flugfréttir

Vara við mjög alvarlegum skorti á flugmönnum innan 3 ára

- Segir flugnema þurfa lánasjóð til að uppfylla kröfur FAA um 1.500 tíma

9. mars 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:54

Ef ekkert er að gerð munu bandarísk flugfélög þurfa að draga saman seglin eftir 3 ár vegna skorts á flugmönnum

Flugfélag eitt í Bandaríkjunum hefur varað bandarísk stjórnvöld við mjög alvarlegum skorti á flugmönnum sem er yfirvofandi og eigi eftir að versna það mikið á næstu þremur árum að flugfélög eiga eftir að kyrrsetja þotur í flota sínum þar sem ekki verða til flugmenn til að fljúga þeim.

Þetta segir Chip Childs, framkvæmdarstjóri SkyWest Airlines, sem annast flugrekstur fyrir Alaska Airlines, American Eagle, Delta Conncetion og United Express á styttri flugleiðum en félagið er einn stærsti flugrekandi vestanhafs með 376 þotur í flota sínum.

Chip segir að SkyWest hafi hingað til að náð að ráða nýja atvinnuflugmenn til starfa til félaginu án vandræða en það fer þó að taka enda þar sem félagið, líkt og önnur félög, séu þegar farin að finna fyrir því hversu erfitt er að fá hæfa atvinnuflugmenn til starfa og fer þeim fækkandi.

„Við erum öll að horfast í augu við yfirvofandi skort á flugmönnum. Við höfum miklar áhyggjur þar sem þeim fer enn fækkandi samkvæmt tölfræðinni og mun ástandið versna til muna á næstu þremur árum - Það eru margir að láta af störfum og það er ekki til nægilega margir flugmenn til að leysa þá af hólmi“, segir Chip.

Gert er ráð yfir stærstu flugfélög Bandaríkjanna muni þurfa á 18.000 flugmönnum á að halda á næstu þremur árum sem flestir koma frá svæðisflugfélögunum („regional airlines“) en Chip segir að það verði hægara sagt en gert þar sem sá fjöldi verður ekki tiltækur.

Svæðisflugfélögin í Bandaríkjunum hafa átt í miklum erfiðleikum við að fá
inn nýja flugmenn að undanförnu

Chip segir að ein orsök skorts á flugmönnum séu reglugerðir sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kynntu árið 2013 (Part 121) þar sem kröfur um lágmarksflugtíma aðstoðarflugmanna voru hækkaðar upp í 1.500 flugtíma en áður var nóg að þeir höfðu að lágmarki 250 tíma undir belti.

Með því verður flugnámið erfiðara og leiðin frá atvinnuflugmannsnáminu í stjórnklefann verður bæði erfiðari og dýrari þar sem viðkomandi flugmaður, sem lokið hefur námi, þarf að fara safna sér 5 sinnum fleiri flugtímum til að fá að fljúga í farþegaflugi eða fraktflugi í Bandaríkjunum.

Vilja sérstök úrræði í námslánum fyrir flugnema í Ameríku

Chip, sem ræddi málið fyrir fulltrúum samgönguráðuneytisins á bandaríska þinginu, sagði að hann vildi ekki að FAA myndi breyta reglunni með lágmarksflugtíma heldur vill hann sjá aðrar leiðir til að auðvelda flugnemum að ná þessum 1.500 flugtímum.

Hann hvetur samgönguráðuneytið til að koma með lausn sem myndi auðvelda tilvonandi atvinnuflugmönnum að ná settu marki til að ná lágmarksfjölda flugtíma.

„Þeir þurfa fjárhagslega aðstoð til að fjármagna flugnámið eftir þessar breytingar á reglugerðinni og það þarf lánsjóð fyrir flugmenn“, sagði Chip.

Brad Tilden, framkvæmdarstjóri Alaska Airlines, tekur í sama streng og segir hann að það þurfi að setja á fót sérstaka lánastofnun sem yrði rekin af bandaríska ríkinu.

Samtök flugmanna í Norður-Ameríku (ALPA) hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum varðandi þann skort sem yfirvofandi er og hefur komið fram að bandarísk flugfélög munu ekki geta aukið umsvif sín eftir nokkur ár og neyðast au þá til að draga saman seglin verulega ef ekki verður gripið til aðgerða.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga