flugfréttir

Kom fyrir aðskotahluti í tönkum til að svíkja út tryggingafé

- Ástralskur flugrekstarsvindlari handtekinn fyrir yfir 300 mismunandi brot

25. janúar 2017

|

Frétt skrifuð kl. 15:44

Josh Hoch fær ekki að fljúga né koma nálægt flugvöllum á meðan réttarhöld standa yfir

Ástralskur flugmaður, og eigandi lítils flugfélags, var í gær handtekinn í kjölfar rannsóknar sem staðið hefur yfir í nokkurn tíma vegna fjölda mála sem hann er viðriðinn en m.a. er hann ákærður fyrir að hafa sett aðskotahlut í eldsneytistank flugvélar, tryggingasvindl, auk þess sem honum er gert að sök að hafa flogið án leyfis og skráð farþegaflugtíma sem einkaflugtíma.

Flugmaðurinn, sem heitir Josh Hoch og er 31 árs, var stöðvaður af lögreglu í gær en ákæruliðirnir eru 342 talsins og var hann yfirheyrður í sjö klukkustundir áður en hann var leystur úr haldi gegn 4,3 milljóna króna tryggingu.

Hoch er m.a. sakaður um að hafa sviðsett flugatvik með því að koma ítrekað fyrir aðskotahluti í eldsneytistanki á flugvélum hjá flugfélagi í hans eigu, Northern Territory Air, í þeim tilgangi að svíkja út tryggingafé en þá hefur hann verið staðinn af því að hafa flogið í nokkur ár leiguflug með farþega án leyfis.

Vaughan Cooper, saksóknari í málinu, segir að fimm ákæruliðirnir í málinu sé mjög alvarlegir og séu viðurlög við þeim að hámarki lífstíðarfangelsi þótt ólíklegt sé að þeirri refsingu verði beitt.

Í dómsmáli er greint frá nokkrum atvikum sem áttu sér stað sl. haust en í september flaug Josh flugvél af gerðinni Piper Chieftain sem missti afl nálægt bænum Mount Isa í ágúst 2016 er hann var með þrjá farþega innanborðs.

Josh náði að lenda vélinni á flugvellinum í Mount Isa en við nánari skoðun í kjölfar rannsóknar fundust fíngerðar glerperlur sem hafði verið blandað saman við mold ásamt öðrum efnum og komið fyrir í olíusíu í vélinni.

Josh Hoch mætir fyrir dómara í gær

Sambærilegt atvik endurtók sig aftur mánuði síðar í september og aftur í október á Cessnu-vél þegar olíuþrýstingur féll niður í miðju flugi milli Mount Isa og Burketown. Aftur fannst sami aðskotahluturinn í olíusíu og 11 dögum síðar endurtók atvikið sig á annarri vél í fjórða sinn er flugmaður tilkynnti um vandamál með olíuþrýsting en við skoðun fannst límefni í olíusíu.

Verjandi Josh segir að áströlsk flugmálayfirvöld hafi vel vitað að Josh hafi flogið í atvinnuskyni frá árinu 2013 og hefðu þau haft nægan tíma til að grípa í taumanna ef grunsemdir hefðu vaknað um eitthvað grunsamlegt við hans flugferil og hefði þá verið hægt að skoða starfsemi fyrirtækisins í kjölfarið.

Rannsóknarlögregla segir að mikil mildi sé að ekki hafi farið verr og sé málið litið mjög alvarlegum augum þar sem um sé að ræða flugmann sem hafi stefnt öryggi farþega í hættu með því að setja vísvitandi aðskotahlut í eldsneytistank og í olíusíu til að svíkja út tryggingafé.

Nokkrir rannsóknarlögreglumenn og sérfræðingar komu að rannsókninni og fylgdust með starfseminni áður en til handtöku Josh kom og hefur verið sýnt fram á aðkomu hans að því að sviðsetja bilanir á flugvélum hjá fyrirtæki í hans eigu.

Talið er að Josh hafi komið fyrir aðskotahluti fyrir í nokkur skipti á alls þremur flugvélum árið 2016 sem oftast var gert í skjóli nætur á flugvellinum í Mount Isa.

Þá kemur fram að Josh hafi skráð margar flugferðir sem einkaflug á meðan hann var að fljúga með farþega sem greiddu fyrir ýmist leiguflug eða útsýnisflug.

Málið verður tekið fyrir að nýju þann 22. febrúar en á meðan má Josh ekki fljúga né koma nálægt flugvelli og þá verður hann að tilkynna um ferðir sínar tvisvar í viku til lögreglunnar í Mount Isa. Þar að auki má hann ekki hafa samband við vitni í málinu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga