flugfréttir

Dagur: „Landhelgisgæslan betur í stakk búin til að sinna sjúkraflugi en Mýflug“

- Undrast að gæslan búi yfir flugvél sem þoli meiri hliðarvind

11. janúar 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:16

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tekur til máls á borgarstjórnarfundi í gær

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telur að réttast væri að athuga hvort að Landhelgisgæslan eigi ekki að taka alfarið að sér sjúkraflug á landinu en þetta var meðal þess sem hann kom inn á er hann nefndi sjúkraflug í máli sínu á borgarstjórnarfundi í gær er tillaga Framsóknar og flugvallarvina var lögð fram um tímabundna opnun á 06/24 brautinni.

Dagur sagði m.a. að hann hefði sjálfur rætt við Landhelgisgæsluna varðandi tvö tilvik sem komu upp milli jóla og nýárs þar sem sjúkraflugvél á vegum Mýflugs gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli með veika sjúklinga vegna veðurs en Dagur segir að Landhelgisgæslan hafi tjáð honum að í báðum tilvikunum hefðu þeir geta farið og sótt sjúklingana ef þeir hefðu fengið beiðni um það.

„Það var auðvitað ókyrrðar- og óveðursviðvörun yfir öllu landinu og alveg hægt að spyrja sig hvort að í þessu tilviku og í fleiri tilvikum hafi ekki verið hægt að kalla til Landhelgisgæsluna og athuga hvort þeir væru í betri færum til að flytja viðkomandi sjúkling. - Ég átti samtal við forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag sem staðfesti að í engum af þeim tilvikum sem hafa verið í fjölmiðlaumræðunni að undanförnu hafi verið leitað til Landhelgisgæslunnar“, segir Dagur.

Super King Air sjúkraflugvél Mýflugs í aðflugi að braut 19
þann 29. desember sl.

„Landhelgisgæslan hafði hinsvegar farið yfir þetta Hornavíkurmál, eða Hafnar í Hornafirði-mál, og það er alveg afdráttarlaust að þyrla hefði getað sótt viðkomandi sjúkling auðveldlega og hugsanlega hefði líka verið hægt að lenda í Reykjavík ef farið hefði verið af stað og hinkrað og beðið færis“, segir Dagur.

“Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir ábyrgðaraðila sjúkraflugs og velferðarráðuneytisins að fara yfir tilvik eins og þetta og þá sérstakega þegar líður að því að sjúkraflugið þurfi að bjóða út“.

Dagur segir að það veki athygli að Landhelgisgæslan skuli búa yfir flugvél sem þolir meiri hliðarvind heldur en sú vél sem notuð er í sjúkraflugi af hálfu Mýflugs.

Telur marga fara of geyst með umræður um neyðarbrautina og sjúkraflug

„Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent löggjöfunum á það að það hljóti að koma til skoðunar hvort að Landhelgisgæslan eigi ekki að sinna öllu sjúkraflugi, bæði á þyrlum og flugvélum, og svo ekki sé minnst á þá umræðu að þyrla sé staðsett líka á Akureyri og sjúkravél í Reykjavík, hinumegin hálendisins, sem myndi nýtast á móti sjúkravélunum á Akureyri“, segir Dagur.

„En eins og einhver Ísfirðingur gæti sagt þá hafa verið teknar bísna stórar ákvarðanir sem varða nýtingu einstakra valla og færi til sjúkraflugs á síðustu árum - og þessi er ekki dramatískur“, segir Dagur orðrétt í máli sínu á fundinum í gær.

„Áður voru sjúkravélar líka á Ísafirði og í Höfn og í Vestmanneyjum og voru þar á vakt en það var ákveðið að færa þær norður en þá var ekki einu sinni reiknaður út nýtingarstuðull fyrir þessa flugvelli á landsbyggðinni“.

„Ef það væri í beinni útsendingu á Facebook í hvert einasta skipti sem ekki væri flugfært frá Ísafirði og til Ísafjarðar þá held ég að þær útsendingar yrðu nú bísna drjúgar yfir vetrartímann eins og veðrið hefur verið“.

„Og það sama á við aðra landsbyggðarvelli þar sem ekki eru lengur sjúkravélar“, segir Dagur sem tekur fram að honum finnist margir fari ansi geyst í því að tala um neyðarbrautina sem væri hægt að mæta með þriðju brautina í Keflavík.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga