn snjór yfir flakinu sem gerði tilraun okkar til að finna svörtu kassana mjög erfiða þar sem við höfðum stuttann tíma á fjallinu. Síðustu 30 ár hefur flakið sígið niður hlíðina í jöklinum sem bráðnar með tímanum“, skrifar Greg.

NTSB gerir ráð fyrir að það muni taka aðeins nokkrar vikur þar til að einhverjar niðurstöður verði að vænta en búið er að senda flugritana á rannsóknarstofu í Washington D.C.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga